Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

20. október 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  20. 10. 2011

16. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 20. október 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir. 

Mættir voru: Þórdís Sigurðardóttir, Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson.  Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. 

Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að bæta við lið 3 n.

Dagskrá: 

1.    Fjárhagsleg málefni.

a)   i)  Fjárhagsáætlun 2012.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar. Stefnt er að því að fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2012 fari fram á næsta fundi sveitarstjórnar 10. nóvember nk. 

      ii)  Sala eigna.
Sveitarstjóri og oddviti gerðu undir þessum lið grein fyrir þeim áherslum sem komið hafa fram  m.a. frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um mikilvægi þess að sveitarfélögin einbeiti sér fyrst og fremst að lögbundnum verkefnum og annarri mikilvægri grunnþjónustu við íbúana. Rekstrar- og viðhaldskostnaður ýmissa mannvirkja sem eru ótengd grunnþjónustunni eru m.a. nefnd á stundum sem íþyngjandi liður í rekstri sveitarfélaga, ekki síst meðal hinna smærri sveitarfélaga á landsbyggðinni. Mikilvægt sé því að skoða hvort ekki sé svigrúm hjá sveitarfélögum að losa um eignir og á móti fá þá tekjur inn af viðkomandi fasteignum m.a. í formi álagðra gjalda.  Í þessu sambandi hefur sala á fjölmörgum íbúðum í eigu Djúpavogshrepps á síðustu árum sparað sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni og hefur eftirspurn verið töluverð eftir húsnæði.   
Í framhaldi af yfirferð sveitarstjóra og oddvita um málið voru frekari sölur á eignum ræddar og í framhaldi var  sveitarstjórn sammála um að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning að sölu fasteignanna Kerhamra í Álftafirði og húsnæðis fyrrum bræðslunnar í Gleðivík.  Samkvæmt samningi hefur núverandi  ábúandi heimild til að nýta forkaupsrétt að Kerhömrum. Ákvörðun um að hve stóru leyti húsnæði bræðslunnar verður boðið til sölu verður tekin á næsta fundi sveitarstjórnar. Umræddar fasteignir verði auglýstar með áberandi hætti.  Fleiri möguleikar á sölu eigna ræddir.

b)  Milliuppgjör 31.8.2011
Sveitarstjóri gerði grein fyrir milliuppgjöri unnu af KPMG fyrir fyrstu 8 mánuði ársins.  Ljóst er að niðurstaða milliuppgjörs er nokkuð frá upphaflegum áætlunum.  Helgast það einkum af fjármagnsgjöldum sem eru mun hærri en gert var ráð fyrir auk þess sem laun og launatengd gjöld hafa hækkað í kjölfar kjarasamninga.  Einnig eru tekjur heldur lægri en gert var ráð fyrir og sala eigna hefur ekki gengið eftir eins og að var stefnt.

2.    Erindi og bréf.

a)  Héraðsskjalasafn Austurlands, fjárhagsáætlun, dags, 6, sept. 2011.
Lagt fyrir bréf frá forstöðu-og stjórnarformanni Héraðskjalasafnsins þar sem óskað er eftir hækkun framlaga frá sveitarfélögunum á fjárhagsáætlun þess fyrir 2012 í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu safnsins.  Sveitarstjórn samþykkir hækkun framlags en leggur áherslu á að aðhalds verði áfram gætt í rekstri safnsins.

b)  Stefanía Inga Lárusdóttir, mótmæli vegna gangnaboðs, 9. sept. 2011.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun:  Erindi kæranda er hafnað og fjallskilaskylda vegna Stórhóls samkvæmt gangnaboði fyrir haustið 2011 staðfest.  Sveitarstjóra falið að senda kæranda bréf þessa efnis ásamt greinargerð. Samþykkt samhljóða.

c)  Fiskistofa, rekstrarleyfi HB Granda, dags. 13. sept. 2011.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á rekstrarleyfi HB Granda í Berufirði þar sem þorskeldi verður aukið úr 1000 tonnum í 4000 tonn á sama tíma og dregið verður úr laxeldi um sama magn.  Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.

