Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

15. desember 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15. 12. 2010

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn. 15. des. 2010 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir og  Þórdís Sigurðardóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2011; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Gjaldskrár 2011.  Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2011 gilda eftirtaldar ákvarðanir:
I.    Fasteignaskattur A                 0,625%    
II.    Fasteignaskattur B                1,32%
III.    Fasteignaskattur C                1,65%
IV.    Holræsagjald A                    0,25%
V.    Holræsagjald B                    0,25%
VI.    Holræsagj. dreifbýli                7.500 kr.
VII.    Vatnsgjald A                    0,35%
VIII.    Vatnsgjald B                    0,35%
IX.    Aukavatnskattur                 32,63 kr./ m³.
X.    Sorphirðugjald                    12.500 kr. pr. íbúð
XI.    Sorpeyðingargjald                12.500 kr. pr. íbúð
XII.    Lóðaleiga                         1 % (af fasteignamati lóðar)
XIII.    Fjöldi gjalddaga                    6  

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
    
b)    Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþegan árið 2011. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengnilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2010. Fyrirliggjandi skjal borið undir atkvæði. Það samþ. samhljóða og undirritað á fundinum.
d)    Viðhaldsáætlun eignasjóðs og stofnana lögð fram og samþ. samhljóða.
e)    Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið. Það síðan undirritað af sveitarstjórn.
f)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2011. Síðari umræða. Fyrirliggjandi gögn kynnt. Helztu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):    
*    Skatttekjur A-hluta .........................................            158.917
*    Fjármagnsgjöld aðalsjóðs....................................                           12.441
*    Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, jákvæð...............                          1.875
*    Rekstrarniðurstaða A-hluta, jákvæð .................                  10.825
*    Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................                 30.492
*    Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......               31.077
*    Afskriftir A og B hluti ....................................               24.532
*    Eignir .............................................................             632.730
*    Langtímaskuldir og skuldbindingar....................             374.549
*    Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.......             127.436
*    Skuldir og skuldbindingar samtals....................             501.985
*    Eigið fé í árslok 2011 .....................................               130.745
*    Veltufé frá rekstri áætlað ................................           54.916
*    Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........             0

Áætluð rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er skv. framanrituðu jákvæð um 30.492. þús. Eins og sjá má hér að ofan er ekki gert ráð fyrir neinum verulegum fjárfestingum árið 2011. Eingöngu er áformað að vinna áfram að endurbyggingu Faktorshúss verði fjárveiting til þess á fjárlögum 2011. Sveitarfélagið mun leggja á móti sömu fjárhæð, áætlað 3 millj. kr. Heildarframkvæmdafé til ráðstöfunar er því áætlað 6 milljónir. Viðhaldsverkefni á vegum eignasjóðs verða smávægileg að öðru leyti.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mun í því erfiða árferði sem nú er að merkja almennt hjá  sveitarfélögum í landinu stefna á að  vinna áfram að hagræðingaraðgerðum án þess að komi til skerðingar á grunnþjónustu á svæðinu, það er forgangsmál.  Leitast verður jafnhliða við að draga úr skuldsetningu og fjármagnskostnaði sem því fylgir.  
Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur staðið í mjög viðamiklum framkvæmdum á síðustu árum til mikilla hagsbóta fyrir íbúana, liggur jafnframt fyrir að framkvæmdir á næsta ári verða í lágmarki þar sem stærri verkefni verða ekki fjármögnuð nema með lántökum. Sveitarstjórnin áformar hinsvegar að endurskoða framkvæmda- og viðhaldsáætlun í maí 2011 ef fjarhagslegt svigrúm skapast til framkvæmda.  
Forgangsmál í framkvæmdum eru áframhaldandi gatnagerð og viðhaldsaðgerðir á grunnskóla Djúpavogshrepps.
    
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2.    Skólaskrifstofa Austurlands og málefni fatlaðra.

a)    Sveitarstjóri  kynnti nýtt samkomulag um Skólaskrifstofu Austurlands og samning   um þjónustusvæði Austurlands um málefni fatlaðra og samþykktir vegna sameiginlegrar félagsmálanefndar. Stefnt er að undirritun nýs samnings fyrir áramót þegar yfirfærsla á málefnum fatlaðra færist yfir til sveitarfélaganna.  Sveitarstjóra veitt umboð  til að ganga frá samningnum og undirrita f.h. sveitarstjórnar. Frekari umfjöllun á samningi um sameiginlega félagsmálanefnd frestað.

