Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. desemeber 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.12.2013

42. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 14:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2014; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2014.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2014 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I. Fasteignaskattur A 0,625%
II. Fasteignaskattur B 1,32%
III. Fasteignaskattur C 1,65%
IV. Holræsagjald A 0,25%
V. Holræsagjald B 0,25%
VI. Holræsagj. dreifbýli 7.500 kr.
VII. Vatnsgjald A 0,35%
VIII. Vatnsgjald B 0,35%
IX. Aukavatnskattur 37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald 14.000 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald 12.500 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús 10.000 kr.
XIII. Lóðaleiga 1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga 6
Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2014. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2014. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði.
Það samþykkt samhljóða og undirritað á fundinum.
d) Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn.
e) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2014, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.
Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):
* Skatttekjur A-hluta ......................................... 207.011
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs................................. 3.448
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð............... 6.945
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ................. 12.050
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ........ 11.539
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... 21.359
* Afskriftir A og B hluti .................................... 23.693
* Eignir ............................................................. 607.338
* Langtímaskuldir og skuldbindingar.................... 332.719
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 103.449
* Skuldir og skuldbindingar samtals.................... 436.168
* Eigið fé í árslok 2013 ..................................... 171.169
* Veltufé frá rekstri áætlað ................................ 35.669
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 34.600

f) Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 11,5 millj.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um þá grunnþjónustu sem byggð hefur verið upp í sveitarfélaginu á undanförnum árum. Sveitarstjórn er sömuleiðis sammála um að kannaðir verði frekari möguleikar til að losa um eignir sem ekki koma við lögbundin verkefni. Sveitarstjórn stefnir að því að ráðast í jarðvegsskipti og endurnýjun lagna við göturnar Vogaland og Eyjaland árið 2014. Þá verður unnið að næstu skrefum við hönnun fráveitu með það að markmiði að hægt verði að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir árið 2014, samhliða jarðvegsskiptum í Vogalandi.
Áfram verður unnið að uppbyggingu smábátahafnar í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Þá verður unnið áfram að uppbyggingu á Faktorshúsinu og gömlu kirkjunni en framvinda þeirra verkefna mun sem áður taka mið af mótframlögum. Áfram verður unnið að hönnun á Ríkarðshúsi í samstarfi við Teiknistofu GJ og Ólöfu og Ásdísi Ríkarðsdætur.
Þá verður áfram unnið að verkefnum er varðar uppbyggingu að Teigarhorni og m.a. stefnt á gerð deiliskipulags þar á svæðinu í samvinnu við aðra hagsmunaaðila. Sömuleiðis verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2014. Þá er stefnt á að halda áfram á árinu 2014 rannsóknarvinnu vegna nýtingar á jarðhita sem þegar hefur fundist hefur á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast fyrir okkur sjálf og aðra þá sem heimsækja Djúpavogshrepp.

Sveitarstjórn lítur björtum augum fram á veginn ekki síst í ljósi íbúaþróunar þar sem kraftmikið ungt fjölskyldufólk hefur verið að fjárfesta og setjast að á Djúpavogi í auknum mæli á síðustu árum, en hlutfall ungra barna á Djúpavogshreppi er það hæsta í fjórðungnum.

Þótt enn sé brýnt að bæta úr þá hefur dregið úr atvinnuleysi m.a. með aðgerðum og verkefnum sem sveitarfélagið hefur haft forgöngu um. Skráðir atvinnulausir á svæðinu hafa ekki verið jafn fáir um langan tíma.

Sveitarstjórn er sammála að með margvíslegum hagræðingaraðgerðum, auk þess að nýta ýmis sóknarfæri á síðustu misserum hafi umtalsverður árangur náðst í rekstri sveitarfélagsins, ekki síst ef litið er til þess erfiða rekstarumhverfis sem sveitarfélög almennt hafa glímt við á síðustu árum.
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Ákvörðun um útsvarsprósentu 2014

Samþykkt samhljóða að útsvarshlutfall verði 14,52% árið 2014 með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum. Um er að ræða endurskoðun á ákvörðun frá fundi sveitarstjórnar 14. nóvember sem er til komin vegna tilkynningar frá Innanríkisráðuneytinu um fyrirhugaðar breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

3. Fundargerðir

a) HNN, dags. 29. nóvember 2013.
Liður 1, breytingar á gjaldskrá, staðfestur.
Liður 2, merki í innsiglingu í smábátahöfn, staðfestur.
b) SBU, dags. 6. des. 2013.
c) Haust, dags. 13. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 21. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
e) SSA, dags. 31. október 2013. Lögð fram til kynningar.
f) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
g) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
h) Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 4. október 2013. Lögð fram til kynningar.

