Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

10. febrúar 2011

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10. 02. 2011

8. fundur 2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10 feb. 2011 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2012 – 2014. Fyrri umræða. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi drög.  Að lokinni umræðu um áætlunina var samþykkt samhljóða að vísa henni til síðari umræðu.

2.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd, dags. 26. janúar 2011. Lögð fram til kynningar og staðfest ásamt nýrri gjaldskrá.
b)    Atvinnu- ferða- og menningarmálanefnd, dags. 19. janúar 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Skipulags- og byggingarnefnd, dags. 1. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn tekur undir með SBU og vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Ferðafélags Djúpavogs vegna þáttar þeirra í hreinsun strandlengjunnar sem þeir hafa gengið á síðustu mánuðum.  
d)    Landbúnaðarnefnd, dags. 3. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar
Vegna liðar 1. Samþykkt að taka málið til umræðu samhliða endurskoðun fjárhagsáætlunar.

3.    Samþykkt um hundahald í Djúpvogshreppi.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á 4. grein samþykktar um hundahald nr. 996 frá 1. október 2008, þar sem hundahreinsun er gerð innifalin í árlegu leyfisgjaldi. Sveitarstjóra falið að vinna að viðeigandi breytingum og auglýsa í Stjórnartíðindum.


4.    Skólamál.

Sveitarstjóri kynnir framlagðar tillögur um breytingar á yfirstjórn skóla í sveitarfélaginu. Breytingin felur í sér að stað þriggja skólastjóra yfir leik- grunn- og tónlistarskóla verði einn skólastjóri yfir öllum skólunum frá og með skólaárinu 2011-2012. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins í samráði skólanefnd, starfsfólk og Kennarasamband Íslands.

5.    Reglur vegna málefna fatlaðra.

Lagðar voru fram:
    Reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
    Reglur um dagþjónustu og aðstöð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótdalshéraðs.
Eftir nokkra umfjöllun voru reglurnar samþykktar samhljóða.

6.    Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd.

Lagður var fram samningur um sam sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps, dags. desember 2010. Nokkrar umræður urðu um breytingar frá fyrri samningi, einkum lið 2.1, um skipan nefndarinnar og eftirfarandi bókun samþykkt:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps gerir fyrirvara við samþykkt sína varðandi samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og  Seyðisfjarðarkaupstaðar  dags. 10. febrúar 2011.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir óánægju sinni með að hafa misst aðalmann sinn í nefndinni og gerir þá kröfu að fulltrúi Djúpavogshrepps hafi málfrelsi og tillögurétt á öllum  fundum nefndarinnar.   Sömuleiðis gerir sveitarstjórn þá kröfu að samþykktin í heild sinni verði tekin til endurskoðunar fyrir lok sept. 2011.
Sveitarstjóra veitt heimild til að ganga frá undirritun samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins með áður greindum fyrirvörum. Samþykkt samhljóða.


7.    Erindi og bréf

a)    Umhverfisráðuneytið, dags. 31. jan. 2011. Gildistaka mannvirkjalaga. Lagt fram til kynningar.  Frekari afgreiðslu frestað.
b)    Ungmennafélag Íslands, dags. 28. janúar 2011. Unglingalandsmót UMFÍ. Lagt fram til kynningar.
c)    Mennta- og menningarmálaráðuneytið, dags. 14. janúar 2011. Ungt fólk utan skóla 2009. Lagt fram til kynningar.
d)    Íþrótta og ólympíusamband Íslands, dags. 17. janúar 2011. Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Lagt fram til kynningar.

8.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Sveitarstjóri gerir að tillögu sinni að tekið verði upp samræmt form fundargerða innan nefnda á vegum sveitarfélagsins og þær birtar á heimasíðu þess. Samþykkt samhljóða.
b)    Sveitarstjóri gerir sveitarstjórn grein fyrir fyrirhuguðum fundum með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins þar sem gerður verður grein fyrir stöðu þeirra með tilliti til fjárhagsáætlunar.
c)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála er varðar áframhaldandi framkvæmdir við Faktorshúsið.
d)    Sveitarstjóri skýrði frá félagsstarfi í Helgafelli. Er það mat manna að starfið hafi farið vel af stað og er þátttaka mjög góð.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10. 02. 2011

8. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10 feb. 2011 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Þriggja ára áætlun 2012 – 2014. Fyrri umræða. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi drög.  Að lokinni umræðu um áætlunina var samþykkt samhljóða að vísa henni til síðari umræðu.