3.    Erindi og bréf.

a)    Markaðsstofa Austurlands, dags. 30. nóvember 2010.  Markaðsstofan fer þess á leit að sveitarfélög á Austurlandi geri nýjan tveggja ára samning við markaðsstofuna.  Nýr samningur lagður fram til kynningar og sveitarstjóra veitt umboð til að samþykkja og undirrita f.h. sveitarstjórnar.

4.    Fundargerðir.

a)    Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands 10. nóvember 2010.  Á fundinum var farið yfir drög að nýjum samningi um Skólaskrifstofu Austurlands og fjárhagsáætlun fyrir 2011.
b)    Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum 1. desember 2010.  Á fundinum var farið yfir fundi með iðnaðarráðuneytinu og minnisblað um niðurgreiðslur.  Einnig um endurgreiðslu virðisaukaskatts á húshitunarkostnaði, hækkun raforkuverðs, endurskoðun raforkulaga og mögulega eflingu á starfsemi SSKS.
c)    Fundargerð skólanefndar DPV. 06.12.2010. Fundargerð og ný skólastefna Djúpavogshrepps lagðar fram og samþykktar samhljóða.  Sveitarstjórn fagnar jafnframt því metnaðarfulla starfi sem liggur að baki skólastefnunni.

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Atvinnumál
b)    Búfjárhald


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.12.2010

2. desember 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  02.12. 2010

5.    fundur  2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 2. des. 2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Birgisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Irene Meslo. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés Skúlason stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Ákvörðun um útsvarsprósentu 2011. Sveitarstjórn staðfestir samþykkt dags. 29. nóvember 2010 um að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
b)    Gjaldskrár 2010 til fyrri umræðu. Fyrir fundinum lá skjal með tillögum forstöðumanna um gjaldskrár og fleira vegna ársins 2011. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi vísað til síðari umræðu.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2011. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2010 eins og þær voru settar fram í 3ja ára áætlun fyrir 2010-2012. Einnig lagði sveitarstjóri fram vinnuskjal vegna ársins 2011. Að lokinni umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
d)    Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2011. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.
e)    Útkomuspá vegna ársins 2010. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af honum og Guðlaugi Erlingssyni KPMG með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f)    Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshr. 2011. Sveitarstjóri kynnti fyrirliggjandi gögn.      
g)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2011. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur u.þ.b. 6 millj. Talsverður lausafjárvandi er hins vegar fyrirsjáanlegur á árinu sem takast verður  á við með skuldbreytingum og sölu eigna auk frekari hagræðingar í rekstri.  Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða að draga saman í rekstri og farið betur yfir tekjuspá 2011. Að lokinni umfjöllun var samþ. að vísa áætluninni til síðari umræðu 16. des. kl. 15:00.

2.    Erindi og bréf.

a)    Ódagsett bréf frá Rannsóknarsetri forvarna við Háskólann á Akureyri ásamt skýrslu „Heilsa og lífskjör skólanema á Norðaustursvæði 2006-2010. Lagt fram til kynningar.
b)    Velferðarvaktin dags. 25. október 2010.  Áskorun frá velferðarvaktinni þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni. Lagt fram til kynningar.
c)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 29. október 2010.  Varðar áætlun um úthlutun aukaframlags 2010. Lagt fram til kynningar.
d)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 29. október 2010. Varðar áætlun um tekjujöfnunarframlag 2010.  Lagt fram til kynningar.
e)    Stígamót dags. 1. nóvember 2010. Varðar beiðni um styrk til samtakanna.  Erindinu hafnað.
f)    Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 8. nóvember 2010.  Varðar framhald verkefnis um hagsmunagæslu í úrgangsmálum. Samþykkt að halda þátttöku í verkefninu áfram.
g)    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 17. nóvember 2010. Varðar skil sveitarfélaga á fjárhagsáætlunum fyrir 2011.  Sveitarstjóra falið að skila fjárhagsáætlun lögum samkvæmt fyrir 31. desember 2010.