4. Erindi og bréf

a) Karlakórinn Trausti, styrkbeiðni dags. 11. des. 2013. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
b) Tónleikafélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 6. desember Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
c) Hammondhátíð Djúpavogs, dags 6. desember 2013. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
d) Skógræktarfélags Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 6. desember 2013. Samþykkt að styrkja Skógræktarfélag Djúpavogs um sömu krónutölu og síðustu ár.
e) Bókasafn Djúpavogs, beiðni um aukið framlag til bókakaupa, dags. 29. nóvember 2013. Samþykkt samhljóða.
f) Umhverfisstofnun, breyting á Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020 – bréf, dags. 27. nóvember 2013. Frestur til athugasemda rennur út þann 18.des. næstk.
g) Seyðisfjarðarkaupstaður, ályktun vegna ferjusiglinga, dags. 21. nóvember 2013.
Djúpavogshreppur styður heilshugar baráttu Seyðfirðinga fyrir núverandi og framtíðar ferjusiglingum milli Íslands og Evrópu. Seyðisfjarðarkaupstaður er eina sveitarfélagið á Austurlandi sem hefur lagt í mikla og sérhæfða uppbyggingu og kostnaðarsamar fjárfestingar er varðar ferjusiglingar. Fulltrúar Djúpavogshrepps hafa ítrekað komið á framfæri stuðningi inn á vettvangi SSA við Seyðfirðinga í þessum efnum og munu gera það áfram meðan þörf krefur.
h) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2013. Upplýsingar um starfsemi nefndarinnar. Lagt fram til kynningar.
i) Fornleifastofnun Íslands, ódags. Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að fara nánar yfir málið með fulltrúum stofnunarinnar.
j) Landgræðsla Ríkisins, styrkbeiðni, dags. 21. nóvember 2013. Samþykkt.
k) UMFÍ, dags. 15. nóvember 2013. Lagt fram til kynningar.

5. Cittaslow

Sveitarstjóri skýrði frá vinnu varðandi mótun á reglum fyrir Cittaslow. Stefnt að því að klára vinnu við nýjar reglur fyrir áramót og staðfesta þær í síðasta lagi á næsta fundi sveitarstjórnar.

6. Dagvistarrými fyrir aldraða

Enn hefur ekki borist staðfesting frá Velferðarráðuneytinu vegna dagvistarrýma fyrir aldraða. Sveitarstjórn undrast þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir. Ákveðið að efna til formlegrar vígslu á nýrri félagsmiðstöð að Markarlandi 2 fyrir jól. Dagsetning verður fundin í samráði við félag eldri borgara og auglýst á næstu dögum.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Hreindýraarður. Sveitarstjóri gerði grein fyrir hreindýraarði Djúpavogshrepps vegna 2013.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýja trébryggju í Djúpavogshöfn.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir uppgjöri við Hellu- og varmalagnir vegna bryggjuframkvæmda.
d) Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundarferð sem áætluð er til Reykjavíkur í næstu viku.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

13.12.2013

14. nóvember 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.11.2013

41. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 16:00. 

Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Irene Meslo, Sóley Dögg Birgisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að liður 8. í fundargerð yrði tekin á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2014. Heimild til hámarksútsvars er 14,48%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2014.
b) Gjaldskrár 2014 til fyrri umræðu. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2014. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2014. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2014. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2014. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2014. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur. 12,6.m. Til að ná tilvitn. rekstarniðurstöðu þarf m.a. sala á eignum og frekari hagræðingaraðgerðir í rekstri að ganga eftir. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2014. Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 12. desember kl. 16:00.

2. Fundargerðir

a) FMA, dags. 24. október 2013. Lögð fram til kynningar.
b) SBU, dags. 25. október 2013.
Liður 1. Byggingarleyfisumsókn v/ geymslu á lóðinni við Hraun 5. Staðfest.
c) FJN, dags. 4. nóvember 2013.
Liður 1. Málefni leik- og tónskóla.
Leikskóli. Sveitastjórn staðfestir að börn verði tekin inn 11 mánaða og áfram stefnt að því að ekki sé biðlisti við leikskólann.
Tónskóli. Skólanefnd mælir með því að á nýrri önn verði ekki fleiri nemendum bætt við. Staðfest.
Skólanefnd leggur til að frá og með næsta hausti verði börnum í 1.-3. bekk boðið upp á hálft nám. Sveitarstjóra falið í samráði við skólastjóra að koma umræddri breytingu í framkvæmd um áramót.
Liður 2. Gjaldskrá Djúpavogsskóla.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra að endurskoða og samræma gjaldskrá Djúpavogsskóla. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) HAUST, dags. 13. október 2013. Lögð fram til kynningar.
e) Aðalfundur SKAUST, dags. 12. nóvember 2013. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 18. október 2013. Lögð fram til kynningar.
g) SÍS, dags. föstudaginn 25. október 2013. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Skólastjóri Djúpavogsskóla, húsnæðismál Djúpavogsskóla, dags. 25. október 2013.
Fram kemur í bréfi skólastjóra að nemendum í Djúpavogsskóla muni fjölga um 30% á næstu 3 árum að öllu óbreyttu og við því verði að bregðast hvað húsnæði varðar. Sveitarstjórn þakkar skólastjóra greinargott bréf og telur mikilvægt að láta greina nánar stöðu og þörf Djúpavogsskóla í húsnæðismálum í ljósi fjölgunar nemenda sem og í ljósi þeirra krafna sem almennt eru gerðar til skólamannvirkja í dag. Sveitarstjórn leggur því til á þessu stigi máls að skipaður verði starfshópur sem taki húsnæðismál Djúpavogsskóla til umfjöllunar. Starfshópurinn hafi það markmið að greina stöðu og þörf Djúpavogsskóla í húsnæðismálum og skal í framhaldi af úttekt skila tillögum til sveitarstjórnar. Starfshópurinn skal leitast við að sýna fram á hvernig kröfum varðandi húsnæðismál Djúpavogsskóla verði mætt með sem bestum hætti til lengri tíma litið. Starfshópurinn verði skipaður eftirtöldum, sveitarstjóra, skólastjóra, form. fræðslunefndar, fulltrúi kennara, fulltrúa foreldra. Sveitarstjóri boðar til funda. Sveitarstjórn er sammála um að starfshópurinn skili tillögum til úrbóta í síðasta lagi fyrir lok mars 2014.
b) UÍA, framlög til starfsemi UÍA árið 2013, dags. 21. október 2013.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja UÍA á árinu 2013.
c) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjármál sveitarfélaga, dags. 23. október 2013. Lagt fram til kynningar.
d) Mannvirkjastofnun, gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa, 30. október 2013. Lagt fram til kynningar.
e) Stígamót, um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2014, dags. 20. október 2014. Styrkbeiðni hafnað.
f) Snorrasjóður, stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2014, dags. 4. nóvember 2013. Styrkbeiðni hafnað.

