Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

8. september 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  08. 09. 2011

15. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 8. september 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Þórdís Sigurðardóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Andrés Skúlason, Albert Jensson og  Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að taka lið 5 fyrir í dagskrá.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni.

a)    Fjárhagsáætlun 2012.
Sveitarstjórn stefnir að því að síðari umræða um fjárhagsáætlun 2012 fari fram fyrir lok nóvember. Sveitarstjórn er sammála um að gatnaframkvæmdir við Hlíð og Brekku séu forgangsmál. Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar í samráði við forstöðumenn.  

2.    Erindi og bréf.

a)    Innanríkisráðuneytið, efling sveitarstjórnarstigsins, dags. 10. ágúst 2011. Lagt fram til kynningar.
b)    Skólastjóri Djúpavogsskóla, sameiginlegt foreldra/skólaráð, dags. 11. ágúst 2011.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leiti að kosið verði sameiginlegt foreldraráð og skólaráð við Djúpavogsskóla.
c)    RARIK, raflínur í jörðu, dags. 17. ágúst 2011.
Sveitarstjórn tekur undir bókun í fundargerð SBU 06.09.2011 um sama efni þar sem viðbrögð RARIK eru átalinn.
d)    UÍA, framlög til starfsemi UÍA árið 2012, dags. 18. ágúst 2011.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða sama árgjald til sambandsins og verið hefur og vill nota tækifærið og hrósa UÍA fyrir framgöngu og gott skipulag á nýafstöðnu Unglingalandsmóti.  
e)    UMFÍ, ráðstefna fyrir ungt fólk, dags. 30. ágúst. 2011. Lagt fram til kynningar.
f)           Velferðarvaktin, hvatning í upphafi skólaárs, dags. 1. september 2011. Lagt fram til kynningar.
g)    Ungmennaráð sveitarfélaga.  Í 2. mgr. 11. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 er kveðið á    um að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð.  
Sveitarstjórn felur ferða- og menningarmálafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði og samstarfi við hlutaðeigandi.
h)    Reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.  Lagðar fram til kynningar.
i)     Bókun Menningarráðs Austurlands 7. september 2011.  Sveitarstjórn tekur undir áherslur Menningarráðs Austurlands varðandi mikilvægi starfa á sviði menningar og lista og að menningarsamningur milli ríkis og sveitarfélaga sé virtur.

3.    Fundargerðir.

a)    LBN, dags. 23.08.2011. Lögð fram til kynningar.
b)    LBN, dags. 31.08.2011. Liður 1, skipan fjallskilastjóra, niðurröðun dagsverka og dagsetninga staðfestur af sveitarstjórn. Að öðru leyti lögð fram til kynningar
c)    SBU, dags. 06.09.2011.
Eftirfarandi liðir staðfestir af sveitarstjórn:
1) Reglugerð varðandi byggingu smáhýsa, sólpalla, skjólveggja og girðinga á íbúðarhúsalóðum í Djúpavogshreppi.
2a) Djúpavogsskóli, leyfi til að útbúa útikennslusvæði í nágrenni grunnskólans.
2b) Svavar Björgvinsson, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðskúr / áhöld.
2c) Guðmundur Gunnlaugsson, ums. um byggingarl. fyrir sólpalli og garðskúr
2d) Haukur Gunnlaugsson, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpalli.
2e) Magnús Hreinsson, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpalli.
      Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d)   Framkvæmdaráð SSA, dags. 25. júlí 2011. Lögð fram til kynningar.
e)   Austfirzk eining, dags. 8. ágúst 2011. Lögð fram til kynningar.
f)    Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 25. ágúst 2011.  Lögð fram til kynningar.
g)   Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 2. september 2011. Lögð fram til kynningar.

4.    Félagsmálanefnd. Sveitarstjóra falið að fylgja eftir fyrri ákvörðun um fulltrúa Djúpavogshrepps í sameiginlegri félagsmálanefnd.  Samþykkt samhljóða

5.    Kjör fulltrúa á Aðalfund SSA, til eins árs.   Aðalmenn Andrés Skúlason og Albert Jensson. Til vara Sóley Dögg Birgisdóttir og Þórdís Sigurðardóttir.  

6.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Heilbrigðisstofnun Austurlands. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi sem gert hefur verið við HSA um lokauppgjör vegna leigu og annars kostnaðar á Helgafelli, vegna ársins 2009.  
b)    Þjóðskjalasafn Íslands. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi væntanlegt samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og Þjóðskjalasafns Íslands.
c)    Gæsluvöllur. Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfsemi gæsluvallar sem rekinn var á lóð leikskólans á meðan hann var lokaður vegna sumarleyfa. Nýting var mun minni en reiknað hafði verið með og því óvíst hvort boðið verður upp á þjónustuna á næsta ári.
d)    Fundur með bæjarráði Fljótsdalshéraðs, 12. september. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem áætlaður er með bæjarráði Fljótsdalshéraðs, 12. september nk., þar sem fjallað verður um samstarf sveitarfélaganna og sameiginlega hagsmuni í samgöngumálum.
e)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir frágangi uppgjörs vegna útgöngu Skeggjastaðahrepps (nú hluti af Langanesbyggð) árið 2005 og sveitarfélagsins Hornafjarðar 2008. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu fyrir hönd Djúpavogshrepps.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:15.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.


09.09.2011