2.    Fundargerðir
a)    Hafnarnefnd, dags. 26. janúar 2011. Lögð fram til kynningar og staðfest ásamt nýrri gjaldskrá.

b)    Atvinnu- ferða- og menningarmálanefnd, dags. 19. janúar 2011. Lögð fram til kynningar.
c)    Skipulags- og byggingarnefnd, dags. 1. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn tekur undir með SBU og vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Ferðafélags Djúpavogs vegna þáttar þeirra í hreinsun strandlengjunnar sem þeir hafa gengið á síðustu mánuðum.  
d)    Landbúnaðarnefnd, dags. 3. febrúar 2011. Lögð fram til kynningar
Vegna liðar 1. Samþykkt að taka málið til umræðu samhliða endurskoðun fjárhagsáætlunar.


3.    Samþykkt um hundahald í Djúpvogshreppi.
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á 4. grein samþykktar um hundahald nr. 996 frá 1. október 2008, þar sem hundahreinsun er gerð innifalin í árlegu leyfisgjaldi. Sveitarstjóra falið að vinna að viðeigandi breytingum og auglýsa í Stjórnartíðindum.

4.    Skólamál.
Sveitarstjóri kynnir framlagðar tillögur um breytingar á yfirstjórn skóla í sveitarfélaginu. Breytingin felur í sér að stað þriggja skólastjóra yfir leik- grunn- og tónlistarskóla verði einn skólastjóri yfir öllum skólunum frá og með skólaárinu 2011-2012. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins í samráði skólanefnd, starfsfólk og Kennarasamband Íslands.

5.    Reglur vegna málefna fatlaðra.
Lagðar voru fram:
    Reglur um afgreiðslu umsókna um skammtímavistun fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
    Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
    Reglur um dagþjónustu og aðstöð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk hjá félagsþjónustu Fljótdalshéraðs.
Eftir nokkra umfjöllun voru reglurnar samþykktar samhljóða.

6.    Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd.
Lagður var fram samningur um sam sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps, dags. desember 2010. Nokkrar umræður urðu um breytingar frá fyrri samningi, einkum lið 2.1, um skipan nefndarinnar og eftirfarandi bókun samþykkt:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps gerir fyrirvara við samþykkt sína varðandi samþykkt fyrir sameiginlega félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og  Seyðisfjarðarkaupstaðar  dags. 10. febrúar 2011.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir óánægju sinni með að hafa misst aðalmann sinn í nefndinni og gerir þá kröfu að fulltrúi Djúpavogshrepps hafi málfrelsi og tillögurétt á öllum  fundum nefndarinnar.   Sömuleiðis gerir sveitarstjórn þá kröfu að samþykktin í heild sinni verði tekin til endurskoðunar fyrir lok sept. 2011.
Sveitarstjóra veitt heimild til að ganga frá undirritun samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins með áður greindum fyrirvörum. Samþykkt samhljóða.

7.    Erindi og bréf
a)    Umhverfisráðuneytið, dags. 31. jan. 2011. Gildistaka mannvirkjalaga. Lagt fram til kynningar.  Frekari afgreiðslu frestað.
b)    Ungmennafélag Íslands, dags. 28. janúar 2011. Unglingalandsmót UMFÍ. Lagt fram til kynningar.
c)    Mennta- og menningarmálaráðuneytið, dags. 14. janúar 2011. Ungt fólk utan skóla 2009. Lagt fram til kynningar.
d)    Íþrótta og ólympíusamband Íslands, dags. 17. janúar 2011. Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ. Lagt fram til kynningar.

8.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Sveitarstjóri gerir að tillögu sinni að tekið verði upp samræmt form fundargerða innan nefnda á vegum sveitarfélagsins og þær birtar á heimasíðu þess. Samþykkt samhljóða.
b)    Sveitarstjóri gerir sveitarstjórn grein fyrir fyrirhuguðum fundum með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins þar sem gerður verður grein fyrir stöðu þeirra með tilliti til fjárhagsáætlunar.
c)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála er varðar áframhaldandi framkvæmdir við Faktorshúsið.
d)    Sveitarstjóri skýrði frá félagsstarfi í Helgafelli. Er það mat manna að starfið hafi farið vel af stað og er þátttaka mjög góð.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

11.02.2011