4. Atvinnuþróunarsjóður Austurlands
Sveitarstjóri kynnti drög að stofnsamningi fyrir nýjan Atvinnuþróunarsjóð fyrir Austurland. Sveitarstjórn samþykkir aðild sveitarfélagsins að nýjum sjóði og felur sveitarstjóra að staðfesta aðild.

5. Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Sveitarstjórn samþykkir að Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2013. Sóley Dögg Birgisdóttir til vara.

6. Safnahúsið á Egilsstöðum
Sveitarstjóri kynnti tillögur Fljótsdalshéraðs varðandi breytingu á eignarhaldi Safnahússins á Egilsstöðum. Sveitarstjóra heimilað að afgreiða málið fyrir hönd Djúpavogshrepps í samræmi við tillögurnar á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austurlands 21. nóvember 2013.

7. Cittaslow
Farið yfir drög að reglum er varða Cittaslow. Sveitarstjórn sammála um að endanlegar reglur verði staðfestar á næsta fundi sveitarstjórnar. 

8. Málefni Kvennasmiðjunnar
Á aðalfundi Kvennasmiðjunnar ehf. 29. ágúst 2013 var óskað eftir því að haldinn verði sérstakur hluthafafundur vegna tillagna frá hluthöfum. Andrési Skúlasyni falið að fara með hlut Djúpavogshrepps á fundinum sem boðaður verður fljótlega.

9. Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði
Oddviti gerði grein fyrir samtölum við fulltrúa Tálknafjarðarhrepps og framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða er varðar vinnu við svokallaða nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Starfsstöðvar Austurbúar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindi sem hann sendi stjórn Austurbrúar varðandi starfsstöðvar stofnunarinnar.
b) Atvinnumálaráðstefna. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir ráðstefnunni Auðlindin Austurland sem haldin var á Hallormsstað 6. og 7. nóvember sl.
c) Golfklúbbur Djúpavogs. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi við Golfklúbb Djúpavogs en starfsemi klúbbsins á Hamarsvelli hefur verið lögð niður.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við húsnæði og frágang lóðar við hús fyrir félagsstarf eldri borgara.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir málum er varða nýja félagsaðstöðu fyrir unglinga.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18.40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

15.11.2013

17. október 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.10.2013

40. fundur 2010 – 2014

 

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17. október 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Sóley Dögg Birgisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að bæta við lið 3d. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2014. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi fjárhagsáætlun 2014.

I. Unnið hefur verið undanfarið með forstöðumönnum stofnana og launafulltrúa að yfirferð á launaliðum. Ljóst er að launakostnaður hefur farið vaxandi samhliða fjölgun nemenda í Djúpavogsskóla. Á þetta einkum við um leik- og tónskóla. Ljóst er að taka verður afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti megi hagræða innan skólans með tilliti til launakostnaðar, gjaldskrár o.fl. Fræðslu- og jafnréttisnefnd falið, í samráði við skólastjóra og launafulltrúa, að gera tillögur þar um fyrir 1. nóvember nk.

II. Fjárfestingar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum 2014 miðað við gildandi 3 ára áætlun. Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna frekar að fjárfestingartillögum ársins 2014 fyrir 1. nóvember nk.

b) Viðauki við fjárhagsáætlun 2013. Tilfærslur og breyting á rekstrarútgjöldum og fjárfestingu:

