Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

15. desember 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15. 12. 2010

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn. 15. des. 2010 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir og  Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2011; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Gjaldskrár 2011.  Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2011 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I.    Fasteignaskattur A                 0,625%    
II.    Fasteignaskattur B                1,32%
III.    Fasteignaskattur C                1,65%
IV.    Holræsagjald A                    0,25%
V.    Holræsagjald B                    0,25%
VI.    Holræsagj. dreifbýli                7.500 kr.
VII.    Vatnsgjald A                    0,35%
VIII.    Vatnsgjald B                    0,35%
IX.    Aukavatnskattur                 32,63 kr./ m³.
X.    Sorphirðugjald                    12.500 kr. pr. íbúð
XI.    Sorpeyðingargjald                12.500 kr. pr. íbúð
XII.    Lóðaleiga                         1 % (af fasteignamati lóðar)
XIII.    Fjöldi gjalddaga                    6  

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
    
b)    Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþegan árið 2011. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengnilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2010. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði. Það samþ. samhljóða og undirritað á fundinum.
d)    Viðhaldsáætlun eignasjóðs og stofnana lögð fram og samþ. samhljóða.
e)    Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið. Það síðan undirritað af sveitarstjórn.
f)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2011. Síðari umræða. Fyrirliggjandi gögn kynnt. Helztu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):    
*    Skatttekjur A-hluta .........................................            158.917
*    Fjármagnsgjöld aðalsjóðs....................................                           12.441
*    Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, jákvæð...............                          1.875
*    Rekstrarniðurstaða A-hluta, jákvæð .................                  10.825
*    Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................                 30.492
*    Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......               31.077
*    Afskriftir A og B hluti ....................................               24.532
*    Eignir .............................................................             632.730
*    Langtímaskuldir og skuldbindingar....................             374.549
*    Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.......             127.436
*    Skuldir og skuldbindingar samtals....................             501.985
*    Eigið fé í árslok 2011 .....................................               130.745
*    Veltufé frá rekstri áætlað ................................           54.916
*    Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........             0

Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 30.492. þús. Eins og sjá má hér að ofan er ekki gert ráð fyrir neinum verulegum fjárfestingum árið 2011. Eingöngu er áformað að vinna áfram að endurbyggingu Faktorshúss verði fjárveiting til þess á fjárlögum 2011. Sveitarfélagið mun leggja á móti sömu fjárhæð, áætlað 3 millj. kr. Heildarframkvæmdafé til ráðstöfunar er því áætlað 6 milljónir. Viðhaldsverkefni á vegum eignasjóðs verða smávægileg að öðru leyti.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mun í því erfiða árferði sem nú er að merkja almennt hjá  sveitarfélögum í landinu stefna á að  vinna áfram að hagræðingaraðgerðum án þess að komi til skerðingar á grunnþjónustu á svæðinu, það er forgangsmál.  Leitast verður jafnhliða við að draga úr skuldsetningu og fjármagnskostnaði sem því fylgir.  
Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur staðið í mjög viðamiklum framkvæmdum á síðustu árum til mikilla hagsbóta fyrir íbúana, liggur jafnframt fyrir að framkvæmdir á næsta ári verða í lágmarki þar sem stærri verkefni verða ekki fjármögnuð nema með lántökum. Sveitarstjórnin áformar hinsvegar að endurskoða framkvæmda- og viðhaldsáætlun í maí 2011 ef fjarhagslegt svigrúm skapast til framkvæmda.  
Forgangsmál í framkvæmdum eru áframhaldandi gatnagerð og viðhaldsaðgerðir á grunnskóla Djúpavogshrepps.
    
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2.    Skólaskrifstofa Austurlands og málefni fatlaðra.

a)    Sveitarstjóri  kynnti nýtt samkomulag um Skólaskrifstofu Austurlands og samning   um þjónustusvæði Austurlands um málefni fatlaðra og samþykktir vegna sameiginlegrar félagsmálanefndar. Stefnt er að undirritun nýs samnings fyrir áramót þegar yfirfærsla á málefnum fatlaðra færist yfir til sveitarfélaganna.  Sveitarstjóra veitt umboð  til að ganga frá samningnum og undirrita f.h. sveitarstjórnar. Frekari umfjöllun á samningi um sameiginlega félagsmálanefnd frestað.

