Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

6. júlí 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  06. 07. 2011

14. fundur 2011-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikud. 6. júlí 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru:  Andrés Skúlason, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Sigurður Ágúst Jónsson og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Samþykkt að taka lið 4 fyrir í fundargerð.

Dagskrá:

1.    Fundargerðir.

a)    Fræðslu- og jafnréttisnefnd, dags. 4. júlí 2011.
Liður 2 um skólastefnu sveitarfélagsins lagður fram til staðfestingar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.staðfest samhljóða.
b)    Austfirzk eining, dags. 28. júní 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 8. júní 2011. Lögð fram til kynningar.
d)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. júní 2011. Lögð fram til kynningar.

2.    Erindi og bréf.

a)    Umhverfisráðuneytið, þáttt. ungmenna í umhverfisþingi, dags. 30. júní 2011. Lagt fram til kynningar.
b)    Vegagerðin, úthlutun úr styrkvegasjóði 2011, dags. 23. júní 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Þjóðahátíð Austfirðinga, styrkbeiðni, dags. 30. maí 2011. Styrkbeiðni hafnað.

3.    Fráveitumál.

Heilbrigðisnefnd Austurlands hefur farið þess á leit við sveitarfélög að þau upplýsi um stöðu fráveitumála og áætlanir um framkvæmdir í fráveitumálum til að uppfylla ákvæði laga um fráveitur og skólp. Samþykkt að stefna að gerð stöðuskýrslu fyrir tilsettan tíma ásamt upplýsingum um sýn sveitarfélagsins á framtíðaráform í fráveitumálum á svæðinu.

4.    Staða ferða- og menningarmálafulltrúa.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að ráða Helgu Rún Guðjónsdóttur tímabundið í stöðu ferða- og menningarfulltrúa.

5.    Sumarfrí sveitarstjórnar.

Ákveðið hefur verið að sveitarstjórn taki sér sumarfrí út ágúst 2011.

6.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Skólamál á svæði SSA. Sveitarstjóri gerði grein fyrir umræðum á vettvangi stjórnar SSA og Austfirzkrar einingar um stöðu skólamála í fjórðungnum.
b)    Umsagnir um þingmál. Rætt um hvort og þá með hvaða hætti sveitarstjórn veitir umsagnir um þingmál sem henni berast.
c)    Gæsluvöllur – sveitarstjórn bindur vonir við að foreldrar nýti sér þá nýbreytni sem stofnað hefur nú verið til í fyrsta skipti með gæsluvelli á meðan sumarfrí leikskólans stendur.
d)    Bættur tækjakostur slökkiliðsins, sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu.
e)    Heimsókn TGJ til Djúpavogs. Oddviti gerði grein fyrir vinnuferð Guðrúnar Jónsdóttur skipulagsfulltrúa til Djúpavogs m.a. v/deiliskipulags – húsakönnunar og fl.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.17.00.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

07.07.2011