I. Sala á fasteignum B hluta fyrirtækisins Nordic Factory ehf.
Í upphaflegri fjárhagsáætlun 2013 var gert ráð fyrir að sölu á fasteignum Nordic Factory ehf., að fjárhæð 25.217.000 kr. Nú er fyrirséð að ekki verður af sölu umræddrar eignar á fjárhagsárinu 2013 og því er ekki gert ráð fyrir þessum fjármunum á árinu 2013.
Áhrif: Tekjur af sölu eigna í fjárfestingaráætlun ársins lækka um 25.217.000 kr. og koma til lækkunar á handbæru fé.
II. Fjárfesting í félagsaðstöðu eldri borgara að Markarlandi 2
Í upphaflegri fjárhagsáætlun 2013 var gert ráð fyrir fjárfestingu vegna félagsaðstöðu eldri borgara í fasteigninni að Markarlandi 2, að fjárhæð 6.000.000 kr. Nú er fyrirséð að framkvæmdakostnaður verður umtalsvert hærri og er nú gert ráð fyrir að hann muni nema 15.000.000 kr. á árinu 2013.
Áhrif: Fjárfestingaáætlun 2013 hækkar um 9.000.000 kr. og koma til lækkunar á handbæru fé og með viðbótar lántöku.
III. Launakostnaður í fræðslumálum - leikskóli
Í upphaflegri fjárhagsáætlun 2013 var gert ráð fyrir launakostnaði í leikskóla að fjárhæð 33.724.000 kr. Nú er fyrirséð að launakostaður verður hærri og skýrist það af fjölgun barna umfram áætlun sem leitt hefur af sér aukin kostnað við starfsfólk. Því er gert ráð fyrir að kostnaður við laun og tengd gjöld vegna leikskóla nemi 45.724.000 kr. á árinu 2013.
Áhrif: Launakostnaður við málaflokk 04, fræðslu- uppeldismál, hækkar um 12.000.000 kr. á milli ára og koma rekstraráhrif til lækkunar á afkomu ársins.

Heildaráhrif viðauka
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð 39.000.000 kr. sem mætt verður annars vegar með nýting á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða og hins vegar með viðbótarlántöku.
Rekstrargjöld munu hækka nettó um 12.000.000 kr. og koma rekstararáhrif til lækkunar á afkomu ársins.
Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins.
Viðauki við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir árið 2013 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2. Fundargerðir

a) Brunavarnir á Austurlandi, dags. 27. september 2013. Lögð fram til kynningar.
b) AsAust, dags. 8. október 2013. Lögð fram til kynningar.
c) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. september 2013. Lögð fram til kynningar.
d) Cruise Iceland, dags. 1. október 2013. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Innanríkisráðuneytið, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, dags. 18. september 2013. Lagt fram til kynningar.
b) Fjárlaganefnd alþingis, fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd, dags. 26. september 2013. Lagt fram til kynningar.
c) Landsbyggðin lifi, umsókn um styrk, dags. 2. október 2013. Styrkbeiðni hafnað.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Samkvæmt bréfi ráðuneytisins fékk Djúpavogshreppur úthlutað 99 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2013-2014. Sveitarstjórn sammála um að víkja ekki frá reglum ráðuneytisins.

4. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 að því tekur til breyttrar legu Axarvegar (veglínu G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, breyttrar legu hringvegar um Berufjarðarbotn milli stöðva 21070 og 17200, og staðsetningar níu nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar.Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 15. ágúst sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 20. ágúst sl. Engar ábendingar bárust.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda breytingartillöguna dags. 20. maí 2013/uppfært 10. október 2013 til umsagnar og eftirfylgni eftirfarandi stofnana:
Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Sveitarstjórn samþykkir að stefnt skuli að auglýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar 6. nóvember 2013 og er óskað eftir athugasemdum ofangreindra stofnana fyrir þann tíma ef einhverjar eru, ellegar á auglýsingartíma.

5. Staða hjúkrunarfræðings.

Sveitarstjóri og oddviti skýrðu frá samskiptum við HSA og heilbrigðiráðuneyti varðandi stöðu hjúkrunarfræðings á Djúpavogi en viðurkenning fékkst á þeirri stöðu til af hálfu heilbrigðisyfirvalda á síðastliðnu ári. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur nú staðfest að hjúkrunarfræðingurinn Berta Sæmundsdóttir hefur verið ráðinn frá og með 1.des. nk. með aðsetur á Djúpavogi. Ljóst er að með ráðningu hjúkrunarfræðings, auk nýráðins læknis hefur heilbrigðisþjónusta verið styrkt mjög í Djúpavogslæknishéraði. Ljóst er að staða hjúkrunarfræðings mun koma sér mjög vel er varðar þjónustu við elstu og yngstu íbúa sveitarfélagsins sem er sérstakt fagnaðarefni, en starfsvið hjúkrunarfræðingsins verður helst ungbarnavernd, skólahjúkrun og heimahjúkrun á Djúpavogi og í Breiðdal. Auk þessa mun hjúkrunarfræðingur verða með viðveru á skiptistofu til að taka á móti sjúklingum í eftirlit og sárameðferð.
Sveitastjórn fagnar þeim árangri sem náðst hefur með bættri heilbrigðisþjónstu í Djúpavogslæknishéraði.

6. Ályktanir Aðalfundar SSA

Lagðar fram til kynningar.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir – sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmd við smábátahöfn og við félagsaðstöðu eldri borgara að Markarlandi 2.
b) Fundir í RVK. – sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum í tengslum við Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var 3 - 4 okt. í Reykjavík.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

 

18.10.2013

26. september 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 26.09.2013

39. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Árshlutauppgjör. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins eftir fyrstu 8 mánuði árins. Sveitarstjóra falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun sem lagður verður fyrir næsta fund sveitarstjórnar í október.
b) Fjárhagsáætlun 2014. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014. Stefnt er að því að fjárhagsáætlun verði tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í nóvember.

