Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

14. apríl 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  14. 04. 2011

10. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 14 apr. 2011 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Oddviti óskaði eftir því að sveitarstjórn samþykkti að bæta við liðum 2 b og 4 á dagskrá fundarins. Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Innkaupareglur fyrir Djúpavogshrepp.
Sveitarstjóri lagði fram innkaupareglur fyrir Djúpavogshrepp unnar í samráði við KPMG. Eftir nokkrar umræður voru þær samþykktar samhljóða og áritaðar.

2.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 15. mars 2011. Fundargerð SBU staðfest af sveitarstjórn.
b)    SBU dags. 12. apríl 2011. Afgreiðsla á byggingarleyfi vegna endurbyggingar á Hlíð 3. Djúpvogi.  Staðfest af sveitarstjórn
c)    Landbúnaðarnefnd, dags. 17. mars 2011. samkvæmt tölusettum liðum í fundargerð.

1.) Refa- og minkaveiðar: Sveitarstjórn staðfestir tillögu LBN varðandi fyrirkomulag og greiðslu v. minkaveiða.
Sveitarstjóri kynnti samninga við minka- og refaveiðimenn sbr. fundargerð LBN. Sveitarstjóra falið að auglýsa og ganga frá samningum við veiðimenn.

4.) Önnur mál: Tölvupóstur frá Inger L. Jónsdóttur, sýslumanni. Sveitarstjórn samþykkir að bregðast við tilmælum LBN, að hún við fyrsta tækifæri láti kanna hvort enn sé útigangsfé í Álftafirði.
Fundargerð staðfest af sveitarstjórn.  

d)    Austfirskar stoðstofnanir, dags. 22. febrúar 2011. Lagt fram til kynningar.
e)    Hafnarsamband Íslands, dags. 10. mars  2011. Lagt fram til kynningar.
f)    Austfirzk eining, dags. 11. mars 2011. Lagt fram til kynningar.
g)    Austfirzk eining, dags. 1. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
h)    Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 4. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
i)    Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 6. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.
j)    Framkvæmdaráð SSA, dags. 8. apríl 2011. Lagt fram til kynningar.

3.    Samkomulag um kjarasamningsumboð

Sveitarstjóri kynnti samkomulag um kjarasamningsumboð milli Djúpavogshrepps og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að ljúka málinu fyrir hönd Djúpavogshrepps.

4.    Samstarfsamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

Sveitarstjóri lagði fram samstarfssamning sveitarfélaga á Austurlandi um   menningarmál. Eftir nokkrar umræður var samþykkt samhljóða að veita sveitarstjóra umboð til undirritunar samningsins.

5.     Erindi og bréf

a) Búnaðarfélag Lónsmanna, dags. 22 mars 2011. Lagt fram til kynningar og vísað til LBN.
b) Ríkissaksóknari, dags. 11. mars 2011. Lagt fram til kynningar.
c) Specialisterne, mars 2011.Styrkbeiðni hafnað.
d) Vinnumálastofnun, dags. 8. apríl 2011. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar þeim 5 störfum sem sveitarfélaginu var úthlutað á komandi sumri.
e) Umboðsmaður barna, dags. 21. mars 2011. Lagt fram til kynningar.
f) Bréf Ríkissaksóknara, dags. 8.apríl 2011. Lagt fram til kynningar. Eftirfarandi bókun samþykkt:

Í ljósi afgreiðslu ríkissaksóknara, að staðfesta ákvörðun ríkislögreglustjóra frá 9.febrúar 2011, lýsir sveitarstjórn Djúpavogshrepps yfir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu málsins og að því er virðist getuleysi viðkomandi embætta á að uppræta þá spillingu sem viðgekkst í íslensku fjármálalífi um árabil.

