Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. júlí 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 12.07.2012
28. fundur 2010 – 2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. júlí 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir í upphafi fundar að taka á dagskrá liði 3d og 7.  Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Sala eigna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fasteignir í eigu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða að auglýsa  húseignina Markarland 2 til sölu. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

2. Fundargerðir

a) SBU, dags. 28. júní 2012.
2d. HT Hús ehf. Egilsstöðum 19.06.2012.  Umsókn um byggingarlóð fyrir einbýlishús að Hlíð 4.  Staðfest af sveitarstjórn.
2e.  Jón Ásberg Salómonsson.  Ódagsett fyrirspurn varðandi endurbætur/endurgerð á Búlandi 9.  Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) SKN, dags. 27. júní 2012. 
1a.  Skóladagatal 2012-2013.  Staðfest af sveitarstjórn.
2b.  Sumarfrí leikskóla.  Staðfest af sveitarstjórn.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. júní 2012.  Lögð fram til kynningar.
d) Hafnasamband Íslands, dags. 20. júní 2012. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Umhverfisráðuneytið, landsáætlun um meðhöndlun úrgangs, dags. Lagt fram til kynningar.
b) Fjárlaganefnd, frumvarp til fjárlaga, dags. 18. júní 2012. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við eftir atvikum.
c) N4, þáttagerð á Austurlandi, dags. 2. júlí 2012. Lagt fram til kynningar.
d) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 10. júlí 2012.  Varðar auglýsingu á starfsleyfisdrögum fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.  Sveitarstjóra og oddvita falið að bregðast við eftir atvikum.

4. Málefni Helgafells

Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir kynningarfundi sem haldinn var þann 9. júlí síðastliðinn með íbúum 60 ára og eldri er varðar breytingar á Helgafelli með leiguíbúðir í huga.
Á fundinum kynntu oddviti, sveitarstjóri og hönnuður breytinga Guðrún Jónsdóttir FAÍ hugmyndir sveitarfélagins og teikningar af íbúðunum ásamt því sem farið var í vettvangsferð.
Gestir kynningarfundarins voru bæði áhugasamir og jákvæðir í garð verkefnisins.
Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þetta úrræði þurfa að hafa sótt um fyrir  1.sept.næstk. og þá í framhaldi mun sveitarstjórn taka afstöðu til þess hvort af framkvæmdum  þessum verður með hliðsjón af eftirpurn. 

5. Áform Fiskeldis Austfjarða ehf.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ehf.
Fyrir liggur að fyrirtækið Fiskeldi Austfjörðum  ehf. hefur keypt rekstur HB Granda hf.  í Berufirði.  Að fyrirtækinu standa aðilar sem hafa reynslu í fiskeldi og frumkvöðlar einnig sem hafa getið sér góðs orðs á öðrum sviðum atvinnulífsins. Tengdir aðilar eru m.a. fyrirtækið Náttúra fiskeldi ehf. sem er með strandeldi í Þorlákshöfn.  
Í bréfi sem Guðmundur Gíslason stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða sendi sveitarstjórn Djúpavogshrepps kemur m.a.  fram að fyrirtækið hyggur á umfangsmikið eldi í Berufirði á næstu árum og hefur að markmiði að fullnýta framleiðsluleyfin innan fárra ára, jafnframt munu þeir óska eftir stækkun leyfa.  Þegar hafa verið settir út 50.000 fiskar í kvíar og til viðbótar verða settir út 150.000 fiskar síðar á þessu ári.  Ráðgert er síðan að setja út eina milljón fiska á næsta ári og tvöfalda síðan þann fjölda árið 2014.  Fiskeldið verður umhverfisvottað og verður á græna markaðnum með framleiðsluna, sem fellur mjög vel að stefnu og ímynd sveitarfélagsins Djúpavogshrepps.  Starfsemi sem þessi kallar á mikil umsvif í landi og starfsmannahald og hafa starfsmenn HB Granda á Djúpavogi þegar verið ráðnir og gera má ráð fyrir fjölgun starfa strax á útmánuðum.  Forsvarsmenn fyrirtækisins eru bjartsýnir á framhaldið enda hefur allt gengið samkvæmt áætlun hingað til. Í bréfinu kemur fram að Fiskeldi Austfjörðum vonast eftir góðu samstarfi við stjórnendur, starfsmenn og íbúa Djúpavogshrepps, hér eftir sem hingað til. Sveitarstjórn fagnar mjög að sjá hin metnaðarfullu áform fyrirtækisins að fiskeldi í Berufirði og væntir því áfram góðs samstarfs við forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ehf.
Sveitarstjórn er þess fullviss að þessi jákvæða innspýting í atvinnumálin sem fyrirhuguð eru á svæðinu eigi eftir að styrkja samfélagið á Djúpavogi í heild mjög mikið á komandi árum. 

6. Gatnaframkvæmdir

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við Hlíð og Brekku. Sveitarstjórn leggur áherslu á að frágangi við gangstéttir og gangstéttarkanta verði lokið sem fyrst.

7. Sumarleyfi sveitarstjórnar

Ákveðið hefur verið að sveitarstjórn taki sér sumarleyfi til 1.sept.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Málefni Austurbrúar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málefnum Austurbrúar.
b) Faktorshúsið.  Sveitarstjóri skýrði frá því að almenningssalerni hefði verið tekið í notkun í austurendanum í kjallara Faktorshússins.  Þess er vænst að aðstaða þessi muni nýtast vel vinnandi aðilum á hafnarsvæðinu sem og ferðafólki.
c) Öxi 2012.  Sveitarstjóri gerð grein fyrir „Öxi 2012 – Göngu- og hlaupahelgi fjölskyldunnar“ sem haldin var nýlega.
d) Staða byggingarfulltrúa.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningi sveitarfélagsins við
Þórhall Pálsson á Fljótsdalshéraði sem felur í sér að hann sinni starfi byggingarfulltrúa Djúpavogshrepps og sitji jafnframt fundi skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar.  Sveitarstjórn væntir að afgreiðsla og önnur umsýsla er varðar byggingartengd mál verði með samningi þessum bæði skilvirkari og faglegri.
e) Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar varðandi vegstæði  við botn Berufjarðar.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir góðum árangri UMF. Neista á móti UÍA um liðna helgi. Sveitarstjórn fagnar því kröftuga og góða starfi  sem UMF. Neisti hefur unnið á liðnum árum og heitir áfram góðum stuðningi við félagið, hér eftir sem hingað til enda er stuðningur við æskulýðs- og íþróttastarf einn af hornsteinum heilbrigðs mannlífs í hverju sveitarfélagi.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.07.2012