Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. desember 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.12.2012

32. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 14. desember 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og  Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir að lið 2b yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2013; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Gjaldskrár 2012.  Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2013 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I.    Fasteignaskattur A                0,625%   
II.    Fasteignaskattur B               1,32%
III.    Fasteignaskattur C             1,65%
IV.    Holræsagjald A                   0,25%
V.    Holræsagjald B                     0,25%
VI.    Holræsagj. dreifbýli             7.500 kr.
VII.    Vatnsgjald A                      0,35%
VIII.    Vatnsgjald B                     0,35%
IX.    Aukavatnskattur                 37,50 kr./ m³.
X.    Sorphirðugjald                     14.000 kr. pr. íbúð
XI.    Sorpeyðingargjald                12.500 kr. pr. íbúð
XII.    Sorpgjöld, frístundahús       10.000 kr.
XIII.    Lóðaleiga                         1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV.    Fjöldi gjalddaga                  6  

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
    
b)    Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2013. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2013. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði.
Það samþykkt samhljóða og undirritað á fundinum.
d)    Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið. Það síðan undirritað af sveitarstjórn.
e)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2013, síðari umræða, fyrirliggjandi gögn kynnt.
Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):            
*     Skatttekjur A-hluta .........................................    190.470
*     Fjármagnsgjöld aðalsjóðs.................................    15.967             
*     Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, jákvæð...............      16.506        
*     Rekstrarniðurstaða A-hluta, jákvæð .................     12.226
*     Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................      25.972
*     Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......     40.337
*     Afskriftir A og B hluti ....................................       24.182
*     Eignir .............................................................  622.389
*     Langtímaskuldir og skuldbindingar....................   339.915
*     Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.......     92.309
*     Skuldir og skuldbindingar samtals....................    432.224
*     Eigið fé í árslok 2013 .....................................    190.165
*     Veltufé frá rekstri áætlað ................................    55.604
*     Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........    32.000
f)    Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 25.972  þ.
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um þá grunnþjónustu sem byggð hefur verið upp í sveitarfélaginu á undanförnum árum.  Sveitarstjórn er sömuleiðis  sammála um að gætt verði áframhaldandi hagræðingar og aðhalds í rekstri á öllum sviðum auk þess sem kannaðir verði frekari möguleikar til að losa um eignir sem ekki koma við lögbundin verkefni.
Sveitarstjórn hefur tekið ákvörðun um að ráðast í jarðvegsskipti og endurnýjun lagna við götuna Hraun á árinu 2013. Þá verður unnið að næstu skrefum við hönnun fráveitu með það að markmiði að hægt verði að ráðast í umtalsverðar framkvæmdir árið 2014, samhliða jarðvegsskiptum  í Vogalandi.  Að höfðu samráði við Siglingastofnun hefur verið ákveðið að bjóða út nýsmíði á smábátabryggju í byrjun næsta árs, en unnið er að því að breyta teikningum að teknu tilliti til athugasemda sem borist höfðu vegna framkvæmdanna.   Verkefnið felst í að rífa gömlu bryggjuna fyrir þá nýju með það að markmiði að bæta aðstöðu smærri báta í höfninni.  Stefnt er að gagngerum endurbótum á Markarlandi 2 með það fyrir augum að skapa eldri borgurum félagsaðstöðu til framtíðar. Munu þær endurbætur bæði verða innan- og utanhúss og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki sumarið 2013 ásamt framkvæmdum á lóð.  Þá verður unnið áfram að uppbyggingu á Faktorshúsinu eins og verið hefur, en sú framvinda tekur að hluta mið af hve mikil mótframlög kunna að berast.  Hið sama gildir um gömlu kirkjuna.  Áfram verður unnið að hönnun á nýju Ríkarðssafni í samstarfi við Teiknistofu GJ og Ólöfu og Ásdísi Ríkarðsdætur.  Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast fyrir okkur sjálf og aðra þá sem heimsækja Djúpavogshrepp.

Sveitarstjórn lítur björtum augum fram á veginn ekki síst í ljósi jákvæðrar íbúaþróunar þar sem kraftmikið ungt fjölskyldufólk hefur verið að fjárfesta og setjast að á Djúpavogi í auknum mæli á síðustu árum enda hlutfall ungra barna hér  það hæsta í fjórðungnum .  
Þótt enn sé brýnt að bæta úr þá hefur atvinnuleysi farið minnkandi m.a. með aðgerðum og verkefnum sem sveitarfélagið hefur haft forgöngu um og hafa skráðir atvinnulausir á svæðinu ekki verið jafn fáir í mörg herrans ár.

