Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

27. maí 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  27. 05. 2010

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 27. maí 2010 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Sigurður Ágúst Jónsson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og  Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2009, síðari umræða.

Fyrir fundinum lá skýrsla skoðunarmanna Djúpavogshrepps dags. 28. apríl 2010 en þar kemur fram að þeir gera engar athugasemdir við ársreikninginn. Skoðunarmenn benda þó á ýmsa ytri aðstæður sem valdið hafa erfiðum rekstri og kalla á mikið aðhald varðandi ákvarðanatöku um framkvæmdir og rekstrarútgjöld, svo sem lækkun á framlagi Jöfnunarsjóðs og mikinn fjármagnskostnað.

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2009 eru:                    
*    Heildartekjur A-hluta ......................................        262.344.612
*    Heildargjöld A-hluta, án fjármagnsliða .............        260.733.458
*    Heildartekjur A- og B-hluta .............................        310.643.061
*    Heildargjöld A- og B-hluta, án fjárm.liða ...........       290.395.632
*    Hrein fjármagnsgjöld A-hluta                                     28.394.791
*    Hrein fjármagnsgjöld A- og B-hluta                            38.205.083    
*    Rekstrarniðurstaða A-hluta .............................         -26.783.637
*    Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta ...................          -17.957.654
*    Skuldir og skuldbindingar A-hluta .................           543.108.323
*    Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta .......            609.753.916
*    Eignir A-hluta .................................................       662.212.281
*    Eignir A- og B-hluta ......................................         706.666.305
    Eigið fé A – og B - hluta.................................            96.912.389    

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

 

2.    Önnur fjárhagsleg málefni

a)    Hluthafaf. í Kvennasmiðjunni ehf. 6. maí 2010. Fundarg. lögð fram til kynningar.
b)    Stjórnarf. í Kvennasmiðjunni ehf.  10. maí 2010. Fundargerð lögð fram til kynningar.
c)    Upplýsingar varðandi gatnaframkvæmdir.  Sveitarstjórn vinnur að því að finna leiðir til að koma frekari gatnagerðarverkefnum af stað m.a. með athugun á hagstæðu lánsfjármagni sem og könnun á því að fella slík verkefni undir svokölluð viðhaldsverkefni sem ríkisvaldið hefur lagt upp með.
d)    Ársreikningur Nordic Factory 2009. Djúpavogshreppur keypti fyrirtækið í lok árs 2009. Ársreikningurinn er unninn af KPMG og var hann kynntur á fundinum. Hann er auk þess hluti af B samstæðu Djúpavogshrepps í ársreikningi 2009.
e)    H2OWATN ehf, staða „vatnsverkefnisins“. Sveitarstjóri kynnti málið.

3.    Erindi og bréf.

a)    Orkustofnun dags. 17. maí 2010. Varðar áform um gullleit á Austurlandi. Miðað við umfjöllun um málið í fjölmiðlum varða áformin einkum svæði á Austurlandi, norðan við Djúpavogshrepp. Lagt fram til kynningar.
b)    SSA dags. 4. maí 2010. Ýmis gögn vegna aukaaðalfundar SSA. Sveitarstjóri og oddviti kynntu málið.

4.    Fundargerðir.

a)    SKN 17. maí 2010. Í fundargerðinni kemur fram í lið 2 að eini umsækjandi um skólastjórastöðu við Grunnskóla Djúpavogs vegna væntanlegs barnsburðarleyfis núverandi skólastjóra er Berglind Einarsdóttir. Mælir skólanefnd einróma með því að hún verði ráðin. Tillaga skólanefndar borin upp og hún samþykkt samhljóða.  

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Farið yfir ýmis atriði er varða lok starfstímabils fráfarandi sveitarstjóra.
b)    Sveitarstjórn lýsir ánægju með framgang samnings við Seglsskips sem gerður var vegna sölu á Stekkjarhjáleigu á sínum tíma, en uppbygging á svæðinu hefur verið að fullu í samræmi við ákvæði hans.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.

28.05.2010