2. Fundargerðir

a) LBN, dags. 30. ágúst 2013. Liður 1, gangnaboð, staðfest.
b) SBU, dags. 16. september 2013. Lögð fram til kynningar.
c) AsAust, dags. 20. ágúst 2013. Lögð fram til kynningar.
d) SASSA, dags. 20. ágúst 2013. Lögð fram til kynningar.
e) HAUST, dags. 2. september 2013. Lögð fram til kynningar.
f) SSA, dags. 12. september 2013. Lögð fram til kynningar.
g) SSA, dags. 14. september 2013. Lögð fram til kynningar.
h) Brunavarnir á Austurlandi. dags. 6. september 2013. Lögð fram til kynningar.
i) SÍS, dags. 13. september 2013. Lögð fram til kynningar.

3. Heilbrigðismál

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stöðu læknis við Djúpavogslæknishérað en Þórarinn Baldursson mun taka við starfinu í byrjun október og verða með aðsetur á Djúpavogi. Sveitarstjórn lýsir yfir sérstakri ánægju með þessa niðurstöðu en fulltrúar sveitarfélagsins hafa um langt skeið lagt þunga áherslu á það við heilbrigðisyfirvöld að verja stöðu læknishéraðsins á Djúpavogi.
Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú hafi tekist að manna stöðu læknis í Djúpavogslæknishéraði og er Þórarinn boðinn velkominn til starfa á Djúpavogi.

4. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 2013. 

Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir Aðalfundi SSA sem fram fór í Fjarðabyggð 13. og 14. september síðastliðnum.

5. Teigarhorn, staða mála- skýrsla landvarðar – vinna við verndaráætlun

Oddviti fór yfir hvernig til hefði tekist þetta fyrsta sumar sem Djúpavogshreppur hefur umsjón með jörðinni Teigarhorni. Kom fram í máli hans að vel hafi tekist til og samstarf við alla hagsmunaaðila hafi verið mjög gott. Djúpavogshrepppur hefur þegar unnið mikið hreinsunarstarf á svæðinu og komið að slætti og snyrtingu og fl. verkefnum innan jarðarinnar. Oddviti kom inn á árangursríkt og gott starf landvarðar síðastliðið sumar og lagði því til staðfestingar fram skýrslu Brynju Davíðsdóttur landvarðar sem hún skilaði inn til Umhverfisstofnunar og Djúpavogshrepps nú í haust. Skýrslan er mikil að vexti og öll hin vandaðasta en þar er fjallað um málefni er varðar náttúru og menningarminjar, ferðamennsku á svæðinu, húsakost, hvar aðkallandi er að bæta úr og fl. Þessi gögn landvarðar munu meðal annars nýtast stjórn fólkvangsins vel við gerð verndaráætlunar sem nú stendur yfir. Oddviti og formaður stjórnar fólkvangsins gerði undir þessum lið grein fyrir þeirri vinnu sem þegar er komin af stað er varðar gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir Teigarhorn.
Í stjórn fólkvangsins á Teigarhorni sitja Andrés Skúlason form. F.h. DPV., Ólafur A Jónsson sviðstj. f.h. Umhverfisstofnunar, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður f.h. Þjóðminjasafnsins og Kristján Jónsson jarðfr. frá Náttúrufræðistofnun.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Framkvæmdir við nýja smábátabryggju í Djúpavogshöfn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
b) Félagsaðstaða heldri borgara. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
c) Gatnaframkvæmdir. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í Hrauni.
d) Húsverndarverkefni – Faktorshús og fl.
e) Cittaslow – sveitarstjóri gerði grein fyrir dagskrá í tenglsum við Cittaslowsunnudag sem haldinn verður þann 29.sept. í Löngubúð.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:10.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

27.09.2013

22. ágúst 2013 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 22.08.2013

4. aukafundur 2010 – 2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 22. ágúst 2013 kl. 16:00.  Fundarstaður:  Geysir. Mættir, Andrés Skúlason, Sóley Birgisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo og Albert Jensson.  Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð .Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 er varðar breytta legu Axarvegar (veglínu G) milli Háubrekku og Reiðeyrar, staðsetningu nýrra T-vegamóta Hringvegar (1) um Berufjarðarbotn og staðsetningu átta nýrra efnistökusvæða í landi Berufjarðar, ásamt umhverfisskýrslu.

Tillaga að breytingunni var kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu 15. ágúst sl., sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var hún aðgengileg á vef Djúpavogshrepps (www.djupivogur.is) og á skrifstofu sveitarfélagsins. Frestur til ábendinga rann út 20. ágúst sl. Engar ábendingar bárust.

