Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

16. júní 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  16. 06. 2011

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 16. júní 2011 kl. 15:15. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Bryndís stjórnaði fundi.

Dagskrá:
    .

1.    Erindi og bréf.

a)    Umhverfisráðuneytið, dags. 31. maí 2011. Lagt fram til kynningar. Ákvörðun um umsögn frestað.
b)    Umhverfisráðuneytið, dags. 3. júní 2011. Lagt fram til kynningar.
c)    Alcoa á Íslandi, dags. 31. maí 2011. Lagt fram til kynningar.
d)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. júní 2011. Lagt fram til kynningar.

2.    Fundargerðir.

a)    SBU, dags.14.júní 2011. Eftirt. liðir staðfestir af sveitarstjórn

2.a) Landsnet, uppsetning veðurstöðvar við Líkárvatn. Staðfest af sveitarstjórn.
2.b) Olíudreifing, ósk um niðurrif á olíutönkum við Djúpavogshöfn. Staðfest af sveitarstjórn.
2.d) Svavar Björgvinsson. Bygging skjólveggs við Borgargarð 1. Staðfest af sveitarstjórn.

b)    SSA, dags. 1. júní 2011. Lögð fram til kynningar
c)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. maí 2011. Lögð fram til kynningar.
d)    Hafnarsamband Íslands, dags. 12. maí 2011. Lögð fram til kynningar.
e)    Fræðslu- og jafnréttisnefnd Djúpavogshrepps, dags. 27.maí 2011.

1.    Stytting skólaársins og viðhald á húsnæði grunnskólans. Staðfest af sveitarstjórn. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.  

3.    Sjálfsmatskýrsla Grunnskóla Djúpavogs. Lögð fram til kynningar.

4.    Reglur um félagslega liðveislu, heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð. Lagt fram til kynningar. Samþykkt samhljóða.

5.    Álit Skipulagsstofnunar v/ Axarvegar (939), vegs í Skriðdal og við botn Berufjarðar.

Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt samhljóða.
„Sveitarstjórn Djúpavogshrepps áréttar að álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Axarvegar (939) og hringvegi um Skriðdal og Berufjarðarbotn hefur engin áhrif á áform sveitarfélagsins varðandi lagningu heilsársvegar yfir Öxi. Sveitarstjórn metur heildaráhrif framkvæmdarinnar með mjög jákvæðum hætti og telur að þeir umhverfislegu hagsmunir sem skipulagsstofnun vegur neikvæða, vegi á engan hátt upp á móti öllum þeim jákvæðu þáttum sem nýr og uppbyggður heilsársvegur um Öxi hefur í för með sér. Í þeim efnum skal nefna jákvæð samfélagsleg áhrif – gríðarlega styttingu vegalengda milli svæða sem og sparnað fyrir hinn almenna vegfarenda – mun meira öryggi fyrir vegfarendur um Öxi og minni útblástursmengun svo eitthvað sé nefnt. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur að veghönnuðir Vegagerðarinnar hafi sýnt fram á að með tiltölulega auðveldum hætti sé hægt að koma fyrir nýju og öryggu vegstæði um Öxi til heilla fyrir alla vegfarendur til framtíðar litið. Sveitarstjórn áréttar að núverandi vegur með yfir 20% veghalla á köflum  sé fullkomlega óásættanleg niðurstaða til framtíðar litið, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Sveitarstjórn vill því leggja áherslu á að veglínur um Öxi og Berufjarðarbotn sem skilgreindar eru í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 er sem áður óumdeild stefna sveitarfélagsins“.

6.    Raflínur við Hálsarætur. Sameiginlegt erindi Umhverfisstofnunar og Djúpavogshrepps til Rarik, dags. 31. maí lagt fram til kynningar.

7.    Upprekstrarsamningur.

Upprekstrarsamningur við Torfa Þorstein Sigurðsson, bónda í Haga lagður fram til staðfestingar. Samningurinn hafði áður verið kynntur sveitarstjórn og hafði meirihluti hennar samþykkt hann. Eftirfarandi bókun lögð fram af Alberti Jenssyni.
„Albert Jensson vildi bóka að hann væri mjög mótfallinn þessum samningi og telur hann á engan hátt muni leysa þau vandamál sem fylgt hafa fjallskilum í Álftafirði. Telur hann að vandamálið muni frekar aukast með auknu fé og afskiptum aðila úr öðru sveitarfélagi“.

8.    Kjör oddvita og varaoddvita.

Lögð fram ósk frá varaoddvita um leyfi frá störfum í eitt ár, samþykkt samhljóða.  Oddviti kjörinn Andrés Skúlason, varaoddviti kjörinn Albert Jensson, til eins árs. Samþykkt samhljóða.

9.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Austfirsk eining.
b)    Samgöngumál.
c)    Atvinnumál.
d)    Kvíaeldisstöð í Berufirði.

Fundi slitið kl. 17:00

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:15.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.


20.06.2011