3.    Erindi og bréf.

a)    Markaðsstofa Austurlands, dags. 30. nóvember 2010.  Markaðsstofan fer þess á leit að sveitarfélög á Austurlandi geri nýjan tveggja ára samning við markaðsstofuna.  Nýr samningur lagður fram til kynningar og sveitarstjóra veitt umboð til að samþykkja og undirrita f.h. sveitarstjórnar.

4.    Fundargerðir.

a)    Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands 10. nóvember 2010.  Á fundinum var farið yfir drög að nýjum samningi um Skólaskrifstofu Austurlands og fjárhagsáætlun fyrir 2011.
b)    Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum 1. desember 2010.  Á fundinum var farið yfir fundi með iðnaðarráðuneytinu og minnisblað um niðurgreiðslur.  Einnig um endurgreiðslu virðisaukaskatts á húshitunarkostnaði, hækkun raforkuverðs, endurskoðun raforkulaga og mögulega eflingu á starfsemi SSKS.
c)    Fundargerð skólanefndar DPV. 06.12.2010. Fundargerð og ný skólastefna Djúpavogshrepps lagðar fram og samþykktar samhljóða.  Sveitarstjórn fagnar jafnframt því metnaðarfulla starfi sem liggur að baki skólastefnunni.

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Atvinnumál
b)    Búfjárhald


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.12.2010

2. desember 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  02.12. 2010

5.    fundur  2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 2. des. 2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Irene Meslo. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés Skúlason stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Ákvörðun um útsvarsprósentu 2011. Sveitarstjórn staðfestir samþykkt dags. 29. nóvember 2010 um að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
b)    Gjaldskrár 2010 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2011. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2011. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2010 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2010-2012. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2011. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
d)    Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2011. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.
e)    Útkomuspá vegna ársins 2010. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f)    Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2011. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2011. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur u.þ.b. 6 millj. Talsverður lausafjárvandi er hins vegar fyrirsjáanlegur á árinu sem takast verður  á við með skuldbreytingum og sölu eigna auk frekari hagræðingar í rekstri.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða að draga saman í rekstri og farið betur yfir tekjuspá 2011. Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 16. des. kl. 15:00.

2.    Erindi og bréf.

a)    Ódagsett bréf frá Rannsóknarsetri forvarna við Háskólann á Akureyri ásamt skýrslu „Heilsa og lífskjör skólanema á Norðaustursvæði 2006-2010. Lagt fram til kynningar.
b)    Velferðarvaktin dags. 25. október 2010.  Áskorun frá velferðarvaktinni þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni. Lagt fram til kynningar.
c)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 29. október 2010.  Varðar áætlun um úthlutun aukaframlags 2010. Lagt fram til kynningar.
d)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 29. október 2010. Varðar áætlun um tekjujöfnunarframlag 2010.  Lagt fram til kynningar.
e)    Stígamót dags. 1. nóvember 2010. Varðar beiðni um styrk til samtakanna.  Erindinu hafnað.
f)    Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 8. nóvember 2010.  Varðar framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. Samþykkt að halda þátttöku í verkefninu áfram.
g)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 17. nóvember 2010. Varðar skil sveitarfélaga á fjárhagsáætlunum fyrir 2011.  Sveitarstjóra falið að skila fjárhagsáætlun lögum samkvæmt fyrir 31. desember 2010.


3.    Fundargerðir

a)    Skólanefnd, dags. 2. nóvember 2010. Samþykkt samhljóða.

4.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Öxi. Sveitarstjóri kynnti ákvörðun um opnun vegarins yfir Öxi, föstudaginn 19. nóvember. Var hún framkvæmd með samþykki Vegagerðarinnar. Kostnaður var óverulegur. Undir þessum lið minnti sveitarstjóri á opið hús sem verður á Hótel Framtíð þann 7. desember þar sem frummatsskýrsla vegna Axarvegar – botn Berufjarðar  og  Skriðdal verður kynnt af hálfu Vegagerðarinnar.

b)   Fjallskil. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu í fjallskilamálum innan sveitarfélagsins.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

03.12.2010