Sveitarstjórn er samþykk breytingunni og felur sveitarstjóra að óska eftir heilmild Skipulagsstofnunar til auglýsingar á breytingunni sbr. 3.mgr.30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

2.    Fundargerðir

a)    HNN, dags. 5. júlí 2013. Liður 1 í fundargerð staðfestur af sveitarstjórn.
b)    Fræðslunefnd 16. júlí.2013. Liður.1 Sveitarstjórn sammála um að umræða um framtíðarlausn á húsnæðismálum Djúpavogsskóla verði tekin upp samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Liður 5. Sveitarstjóra falið að taka til skoðunar ráðningu aðstoðarskólastjóra við Djúpavogsskóla í samráði við skólastjóra. Liður 6. Nýjar reglur tónskólans lagðar fyrir og samþykktar samhljóða. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.  
c)    Cruise Iceland, dags. 8. maí 2013. Til kynningar
d)    Ársfundur Menningarráðs Austurlands, dags. 14. maí 2013. Til kynningar
e)    Félagsmálanefnd, 24. júní 2013. Til kynningar
f)    HAUST, dags. 27. júní 2013.  Til kynningar
g)    SÍS, dags. 28. júní 2013.  Til kynningar
h)    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. júlí 2013. Til kynningar
i)    SSA, dags. 9. ágúst 2013. Til kynningar
j)    Félagsmálanefnd, 19. ágúst 2013.  Til kynningar
k)    SSKS, dags. 19. ágúst 2013.  Til kynningar

3.    Gatnagerð

Stefnt er að því innan nokkra vikna að hefjast handa við jarðvegsskipti og endurnýjun á lögnum í götunni Hrauni. Samið hefur verið við SG vélar um verkið.
Með þessu móti er ekkert því til fyrirstöðu að gatan verði malbikuð sumarið 2014. Íbúum við götuna verður tilkynnt með fyrirvara um framkvæmdina.

4.    Erindi og bréf

a)    Hagsmunasamtök heimilanna, stöðvun nauðungarsala án dómsúrskurðar. Lagt fram til kynningar.
b)    Innanríkisráðuneytið, þjónusta við hælisleitendur, dags. 10 júlí 2013. Lagt fram til kynningar.
c)    SSA, Menningarverðlaun SSA 2013, dags. 11. júlí 2013. Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við erindinu.
d)    Umhverfisstofnun, lýsing – með breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 – Umsögn, dags. 8. ágúst 2013.
e)    Veiðimálastofnun lýsing – með breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 – Umsögn, dags. 22. ágúst 2013.


5.     Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Sveinn Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn íþrótta-og æskulýðsfulltrúi til Djúpavogshrepps og hefur hann þegar tekið til starfa. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðin er einstaklingur til starfans í Djúpavogshreppi og eru bundnar vonir við að ráðning þessi muni styrkja enn betur en orðið er barna og unglingastarf í sveitarfélaginu.  Djúpavogshreppur hefur á síðustu árum lagt mjög mikið af mörkum að byggja upp fjölskyldumiðað samfélag, ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er einn þáttur í að styrkja þá stefnu enn frekar. Sveitarstjórn f.h. Djúpavogshrepps býður Svein og fjölskyldu velkomin til Djúpavogs.  Frekari kynning á starfi- og starfsmanni verður birt nánar á heimasíðu sveitarfélagsins í næstu viku.

6.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Bryggjusmíði. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi smíði trébryggju í Djúpavogshöfn. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist að nýju sem fyrst í samráði við Siglingastofnun og heimamenn.
b)    Starfsmannamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu varðandi starfsmannamál hjá sveitarfélaginu.
c)    Búlandsdalur. Sveitarfélagið fékk framlag úr Styrkvegasjóði til áframhaldandi lagfæringa á veginum inn í Búlandsdal. Með framkvæmd þessari verður aðgengi enn betra en orðið er að Búlandsdal. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist sem fyrst.Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

23.08.2013

25. júní 2013 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 25.06.2013

3. aukafundur 2010 – 2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 25. júní 2013 kl. 16:00.  Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir  og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að liður 3 yrði tekin á dagskrá samþykkt samhljóða.  

Dagskrá:

1.    Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps  
Sveitarstjóri lagði fram til síðari umræðu nýjar samþykktir um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps. Að lokinni umfjöllun voru tillögurnar bornar upp og samþykktar samhljóða og í framhaldi af því settu fundarmenn upphafsstafi sína undir skjalið.  Sveitarstjóra falið að koma samþykktinni til staðfestingar ráðherra og síðan til birtingar í Stjórnartíðindum.

2.    Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.
 Þar sem engar ábendingar höfðu borist áður en frestur rann út þann 10. júní síðastl. vegna breyttrar legu Axarvegar ( Háubrekka að Reiðeyri) samþykkir sveitarstjórn lýsingu með breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og felur sveitarstjóra að senda hana til umsagnar og eftirfylgni til eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Veiðimálastofnun.

3.    Fræðslu – og jafnréttisnefnd
1. Skóladagatal staðfest.
Sveitarstjóra og skólastjóra falið að vinna að húsnæðismálum leikskólans og vinna sömuleiðis að frágangi ráðningarmála hjá Djúpavogsskóla.
2. Sveitarstjóra falið að kanna kjörgengi nefndarmanna í fræðslunefnd í samráði við lögfræðisvið SÍS. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

26.06.2013

13. júní 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 13.06.2013

38. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:


1.    Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps

Sveitarstjóri lagði fram drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps til fyrri umræðu. Samþykkt að taka til seinni umræðu á aukafundi í júní.