6.    Skýrsla sveitarstjóra

a) Girðingarmál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Vegagerðina vegna fyrirhugaðar girðingar frá Goðsteinum til sjávar í Berufirði.
b) Þjónustusamningur vegna þjóðvega í þéttbýli.  Sveitarstjóri kynnti drög að samningi um þjónustu gatna í þéttbýli í sveitarfélaginu og felur sveitarstjórn honum að vinna að framgangi málsins.  
c) Skólamál. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna fyrirhugaðra breytinga á yfirstjórn skólanna í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri gerði m.a. grein fyrir að gengið yrði til samninga við Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur.
d) Vísir hf.  Sveitarstjóri kynnti fund með fulltrúum frá Vísi hf. á dögunum.  Sveitarstjórn vill af þessu tilefni lýsa ánægju með þann stöðugleika sem fyrirtækið Vísir hf hefur sýnt í reksti á Djúpavogi á undanförnum árum þar sem engum blandast hugur um að þessi stærsti vinnustaður í sveitarfélaginu er grunnstoð atvinnulífs á svæðinu og skiptir því samfélagið allt á Djúpavogi afar miklu máli.
e) H2Owatn. Sveitarstjóri kynnti fund með fulltrúum H2Owatn í Reykjavík í lok mars síðastliðinn.
f) Íslensk Matorka. Oddviti kynnti heimsókn í Íslenska Matorku ehf í lok mars síðastliðinn þar sem farið var yfir ýmsa möguleika í fiskeldi m.a. með tilliti til nýtingu á jarðvarma í Djúpavogshreppi.
g) Þjóðskjalasafnið. Oddviti og sveitarstjóri kynntu niðurstöðu heimsóknar í Þjóðskjalasafn Íslands í lok mars síðastliðinn þar sem unnið er að samkomulagi við stofnunina með aðkomu vinnumálastofnunnar um að koma á 4 – 6 störfum við skráningar á Djúpavogi frá og með komandi hausti.     
h) Fundur með þingmönnum. Oddviti og sveitarstjóri kynntu fund í alþingishúsinu með þingmönnum í lok mars síðastliðinn þar sem farið var yfir fjölmörg mál er lúta að rektstarumhverfi sveitarfélagsins sem og aðra mikilvæga þætti m.a. er varðar grunnþjónustu á staðnum. Ítrekað var sérstaklega við þingmenn mikilvægi þess að verja þau opinberu störf sem þegar væru til staðar á svæðinu. Þá voru og áherslur sveitarfélagsins í samgöngumálum að sjálfsögðu ítrekaðar eins og áður.  
i) Íbúðalánasjóður - Helgafell. Sveitarstjóri og oddviti kynntu heimsókn til íbúðalánasjóðs er varðar fjármögnun við breytingar á Helgafelli í þjónustuíbúðir fyrir eldri íbúa. Svar frá íbúðalánasjóði er að vænta á næstu vikum þegar ársreikningar sveitarfélagsins liggja fyrir og þá í framhaldi mun framkvæmdin við Helgafell verða kynnt meðal markhópsins hér í Djúpavogshreppi. Ákvörðun um hvort verður ráðist í framkvæmdir mun skýrast í framhaldi af kynningu á verkefninu og þá þegar ljóst verður hvort eftirspurn og áhugi meðal íbúa sé til staðar.  Sveitarstjórn lítur svo á að búsetuúrræði er hér um ræðir geti nýst mörgum til framtíðar litið, bæði einstaklingum sem og fólki í sambúð.
j) Faktorshús – Sveitarstjóri og oddviti kynntu heimsókn í lok mars síðastliðinn til Argos verkfræðistofu sem og næstu áfanga er varðar uppbyggingu Faktorshússins.
k) Umhverfisstofnun. Oddviti kynnti heimsókn í umhverfisstofnun í lok mars síðastliðinn þar sem farið var m.a. yfir ýmis mál er varðar verndaráætlun og ósk um lagningu raflínu í jörðu á friðlýstum svæðum í sveitarfélaginu.
l) Nýting jarðhita í nágrenni Djúpavogs.  Oddviti og sveitarstjóri kynntu fund með Ómari Bjarka Smárasyni jarðfræðingi og Guðmundi Davíðssyni hitaveitustjóra á EGS á Djúpavogi í gær þar sem farið var yfir nýtingarmögueika á jarðvarma í nágrenni Djúpavogs. Niðurstaða fundarins var að vinna að framgangi málsins og verða næstu skref að gera þolprófun á svæðinu.
m) Hnitsetning lóða. Oddviti kynnti fund með Þórhalli Pálssyni frá verkfræðistofunni Strympu í gær  þar sem farið var yfir hnitsetningu lóða og mannvirkja í þéttbýlinu, en  mikilvægt er að vinna markvisst af því að klára að hnitsetja allar skráðar lóðir innan þéttbýlismarka m.a. með tilliti til fyrirliggjandi deiliskipulagsvinnu. Þá og er hnitsetning lóða og mannvirkja mjög mikilvægur þáttur í að bæta skráningu alla og utanumhald byggingaryfirvalda á svæðinu.


Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl 18:00
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp,staðfest, prentuð út og undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari

15.04.2011