Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

12. apríl 2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð 12.04.2012

23. fundur 2010 – 2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. apríl 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð. Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Irene Meslö og Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir og sveitarstjórn samþykkti að bæta við liðum 10, 3e og 3f.
Jafnframt var samþykkt að færa lið 9 fremst í dagskrána.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Yfirdráttarheimild. Sveitarstjórn samþykkir að framlengja yfirdráttarheimild í Sparisjóði Hornafjarðar að upphæð kr. 30.000.000.- Sveitarstjóra falið að ganga frá heimildinni við Sparisjóðinn.

2.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 4. apríl 2012. Sveitarstjórn staðfestir lið 1, umsókn Björgvin Gunnarsson Núpi vegna byggingar á fjósi fyrir geldneyti.
b)    Framkvæmdaráð SSA, dags. 13. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
c)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 15. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
d)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 21. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    B-stofnsjóður í Sláturfélagi Austurlands, dags. 15. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
f)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
g)    Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. mars 2012. Lögð fram til kynningar.
h)    SSA, dags. 27. mars 2012. Lögð fram til kynningar.

3.    Erindi og bréf

a)    Húsafriðunarnefnd 14.mars 2012 - , styrkveitingar vegna gömlu kirkjunnar, Faktorshússins og vegna byggða og húsakönnunar. Sveitarstjórn þakkar styrkveitingarnar sem styðja við  áframhaldandi uppbyggingu og vernd gamalla húsa í sveitarfélaginu.
b)    Sláturfélag Austurlands, fjármögnun kjötvinnslu, dags. 30. mars 2012. Eftir nokkrar umræður þar sem m.a. var farið yfir fyrirliggjandi viðskiptaáætlun var erindi hafnað. Sveitarstjóra falið að kynna hlutaðeigandi þá niðurstöðu.
c)    Menningarráð Austurlands, styrkveiting til stofn og rekstrarstyrkja, dags. 29. mars 2012. Sveitarstjórn þakkar ráðinu framlag til Ríkarðssafns.
d)    Ályktun Búnaðarþings 2012 um tvöfalda búsetu, dags. 2. apríl 2012. Lögð fram til kynningar.
e)    Umhverfisráðuneytið 4. apríl 2012, reglugerð um breytingu á reglugerð um stjórn hreindýraveiða. Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn í samráði við varaoddvita.   
f)    Bílaklúbbur Djúpavogs, ódagsett, umsókn um svæði fyrir motorcrossbraut.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða leyfi til B.K.D. til að vinna að gerð brautar fyrir motorcrosshjól innan þess svæðis sem þegar er skipulagt á Aðalskipulagi sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra og form.SBU falið að fara yfir aðra þætti máls í erindi með umsækjendum.

4.    Ferða- og menningarmálafulltrúi

Starfandi ferða- og menningarmálafulltrúi mun láta af störfum í maí. Í ljósi þess að enn hefur ekki formlega verið gengið frá hvort og þá með hvaða hætti AST muni koma að ráðningu nýs ferða- og menningarmálafulltrúa er sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningu slíks fulltrúa tímabundið þar til niðurstaða fæst í málið.

5.    Rekstur Löngubúðar 2012

Sveitarstjóri gerði grein fyrir tilboði sem barst í rekstur á Löngubúð. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við form.ferða- og menningamálanefndar að ganga til  samninga við tilboðsgjafa.

6.    Samþykkt um B-gatnagerðargjöld, fyrri umræða.

Sveitastjóri lagði fram til samþykktar samþykkt um B-gatnagerðargjöld í Djúpavogshreppi. Samþykkt samhljóða og málinu vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

7.    Uppfærðar reglur og gjaldskrá vegna félagsþjónustu

Albert Jensson kynnti uppfærðar reglur og gjaldskrá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs sem gilda jafnhliða fyrir Djúpavogshrepp. Samþykkt samhljóða.

8.    Dómur í máli Djúpavogshrepps gegn Stefaníu Lárusdóttur

Sveitarstjóri kynnti álit Bjarna Björgvinssonar hrl. á dómi í máli E-45/2011, Djúpavogshreppur gegn Stefaníu Lárusdóttur. Það er skoðun sveitarstjórnar að litlar líkur séu á því að Hæstiréttur snúi við niðurstöðu Héraðsdóms í málinu og var því samþykkt samhljóða að áfrýja málinu ekki. Jafnframt var ákveðið, í ljósi niðurstöðu dómsins, að endurskoða aðkomu sveitarfélagsins að búfjáreftirliti. Það er mat sveitarstjórnar að óskýr lagafyrirmæli og galli í gjaldskrá, staðfestri af ráðuneytinu, hafi komið í veg fyrir að eðlileg krafa sveitarfélagsins um endurgreiðslu næði fram að ganga. Ráðuneyti landbúnaðarmála hefur áður lýst þeirri skoðun að virða mætti gjaldtökuheimildir að vettugi, þar sem samþykkt sveitarfélagsins um búfjárhald væri í raun ólögmæt. Taldi ráðuneytið engu skipta að það sjálft hefði staðfest samþykktina á sínum tíma. Í þessu ljósi er það skoðun sveitarstjórnar að það sé ótækt að hún sitji uppi með mikinn kostnað vegna slíkra annmarka, sem beint má rekja til gallaðra fyrirmæla og er sveitarstjóra því falið að ganga til viðræðna við ráðuneytið um það hvernig málinu verður lokið.

 9.    Austfirskar stoðstofnanir, AST – ákvörðun um stofnaðild

Á fundinn mætti Björn Hafþór Guðmundsson verkefnastjóri AST og kynnti verkefni um Austfirskar stoðstofnanir. Að lokinni kynningu og umræðum var Birni Hafþór þakkað fyrir greinargóða kynningu. Í framhaldi samþykkti sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist stofnaðili í nýrri stoðstofnun á Austurlandi og greiði framlag stofnaðila kr. 50.000.- Sveitarstjóra falið umboð til þess að skrifa undir stofnsamning og skipulagsskrá.

10.    Frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjalda

Í ljósi umræðu um stjórn fiskveiða og veiðigjalda var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða: Sveitarstjórn gerir þá kröfu til stjórnvalda við afgreiðslu á fyrirliggjandi frumvarpi um stjórn fiskveiða og veiðigjalda að hlutur sjávarbyggða eins og Djúpavogshrepps sem á alla afkomu sína undir í veiðum og vinnslu á sjávarfangi verði tryggður til langframa.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps skorar jafnhliða á stjórnvöld að einhenda sér í að móta ábyrga byggðastefnu svo hægt verði að skapa varanlega framtíðarsýn og sátt m.a. um grunnatvinnuvegina sem er forsenda byggðar í landinu.  

11.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Starfsmannamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkomnum umsóknum um sumarstörf í áhaldahúsi sveitarfélagsins.
b)    Helgafell.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirspurnum varðandi leigu herbergja í Helgafelli.
c)    Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi fiskeldi HB Granda í Berufirði.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:10.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

13.04.2012