d)  Innanríkisráðuneytið, auglýsing um umhverfismat, dags. 23. sept. 2011. 
Lagt fram til kynningar.

e)  Safnahúsið á Egilsstöðum, viðgerðarkostnaður, dags. 26. sept. 2011.  Sveitarstjórn samþykkir að greiða hlutfallslegan kostnað vegna viðgerða á Safnahúsinu á Egilsstöðum í samræmi við hlut Djúpavogshrepps  í Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

f)  Umhverfisráðuneytið, meðhöndlun úrgangs, dags. 26. sept. 2011.
Lagt fram til kynningar.

g)  Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ungt fólk, dags. 28. sept. 2011.
Lagt fram til kynningar.

h)  Samband íslenskra sveitarfélaga, ný sveitarstjórnarlög, dags. 30. sept. 2011.
Lagt fram til kynningar.

i)  Sigurrós R. Guðmundsdóttir, fasteignagjöld, dags. 1. okt. 2011.
Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjóri hefur þegar brugðist við erindinu.

j)  Hjalti Þór Vignisson,skemmtiferðaskip, dags. 4. okt. 2011.
Bæjarstjóri Hornafjarðar kynnti þá ákvörðun hafnarstjórnar Hornafjarðarhafnar að draga sig út úr því samstarfi sem verið hefur við Djúpavogshöfn vegna komu skemmtiferðaskipa.  Sveitarstjórn Djúpavogshrepps þakkar Hornfirðingum fyrir samstarfið .

3.    Fundargerðir

a)  Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd, dags. 6. sept. 2011.  Fundargerðin hafði    verið lögð fram og staðfest það sem átti við á fundi sveitarstjórnar 8.9.2011

b)  Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 9. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

c)  Framkvæmdaráð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi  9. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

d)  Samband íslenskra sveitarfélaga 9. sept.2011. Lögð fram til kynningar.

e)  Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

f)  Fræðslu- og jafnréttisnefnd, dags. 19. sept. 2011. Liður 1, nýjar reglur leikskólans staðfestar eftir nokkrar umræður.

g)  Brunavarnir Austurlands, dags. 21. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

h)  Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags 29. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

i)  Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 30. sept. 2011. Lögð fram til kynningar.

j)  Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags 1. okt. 2011. Lögð fram til kynningar.

k)  Samþykktir aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 1. okt. 2011. Lagðar fram til kynningar. 

l)  Undirbúningshópur vegna almenningssamgangna, dags. 3. okt. 2011.  Lögð fram til kynningar.

m)  Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 14. okt. 2011. Lögð fram til kynningar.

n)  Atvinnu-, ferða og menningarmálanefnd, dags. 5. okt.  Lögð fram til kynningar


4.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)  Félagsstarf.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir félagsstarfi á Helgafelli.

b)  Fyrirvari vegna kjarasamninga.  Sveitarstjóri gerði fyrirvara við endanlega niðurstöðu ársreiknings m.t.t. nýrra kjarasamninga á árinu.

c)  Þjóðskjalasafn.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að samningi milli Þjóðskjalasafns, ráðuneytis og Djúpavogshrepps.

d)  Fjármálaráðstefna.  Oddviti gerði grein fyrir helstu viðfangsefnum fjármálaráðstefnu Sambands íslenskrá sveitarfélaga.

e)  Þingmannafundir.  Fjallað um undirbúning vegna fundar með þingmönnum á Egilsstöðum 24. október.

f)  Faktorshús.  Sveitarstjóri og oddviti gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi endurbyggingu Faktorhússins.

g)  Ríkarðssafn.  Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi nýbyggingu Ríkarðssafns og nýafstöðnum fundi oddvita og Ríkarðssystra í þessum efnum.

h)  Vegagerðin.  Oddviti og sveitarstjóri gerðu grein fyrir stöðu mála er varðar Axarveg og fl. brýnar vegaframvæmdir á því svæði.  

i)  Fjallskil.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fjallskil það sem af er hausti.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

21.10.2011