Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. september 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 12.09.2012

29. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 12. júlí 2012  kl. 16:00.
Fundarstaður: Langabúð.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Irene Meslö, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Oddviti óskaði eftir að bæta við liðum 2a, 2b, 3d og 3e. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Fjárhagsáætlun 2013. Sveitarstjórn stefnir að því að síðari umræða um fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps verði lokið fyrir lok nóvember. Sveitarstjóra falið að undirbúa gerð fjárhagsáætlunar í samráði við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins.

2.    Fundargerðir

a)    HHN, dags. 31. júlí 2012.
Liður 1. Trébryggja í Djúpavogshöfn. Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b)    SBU, dags. 23. ágúst 2012.
Liður 1a). Steinþór Björnsson v/ frístundahúss í landi Hvannabrekku. Staðfest af sveitarstjórn.
Liður 1b). HT Hús ehf. Umsókn um byggingarleyfi í Hlíð 4. Staðfest af sveitarstjórn.
Liður 1c). Kári Snær Valtingojer, reising smáhýsis að Kambi 10. Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c)    LBN, dags. 21. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    LBN, dags. 28. ágúst 2012. Liður 1, skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur af sveitarstjórn. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
e)    HNN, dags. 31. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Stjórn SSA, dags. 24. ágúst 2012.
Liður 2e), samræming á greiðslum og fyrirkomulagi refaveiða.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í samráðshópi um skipulag refa- og minkaveiða, sem hefur það markmiði að samræma greiðslur til veiðimanna og tilhögun veiðanna. Albert Jensson skipaður fulltrúi sveitarfélagsins.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
g)    Þróunarfélag Austurlands, dags. 30. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
h)    Aðalfundur ÞFA, dags. 30. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.
i)    Samgöngunefnd SSA, dags. 3. september 2012.  Lögð fram til kynningar.
j)    Skipulagsmálanefnd sambandsins, dags. 17. ágúst 2012. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Guðjón Bragason og Lúðvík Gústafsson, umsögn um drög að landsáætlun um úrgang, dags. 18. júlí 2012. Lagt fram til kynningar.
b)    Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði, dags. 24. júlí 2012. Lagt fram til kynningar.
c)    Héraðsskjalasafn, dags. 5. sept. 2012.
d)    Fjárlaganefnd alþingis, fundir sveitarfélaga með fjárlaganefnd 2012, dags. 3. september 2012.
e)    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, frumvarp til náttúruverndarlaga, dags. 3. september 2012.

4.    Sjálfsmat í Djúpavogsskóla, leikskóli og grunnskóli.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með það metnaðarfulla starf sem unnið er í Djúpavogsskóla.
Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.    Málefni Helgafells

Í kjölfar sérstaks kynningarfundar sem sveitarfélagið stóð fyrir með íbúum 60 ára og eldri á Helgafelli þann 9. júlí sl. bárust engar umsóknir um fyrirhugaðar leiguíbúðir. Auglýstur umsóknarfrestur rann út þann 1.sept.sl.  Á tilvitn. kynningarfundi sem hafði verið boðað til með útsendu bréfi til allra íbúa 60 ára og eldri í Djúpavogshreppi, fóru sveitarstjóri og oddviti, ásamt hönnuði breytinga Guðrúni Jónsdóttur FAÍ  yfir teikningar að breytingum sem lágu frammi á húsnæði Helgafells og sveitarfélagið var reiðubúið að ráðast í ef áhugi reyndist fyrir hendi hjá markhópnum.
Það er mat sveitarstjórnar að fenginni þessari niðurstöðu að eldri íbúar kjósi að búa eins lengi og nokkur kostur er í eigin íbúð, með þann stuðning og heimaþjónustu sem sveitarfélögum ber að veita. Segja má að þessi niðurstaða sé í raun í takti við þá þróun sem hefur átt sér stað í öðrum og sambærilegum sveitarfélögum.  Jafnhliða þessari niðurstöðu er ljóst að sveitarfélagið þarf að taka til umræðu aðrar hugmyndir og skipulag er varðar  húsnæði Helgafells.  Sveitarstjórn áréttar því í þessu sambandi mikilvægi þess að finna heildstæða lausn er varðar bæði framtíðarnýtingu á húsnæði Helgafells sem og  lausnir til framtíðar er varðar félagsaðstöðu eldri íbúa í Djúpavogshreppi.  Slík framtíðarsýn verður eðli máls ekki unnin nema í samráði við markhópinn líkt og gert hefur verið fram til þessa.   Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að framgangi og leggja fram hugmyndir á næsta sveitarstjórnarfundi  um næstu skref í málinu.

6.    Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn

Ferða- og menningarmálafulltrúi gerði grein fyrir reynslunni af nýrri upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn að Bakka 3 (Sætúni).

7.    Kjör fulltrúa á aðalfund SSA til 1 árs.

Aðalmenn Andrés Skúlason og Albert Jensson. Til vara Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.

8.    Kjör fulltrúa í félagsmálanefnd

Albert Jensson, fulltrúi í félagsmálanefnd, hefur ákveðið að láta af störfum af persónulegum ástæðum. Ákveðið að fresta kjöri nýs fulltrúa sveitarfélagsins í hans stað.

9.    Drög að ályktunum aðalfundar SSA 2012

Sveitarstjóri kynnti drög að ályktunum að aðalfundi SSA 2012.

10.    Heilbrigðisþjónusta

Fyrir fundinum lá ályktun frá læknaráði HSA um svokallaða læknislausa daga á Vopnafirði og Djúpavogi. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir með læknaráði að slíkar lausnir á rekstarvanda stofnunarinnar séu óásættanlegar, hættulegar og mismuni stórlega íbúum á þjónustusvæðinu hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Sveitarstjórn hvetur heilbrigðisyfirvöld til að snúa þessari öfugþróun við hið bráðasta þannig að íbúar svæðisins búi við ásættanlegt þjónustustig að þessu leytinu til framtíðar.

11.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Framlenging B-gatnagerðargjalds. Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindi sem barst frá sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi framlengingu á ákvæði um B-gatnagerðargjöld en farið var yfir málið á fundi með innanríkisráðherra þann 5. september sl. þar sem ráðherra tók jákvætt í erindið.
b)    Ríkarðssafn. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi Ríkarðssafn.
c)    Gatnagerð. Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýlegum gatnagerðarframkvæmdum í þorpinu.
d)    Fundur með menntamálaráðherra. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með menntamálaráðherra 29. ágúst sl.
e)    Fundur með innanríkisráðherra. Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með innanríkisráðherra 5. september sl.
f)    Samstarf við Þjóðskjalasafn.
g)    Gæsluvöllur, sveitarstjóri gerði grein fyrir nýtingu gæsluvallar í sumar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18.00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.09.2012