Sveitarstjórn
10. júlí 2010
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 08.07. 2010
2. fundur 2010-2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 8. júlí 2010 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.
Oddviti óskaði eftir að sveitarstjórn samþykkti að bæta lið 3 á dagskrána. Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, síðari umræða
Fjallað hafði verið um tillögur um breytingar á skipan nefnda, ásamt breytingartillögum unnum af skrifstofu sveitarfélagsins á ýmsum efnisatriðum í gildandi samþykkt. Að lokinni umfjöllun voru tillögurnar bornar upp og samþykktar samhljóða og í framhaldi af því settu fundarmenn upphafsstafi sína undir skjalið. Sveitarstjóra síðan falið að koma samþykktinni til staðfestingar félagsmálaráðuneytisins og síðar til birtingar í stjórnartíðindum.
Skv. nýfrágenginni samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps var kosið í ýmsar nefndir, ráð o.fl. Kosning var samhljóða og fór sem hér greinir:
Aðalmenn: Varamenn:
Hafnarnefnd
Sigurður Ágúst Jónsson Birgir Guðmundsson
Björn Hafþór Guðmundsson Emil Karlsson
Brynjólfur Reynisson Stefán Þór Kjartansson
Skóla- og jafnréttisnefnd
Sóley Dögg Birgisdóttir Egill Egilsson
Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir Óðinn Sævar Gunnlaugsson
Elísabet Guðmundsdóttir Klara Bjarnadóttir
Ævar Orri Eðvaldsson Claudía Gomez
Bergþóra Birgisdóttir Jóhann Hjaltason
Skipulags- byggingar- og umhverfismálanefnd
Andrés Skúlason Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Þórdís Sigurðardóttir Emil Karlsson
Irene Meslo Bryndís Reynisdóttir
Magnús Hreinsson Guðmundur Hjálmar Gunnlaugsson
Kári Valtingojer Jóhann Atli Hafliðason
Ferða- menningar- og atvinnumálanefnd
Albert Jensson Unnur Malmquist Jónsdóttir
Bryndís Reynisdóttir Þórir Stefánsson
Sveinn Kristján Ingimarsson Íris Birgisdóttir
Ágústa Margrét Arnardóttir Jón Friðrik Sigurðsson
Elís Hlynur Grétarsson Dröfn Freysdóttir
Landbúnaðarnefnd
Guðmundur Valur Gunnarsson Steinþór Björnsson
Jóhann Atli Hafliðason Baldur Gunnlaugsson
Gautur Svavarsson Rúnar Gunnarsson
Húsnæðisnefnd
Þórdís Sigurðardóttir Irene Meslo
Ólafur Björnsson Svala Bryndís Hjaltadóttir
Hafdís Reynisdóttir Pálmi Fannar Smárason
Kjörstjórn
Magnús Hreinsson Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir
Guðrún Sigríður Sigurðardóttir Egill Egilsson
Ólafur Eggertsson Steinunn Jónsdóttir
Endurskoðendur
KPMG - Endurskoðun hf
Skoðunarmenn
Ásdís Þórðardóttir Magnús Hreinsson
Ólafur Eggertsson Guðný Helga Baldursdóttir
Til eins árs
Tveir aðalmenn og tveir til vara á aðalfund SSA
Andrés Skúlason Albert Jensson
Bryndís Reynisdóttir Sóley Dögg Birgisdóttir
Einn fulltrúi í Fulltrúaráð Skólaskrifstofu Austurlands
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir Sóley Dögg Birgisdóttir
Til fjögurra ára
Fulltrúi á Landsþing samb. ísl. sveitarfélaga
Gauti Jóhannesson Andrés Skúlason
Félagsmálanefnd (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)
Albert Jensson
Fulltrúi Djúpavogshrepps í stjórn Héraðskjalasafns Austurlands
Ólafur Eggertsson
Stjórn Nönnusafns
Bryndís Reynisdóttir Albert Jensson
Stjórn Ríkarðssafns
Elísabet Guðmundsdóttir Íris Birgisdóttir
2. Launakjör sveitarstjórnarmanna og nefnda 2010-2014
Tillaga borin upp um að launakjör sveitarstjórnar og nefnda verði óbreytt frá liðnu kjörtímabili, en frekari umræðu og eftir atvikum endurskoðun á launakjörum að öðru leyti vísað til fjárhagsætlunar 2011.
3. Uppsögn N1 – Rammasamningur Ríkiskaupa um eldsneyti og olíur á ökutæki og vélar
N1 hf. hefur sagt upp núverandi rammasamningi um eldsneyti á bíla og tekur uppsögnin gildi þann 1. ágúst 2010. Sveitarstjóra falið að vinna að málinu. Samþykkt samhljóða.
4. Skýrsla sveitarstjóra
a. Farið yfir atriði sem lúta að Vatnsveitu Djúpavogs, tjóni á henni og viðbragða við því.
b. Fjallað um möguleika á nýtingu á hitaveituvatni í fasteignum sveitarfélagsins.
c. Gerð grein fyrir tillögum starfshóps um heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:20.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson fundarritari.