2.    Fundargerðir

a)    SSA, dags. 23. maí 2013.
b)    Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 17. maí 2013.
c)    Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 31.05.2013
d)    Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands, dags. 10. júní 2013.
e)    Haust, dags. 29. maí 2013
f)    Hafnasamband Íslands, dags. 8. maí 2013.
g)    Hafnasamband Íslands, dags. 24. maí 2013.
h)    SÍS, dags. 31. maí 2013.

3.    Erindi og bréf

a)    Brunavarnir á Austurlandi, brunavarnaáætlun, dags. 7. júní 2013. Sveitarstjóra falin afgreiðsla málsins.
b)    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dagur íslenskrar náttúru, dags. 21. maí 2013. Lagt fram til kynningar.
c)    Sigurður Gunnarsson, hálendisvegur, dags. 21. maí 2013. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur að meðan ekki hefur enn verið lokið lagningu slitlags á fjölförnum vegaköflum í fjórðungnum og viðhaldi vega og nýframkvæmdum á stofn og tengivegum er enn mjög ábótavant, þá er það mat sveitarstjórnar að engar forsendur séu til að kalla eftir umræddum hálendisvegi á þessu stigi, þrátt fyrir hugmyndir um einkaframkvæmd. Sveitarfélagið liggur heldur ekki með lausa fjármuni til að styrkja fyrirhugaðan hálendisveg eins og farið er á leit við, enda nóg af öðrum og brýnari verkefnum að taka sem standa sveitarfélaginu nær. Ljóst má vera að ef sveitarfélög á Austurlandi færu nú að leggja kapp á stuðning við nýjan hálendisveg þá væri sá gjörningur til þess eins fallin að draga athyglina frá öðrum og brýnari verkefnum sem liggja óleyst á borði samgönguyfirvalda á svæðinu. Sveitarstjórn Djúpavogshrrepps  telur hinsvegar eðlilegt að lagning hálendisvegar verði tekin til alvarlegrar skoðunar þegar brýnni verkefnum hefur verið lokið á svæðinu.
d)    Hagsmunasamtök heimilanna, stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar, dags. 24. maí 2013. Lagt fram til kynningar.
e)    Alda, húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök, ódags. Lagt fram til kynningar.
f)    SÍS, nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013, dags. 30. maí 2013. Lagt fram til kynningar.

4.    Félagsþjónustan

Sveitarstjóri lagði fram nýjar reglur, gjaldskrár og samþykktir frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Samþykktar samhljóða.

5.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Framkvæmdir við nýja smábátabryggju í Djúpavogshöfn. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
b)    Félagsaðstaða fyrir eldri borgara. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
c)    Teigarhorn. Sveitarstjóri og oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Teigarhorn.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:10.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

14.06.2013

14. maí 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  14. 05. 2013

37. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn. 14. maí 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Irene Meslo og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að bæta lið f. á dagskrá. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2012, síðari umræða.            .

Helstu niðurstöður ársreiknings 2012 eru, í þús. króna:

Rekstur A og B hluta    
    
Rekstrartekjur ..............................        408.571
Rekstrargjöld ...............................        (358.277)
Afkoma fyrir fjármagnsliði .............        50.294
Fjármagnsliðir .............................        (38.960)
Tekjuskattur .................................        288
Rekstrarniðurstaða .......................        11.622

Rekstur A hluta    
    
Rekstrartekjur ..............................        346.352
Rekstrargjöld ...............................        (329.535)
Afkoma fyrir fjármagnsliði .............        16.817
Fjármagnsliðir ..............................        (34.335)
Rekstrarniðurstaða ......................        (17.518)

Eignir A og B hluta    
    
Varanlegir rekstrarfjármunir .............    554.038
Áhættufjármunir og langtímakröfur ...    40.612
Óinnheimtar skatttekjur ....................    12.337
Aðrar skammtímakröfur ....................    14.942
Handbært fé ........................................    38.173
Eignir samtals ....................................    660.101
    
Eignir A hluta    
        
Varanlegir rekstrarfjármunir .............    391.153
Áhættufjármunir og langtímakröfur ...    63.112
Óinnheimtar skatttekjur ....................    12.337
Aðrar skammtímakröfur ....................    17.758
Handbært fé ........................................    37.786
Eignir samtals ....................................    522.146
        
Eigið fé og skuldir A og B hluta    
        
Eiginfjárreikningar .............................    173.270
Skuldbindingar ...................................    4.448
Langtímaskuldir .................................    385.046
Skammtímaskuldir ............................    97.338
Eigið fé og skuldir samtals ...................  660.101
        
Eigið fé og skuldir A hluta    
    
Eiginfjárreikningar .............................    66.924
Langtímaskuldir .................................    327.886
Skammtímaskuldir ............................    127.337
Eigið fé og skuldir samtals .................    522.146

