Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

2. september 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  02.09. 2010

3.    fundur  2010-2014

Ath. misskiliningur olli því að fundarboð fyrir fundinn var ekki birt á heimasíðunni. Beðist er velvirðingar á því.

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 2. september  2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Sóley Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés Skúlason stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins

a)    Rekstrayfirlit janúar til júní 2010. Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti fyrstu 6 mánuði ársins en á því koma fram allnokkur frávik frá fjárhagsáætlun. Sveitarstjóri, ásamt forstöðumönnum, munu fara yfir rekstur stofnana og leita skýringa.
b)    Sala eigna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir sölu á Hammersminni 1. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með söluna og fagnar því að nýir íbúar festi sig þannig í sessi í sveitarfélaginu.

2.    Samgöngumál

Ályktun sveitarstjórnar vegna umræðu um samgöngumál í fjórðungnum.
„Sveitarstjórn Djúpavogshrepps vill í ljósi umræðu um samgöngumál í fjórðungnum lýsa andstöðu sinni við hugmyndir um að færa þjóðveg 1 með fjörðum.  Leiðin um firðina nýtur nú þegar þeirrar þjónustu sem skylt er að veita á þjóðvegi 1.
Sveitarstjórn telur vandséð hver ávinningur af tilfærslu þjóðveganúmers ætti að vera fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Umferðarþungi m.a. um Öxi sýnir að númer vega ræður ekki vali vegfarenda á ferðaleiðum, farsælast  er að vegfarendur velji þær ótilneyddir“

3.    Erindi og bréf

a)  Bréf SRG dags. 24.8.2010. Lagt fram til kynningar
b)  Sjálfsmatsskýrsla grunnskólans. Lögð fram til kynningar.
c)   Bréf  EFS dags. 31.8.2010.  Lagt fram til kynningar.

4.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd 26.8.2010.  Samþykkt samhljóða.
b)    Landbúnaðarnefnd 18.8.2010. Samþykkt samhljóða.

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Bóndavarðan. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp við útgáfu Bóndavörðunnar frá og með október. Bóndavarðan verður hér eftir gefin út sem fréttabréf Djúpavogshrepps í samvinnu við stofnanir sveitarfélagsins.
b)    Posi – rafrænt greiðsluform. Settur hefur verið upp posi á skrifstofu sveitarfélagsins þannig að hægt er nú að greiða reikninga með kortum.
c)    Pappírslaus viðskipti. Stefnt er að því að frá og með áramótum verði sem mest af viðskiptum Djúpavogshrepps pappírslaus til sparnaðar og hagræðingar, þar með talin fasteignargjöld og þess háttar.
d)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlagi úr Styrkvegasjóði og stöðu varðandi girðingar í Búlandsdal.
e)    Skólaakstur.  Gengið hefur verið til samninga við Hauk Elísson eftir útboð.
f)    Skólamötuneyti.  Samningur við Hótel Framtíð hefur verið framlengdur.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

03.09.2010