Sveitarstjórn er sammála að með margvíslegum hagræðingaraðgerðum, auk þess að nýta ýmis sóknarfæri á síðustu misserum hafi umtalsverður árangur náðst í rekstri sveitarfélagsins, ekki síst ef litið er til þess erfiða rekstarumhverfis sem sveitarfélög almennt hafa glímt við á síðustu árum.  

Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2.    Fundargerðir

a)    Ferða- menningar- og atvinnumálanefnd, dags. 1. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
b)    Skipulags- byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 22. nóvember Liðir 1a-1f staðfestir. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c)    Ferða- menningar- og atvinnumálanefnd, dags. 12. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Félagsmálanefnd, dags. 10. desember 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 22. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
g)    Aðalfundur Héraðskjalasafns Austfirðinga, dags. 22. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
h)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 30. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
i)     Hafnasamband Íslands, dags. 19. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
j)     Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. nóvember 2012. Lögð fram til kynningar.
k)    Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. nóvember 2012.  Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Karlakórinn Trausti, dags. 13. nóvember 2012. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
b)    Tónlistarfélag Djúpavogs, dags.  Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
c)    Tónleikafélag Djúpavogs, dags. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
d)    Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, dags. 13. nóvember 2012. Styrkbeiðni hafnað.
e)    Skólastjórafélag Austurlands, dags. 14. september 2012. Lagt fram til kynningar.
f)    Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, dags. 28. nóvember 2012. Vísað til SBU.
g)    Deloitte, dags. 3. desember 2012. Lagt fram til kynningar.
h)    Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ódags. Lagt fram til kynningar.
i)     Skógræktarfélag Íslands, dags. 30. nóvember 2012. Lagt fram til kynningar.

4.    Sérstakar húsaleigubætur

Sveitarstjóri kynnti drög að nýjum reglum vegna sérstakra húsaleigubóta. Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

5.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar áframhaldandi rekstur Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

6.    Breyting á lögum um gatnagerðargjöld

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingu á lögum um gatnagerðargjöld, nr. 153/2006, með síðari breytingum.

7.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Hreindýraarður. Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutun hreindýraarðs vegna ársins 2012.
b)    Fundargerðir nefnda. Sveitarstjóri fór yfir nýtt fyrirkomulag varðandi skil á fundargerðum nefnda bæði til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins og til útprentunar.
c)    Suðurferð. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundum í Reykjavík með ráðherrum og embættismönnum flestra ráðuneyta dagana 5.- 7. desember síðastliðinn, auk funda með vegamálastjóra, Guðrúnu Jónsdóttur FAÍ og Argos teiknistofu.
d)    Sóknaráætlanir landshluta. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann og oddviti sóttu á Egilsstöðum þann 12. desember varðandi sóknaráætlun landshluta.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

18.12.2012

3. desember 2012 (aukafundur)

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 03.12.2012

2. aukafundur 2010-2014

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps mánudaginn 3. desember 2012 kl. 12:30. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson  og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

Samþykkt að taka fyrir fundargerð hafnarnefndar 30.11.2012. undir lið 2.

1.    Sala eigna – Helgafell

Hótel Framtíð ehf. hefur boðið kr. 28.000.000 í fasteignina Eyjaland 4 /Helgafell sbr. kauptilboð dags. 26.11.2012.  Tilboðið gildir til og með mánudags 3. desember. Kaupverð verði greitt með peningum við kaupsamning og afhending verði 1.1.2013.  Tilboðsgjafi hafði áður gert tilboð sem var hafnað. Sveitarstjórn hefur kynnt sér áætlanir tilboðsgjafa varðandi nýtingu hússins sem hyggst koma þar upp vinnuaðstöðu fyrir framleiðslu og eftirvinnslu á myndefni auk ferðaþjónustu.
Í ljósi þess að þessar fyrirætlanir falla að þeim skilmálum sem settir voru við auglýsingu eignarinnar samþykkir sveitarstjórn að taka tilboðinu með því skilyrði að afhendingartími verði ekki síðar en 1.4.2013.  Sveitarstjóra falið að kynna tilboðsgjafa niðurstöðuna og ganga frá sölunni í framhaldinu.
Samþykkt samhljóða.    

2.    Fundargerð hafnarnefndar dags. 30.11.2012. Staðfest.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 13:00.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

03.12.2012