Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. febrúar 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 14.02.2013

34. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 31. janúar 2013. Liður 1: Kamína í Búlandi 16, staðfest. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b)    SSA, dags. 8. janúar 2013. Lögð fram til kynningar.
c)    SSA, dags. 5. febrúar 2013. Liður 1g: Sveitarstjórn leggur áherslu á að almennt verði leitað leiða til að kynna Austurland sem eina heild þegar mjög stórar og viðamiklar fjárfestingar eru til skoðunar innan fjórðungsins.
d)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 23. janúar 2013. Lögð fram til kynningar.
e)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 30. janúar 2013. Lögð fram til kynningar.
f)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. febrúar 2013. Lögð fram til kynningar.
g)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. janúar 2013. Lögð fram til kynningar.
h)    Hafnasamband Íslands, dags. 18. janúar 2013. Lögð fram til kynningar.
i)      Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 16. janúar 2013. Lagt fram til kynningar.
j)      Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2013. Lögð fram til kynningar.

2.    Erindi og bréf

a)    Lífstöltið, dags. 7. febrúar 2013.
b)    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, byggðakvóti, dags. janúar 2013. Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við efni bréfsins.   
c)    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, dags. 25. janúar 2013.
d)    Síminn, ljósnet á Djúpavog, dags. 6. febrúar 2013.
Sveitarstjórn fagnar uppsetningu ljósnetsins á Djúpavogi sem ráðgerð er á þriðja ársfjórðungi.

3.    Félagsmálanefnd

Sveitarstjóri kynnti breyttar reglur um fjárhagsaðstoð. Samþykkt samhljóða.

4.    Kjör fulltrúa á 27. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga 15 mars.

Aðalmaður: Andrés Skúlason Til vara: Albert Jensson

5.    Kjör stjórnarmanna í Ríkarðshús

Lögð fram lokadrög að stofnskrá fyrir Ríkarðshús. Hún samþykkt samhljóða. Jafnframt samþykkt að Andrés Skúlason og Þór Vigfússon verði fulltrúar Djúpavogshrepps í stjórn Ríkarðshúss.

6.    Cittaslow

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála gagnvart umsókn sveitarfélagsins að Cittaslow (cittaslow.com). Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarfélagið sæki um aðild að samtökunum og felur sveitarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

7.    Útboð vegna bryggjusmíði í Djúpavogshöfn.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir tilboðum sem borist hafa í framkvæmdina.
Fulltrúar hafnarnefndar og sveitarstjóri munu á næstu dögum fara yfir tilboðin með Siglingastofnun.   

8.    Kaup ríkisins  á Teigarhorni

Eins og kunngert hefur verið hefur ríkisjóður að tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra Svandísar Svavarsdóttur keypt óðalsjörðina Teigarhorn, en með kaupunum er stuðlað að enn frekari verndun  náttúru- og menningarminja á svæðinu.  Þá eru aðrir mikilvægir þættir tryggðir til framtíðar með kaupunum á þessari fornfrægu jörð t.d. vatnstökusvæði þéttbýlisins á Djúpavogi. Þá má leiða líkum að því að kaupin muni styrkja svæðið í heild mjög mikið til framtíðar litið er varðar ferðaþjónustu- og menningartengda starfsemi.  Það að Teigarhorn er nú í komið í opinbera eigu er því að mati sveitarstjórnar mikið fagnaðarefni og hagsmunamál fyrir íbúa Djúpavogshrepps sem og landsmenn alla.  Unnið er að því að móta nánara fyrirkomulag og framtíðarstefnu um jörðina.  Ríkið tekur formlega við jörðinni þann 15. apríl næstk. og hafa fulltrúar sveitarfélagsins þegar lýst áhuga á að Djúpavogshreppur fái umsjónarhlutverk með jörðinni og skýrast þau mál innan tíðar hvort af því verður. Oddviti fór yfir aðkomu sína að málinu og þá miklu vinnu sem innt hefur verið af hendi um árabil vegna þess. Þakka skal öllum sem höfðu aðkomu að frágangi þessa máls, ekki síst fyrrum óðalserfingjum.

9.    Markarland 2

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýja félagsmiðstöð eldri borgara að Markarlandi 2 og fór yfir stækkun á húsnæðinu sem þegar hefur verið lögð fram til kynningar hjá SBU. Í ljósi stækkunar seinkar opnun hússins töluvert en stefnt er að félagsstarf geti hafist af fullum krafti í nýju húsnæði frá og með haustinu og hefur það þegar verið kynnt meðal markhópsins.

10.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Suðurferð sveitarstjóra og oddvita í jan. Velferðarráðuneyti, útgerðarmenn í Grindavík , umhverfisráðuneyti, þjóðminjasafn, Teiknistofa GJ og fl.
b)    Kjaraviðræður kennara. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í kjaraviðræðum launanefndar sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
c)    Verklag vegna umsagna um þingsályktunartillögur, frumvörp og önnur erindi. Sveitarstjóri fór yfir hugmyndir að verklagi vegna aðsendra erinda.
d)    Aukin hreindýrakvóti – sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum umhverfisstofnunnar á Djúpavogi þann 12. feb.
e)    Sóknaráætlun – sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála er varðar vinnu við áætlunina.
f)    Sveitarstjóri tilkynnti að úthlutunarfundur menningaráðs verði þann 1. mars á Djúpavogi.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

15.02.2013