Sveitarstjórn telur að mjög góður árangur hafi náðst síðustu ár í fjármálum Djúpavogshrepps við annars erfiðar aðstæður, en skuldahlutfall sveitarfélagsins hefur síðustu þrjú ár færst frá 190% niður í 119% í dag sem hlýtur að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Á síðasta ári tók sveitarsjóður engin ný lán þrátt fyrir ýmsar fjárfrekar framkvæmdir sbr. gatnagerð. Þá hefur þjónustustigi almennt verið haldið á mjög góðu róli að mati sveitarstjórnar og um þessar mundir er unnið að því að bæta sérstaklega úr þjónustu er varðar eldri íbúa á svæðinu með uppbyggingu félagsaðstöðu og fl. Þá er sömuleiðis stefnt að enn bættri þjónustu við ungt fjölskyldufólk með ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Unnið verður að jarðvegskiptum í einni götu á árinu þ.e. í Hrauni.  Sveitarstjórn fagnar því þeirri stöðu sem náðst hefur í fjármálum sveitarfélagsins og telur viðeigandi að þakka sveitarstjóra sérstaklega hlut hans í þeim árangri sem náðst hefur. Sveitarstjórn er sem áður sömuleiðis meðvituð um að áfram þarf að gæta aðhalds í rekstri.

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn

2.    Stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps
Sveitarstjóri kynnti drög að samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps. Samþykkt að vinna áfram að málinu og leggja fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í byrjun júní.

3.    Gjaldskrá fyrir byggingarleyfisgjöld
Sveitarstjóri kynnti nýja samþykkt um byggingarleyfisgjöld. Samþykkt samhljóða.

4.    Fundargerðir

a)    SSA, dags. 23. apríl 2013.
b)    StarfA, dags. 15. febrúar 2013.
c)    StarfA, dags. 22. apríl 2013.
d)    Hafnasamband Íslands, dags. 8. apríl 2013.
e)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2013.
f)    Fundargerð FMA dags.23.apríl.2013.
Liður 6. Styrkur vegna app leiðsagnarkerfis samþykktur
Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Starfsmannamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á starfsmannahaldi í Þjónustumiðstöð og stöðu mála varðandi ráðningu nýs æskulýðs- og íþróttafulltrúa.
b)    Hafnarframkvæmdir. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við nýja smábátabyggju og opnum kynningarfundi sem haldinn var 3. maí.
c)    Vogur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum í Vogi, nýrri félagsaðstöðu eldri borgara á Djúpavogi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:50.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

15.05.2013

18. apríl 2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 18.04.2013

36. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 18. apríl 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.
Oddviti óskaði eftir að taka fyrir fundargerð SBU sjá lið 2b, samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni
a)    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2012. Fyrri umræða. Magnús Jónsson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu og þá verða helstu lykiltölur færðar inn. Undir þessum lið sat Ólafur Björnsson, launafulltrúi.

2.    Fundargerðir
a)    LBN, dags. 13. apríl 2013.
Liður 1, minkaveiðar. Staðfest.
Liður 2, refaveiðar. Samþykkt að auka fé til refaveiða um 500 þúsund. Staðfest.
Liður 4, upprekstrarsamningur. Staðfest með þremur atkvæðum (Albert Jensson og Sigurður Ágúst Jónsson sátu hjá).  Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b)    Fundargerð SBU 18.04.2013.  Staðfest
c)    HAUST, dags. 20. mars 2013. Lögð fram til kynningar.
d)    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2013. Lögð fram til kynningar.
e)    Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. apríl 2013. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf
a)    Ungmennafélag Íslands, ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, dags. 2. apríl 2013. Lagt fram til kynningar.
b)    Rauði Krossinn, Djúpavogsdeild, dags. 25. mars 2013. Styrkbeiðni. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.  

4.    Sóknaráætlun sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar. 

5.    Skýrsla sveitarstjóra
a)    Cittaslow. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þátttöku sveitarfélagsins í Cittaslow. Fyrir liggur að halda kynningarfund með ferða- og menningarmálanefnd, fyrirtækjum og íbúum í framhaldinu.
b)    Teigarhorn.  Oddviti gerði grein fyrir þeirri ánægjulegu niðurstöðu mála að Djúpavogshreppi hefur nú verið falin umsjá og eftirlit með jörðinni Teigarhorni en jörðin var formlega afhent til umsjár við athöfn í Umhverfisráðuneytinu þann 15. apríl síðastl.  
Náttúruvætti hefur verið stækkað á jörðinni og stofnaður friðlýstur fólkvangur.  Markmiðið með friðlýstum fólkvangi er  að tryggja útivistarsvæði í fögru umhverfi þar sem gestum gefst tækifæri á að kynnast sérstakri náttúru svæðisins og sögu jarðarinnar Teigarhorns. Sveitarstjórn sammála um að skipa Andrés Skúlason fulltrúa í stjórn fólkvangs Teigarhorns en stjórn fólkvangsins sem er skipuð fulltrúm frá umhverfisstofnun, náttúrufræðistofnun og þjóðminjasafni skal vera ráðgefandi fyrir stefnumörkun um fólkvanginn sbr.auglýsingu þar um.  Formaður stjórnar er fulltrúi Dpv. Málefni Teigarhorns verða kynnt frekar á næstu vikum.
c)    Ríkarðssafn – greint frá skipan stjórn Ríkarðshúss og fyrsta formlega fundar í Rvk í liðinni viku.  Í stjórn Ríkarðshúss eiga sæti Ólöf Ríkarðsdóttir, Andrés Skúlason og Þór Vigfússon.
d)    Fundur með landlækni og HSA

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

19.04.2013