Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

21. mars 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 21.03.2013

35. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 21. mars 2013 kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og  Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fundargerðir

a)    Stjórn SSA, dags. 5. febrúar 2013.
b)    Hafnasamband Íslands, dags. 15. febrúar 2013.
c)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. mars 2013.
d)    Framkvæmdaráð SSA, dags. 18. febrúar 2013.
e)    Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 12. mars 2013

2.    Erindi og bréf

a)    Austurbrú, samkeppni um merki og nafn fyrir almenningssamgöngur, dags. 15. febrúar 2013. Sveitarstjóri niðurstöður dómnefndar um nýtt merki og nafn vegna almenningssamgangna á Austurlandi. Samþykkt samhljóða.
b)    UMFÍ, kynning á niðurstöðum þátttakenda á ráðstefnu UMFÍ, dags. 1. mars 2013. Lagt fram til kynningar.
c)    Velferðarvaktin, málefni fjölskyldna á Íslandi, dags. 20. febrúar 2013. Lagt fram til kynningar.
d)    Íþróttafélagið Huginn, dags. mars 2013 – samþykkt að gefa 12.000 kr í tilefni 100 ára afmælis félagsins.

3.    Hafnarframkvæmdir

Sveitarstjóri kynnti tillögu Siglingastofnunar um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna framkvæmda við nýja smábátabryggju í Djúpavogshöfn 2013. Málið hefur þegar fengið umfjöllun og jákvæða afgreiðslu hjá Hafnarnefnd Djúpavogshrepps. Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að ganga frá undirritun verksamnings.

4.    Stjórnsýsluúttekt KPMG

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stjórnsýsluúttekt sem gerð var á vegum KPMG vegna ársins 2012.

5.    Frá Félagsmálanefnd

Kynnt var framkvæmdaáætlun í barnavernd, starfsáætlun 2013 og nýjar reglur um  sérstakar húsaleigubætur.  Samþykkt samhljóða.

6.    Byggingartengd mál

a)    Oddviti og sveitarstjóri kynntu nýja samþykkt um byggingartengd gjöld, unna í samráði við byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða.
b)    Markarland 2.  19.03. 2013.  Skipulags- bygginga- og umhverfisnefnd.  Teikningar frá  Sniddu /vinnustofu arkitekta Egilsstöðum / Anna María Þórhallsdóttir af breytingum á innra skipulagi og stækkun hússins að Markarlandi 2 lagðar fram ásamt skráningartöflu samþykkt samhljóða af hálfu SBU.   Staðfest af sveitarstjórn.

7.    Cittaslow

Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að Djúpavogshreppur hefur formlega fengið aðild að Cittaslow samtökunum. Aðild verður staðfest í Kristiinankaupunki Merikatu í Finlandi og mun sveitarstjóri fara þangað fyrir hönd sveitarfélagsins 11.apríl næstk.Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

8.    Sóknaráætlun Austurlands

Sveitarstjóri kynnti nýja sóknaráætlun Austurlands.

9.    Málefni Safnahúss

Sveitarstjóri kynnti erindi frá Fljótsdalshéraði dags.19.feb.2013. Sveitarstjórn samþykkir tillögur að breytingum á rekstrarformi og eignarhaldi safnahússins á Egilsstöðum.

10.    Skipulagsstofnun vegna Axarvegar

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun vegna breyttrar legu Axarvegar milli Háubrekku og Reiðeyrar í Djúpavogshreppi.  Í bréfinu kemur fram að það sé niðurstaða Skipulagsstofnunnar eftir að hafa yfirfarið þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Vegagerðarinnar  til kynningar og umsagnar að vegalagning samkvæmt veglínu G milli Háubrekku og Reiðeyrar í Djúpavogshreppi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.  Sveitarstjórn fagnar því að tekist hafi að draga úr umhverfisáhrifum með fyrirliggjandi breytingu á vegstæði með þeirri niðurstöðu að Skipulagsstofnun telji ekki ástæðu til athugasemda vegna framkvæmdarinnar.  Djúpavogshreppur mun vinna að breytingum á aðalskipulagi að tilmælum Skipulagsstofnunar í samræmi við breytta legu vegarins.

11.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Fundarferð oddvita. Oddviti gerði grein fyrir fundarferð til Reykjavíkur dagana 14.-15. mars. Oddviti sótti m.a. fundi í ráðuneyti Umhverfismála, vegna Ríkarðshúss, Landsþing sveitarfélaga, Lánasjóð sveitarfélaga og ráðstefnu um orku, olíu og fisk, haldin af sveitarfélögum á landsvísu.
b)    Málefni eldri borgara. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi nýja aðstöðu eldri borgara í Vogi.
c)    Starfsmannamál. Sveitarstjóri gerð grein fyrir stöðu starfsmannamála í áhaldahúsi.
d)    Stofnskrá Ríkarðshúss – sveitarstjóri og oddviti skýrðu frá frágangi á stofnskjali vegna Ríkarðshúss sem og 15 m kr framlagi frá menntamálaráðuneytinu til verkefnisins sem ber að fagna sérstaklega.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

22.03.2013