3.    Fundargerðir

a)    Skólanefnd, dags. 2. nóvember 2010. Samþykkt samhljóða.

4.    Skýrsla sveitarstjóra

a)    Öxi. Sveitarstjóri kynnti ákvörðun um opnun vegarins yfir Öxi, föstudaginn 19. nóvember. Var hún framkvæmd með samþykki Vegagerðarinnar. Kostnaður var óverulegur. Undir þessum lið minnti sveitarstjóri á opið hús sem verður á Hótel Framtíð þann 7. desember þar sem frummatsskýrsla vegna Axarvegar – botn Berufjarðar  og  Skriðdal verður kynnt af hálfu Vegagerðarinnar.

b)   Fjallskil. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu í fjallskilamálum innan sveitarfélagsins.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

03.12.2010

21. október 2010


Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  21.10. 2010

4.    fundur  2010-2014


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 21. október  2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, Sóley Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri.
Andrés Skúlason stjórnaði fundi.i.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir og fleira.

a)    Fjármálaráðstefna 2010. Oddviti, varaoddviti og sveitarstjóri sátu ráðstefnuna og gerðu grein fyrir henni.
b)    Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Oddviti og sveitarstjóri sátu fundinn og gerðu grein fyrir honum.
c)    Aðalfundur SSKS.  Sveitarstjóri og oddviti sátu fundinn og gerðu grein fyrir honum. 
d)    Undirbúningur endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010. Sveitarstjóri gerir grein fyrir málinu.
e)    Hugmyndir um lækkun á rekstrarkostnaði og almenna hagræðingu. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og eftir atvikum til áætlunargerðar 2011.

2.    Fundargerðir

a)    SBU. 4. 10. 2010.  Samþykkt samhljóða

3.    Erindi og bréf

a)    Árskýrsla leikskólans Bjarkatúns. Lögð fram til kynningar.
b)    SSA – viðtöl þingmanna í NA kjördæmi 25.10.2010.  Ákveðið að sem flestir aðalmenn í sveitarstjórn mæti á fundinn. Oddvita og sveitarstjóra falið að undirbúa drög að minnisblaði og leggja fyrir þingmenn.
c)    SÍS dags. 1. 9 . 2010. Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum. Lagt fram til kynningar.  
d)    Málefli dags. 1 9. 2010. Lagt fram til kynningar.
e)    Velferðarvaktin dags. 1.9.2010. Ályktun Velferðarvaktarinnar í upphafi skólastarfs. Lagt fram til kynningar.
f)    Vinnueftirlit dags. 2.9.2010. Vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum.  Lagt fram til kynningar.
g)    Fiskistofa dags. 2.9.2010.  Þorskeldi ehf. Lagt fram til kynningar.
h)    Guðmundur Kristinsson dags. 7.9.2010. Stækkun lóðarinnar á Þvottá.
Samþykkt samhljóða.
i)    Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytið dags. 24.09.2010. Tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.
j)    Brunamálastofnun dags. 29.9.2010. Brunavarnir á Djúpavogi. Lagt fram til kynningar.
k)    SÍS dags. 8. 10.2010. Námskeið um aðgerðaráætlanir í jafnréttismálum 1. – 2. nóvember 2010. Lagt fram til kynningar.
l)    Umhverfisstofnun dags. 11.10.2010.  Vegna refaveiða.  Lagt fram til kynningar.
m)    SÍS dags. 13.10.2010.  Skólabragur – Málstofa sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál.  Lagt fram til kynningar.
n)    Anna Guðrún  Björnsdóttir, ódags.

4.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Fjallskil 2010
b)    Byggðakvóti
c)    Málefni bræðslunnar
d)    Málefni hafnarinnar
e)    Íþrótta- og æskulýðsmál
 Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

27.10.2010

2. september 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  02.09. 2010

3.    fundur  2010-2014

Ath. misskiliningur olli því að fundarboð fyrir fundinn var ekki birt á heimasíðunni. Beðist er velvirðingar á því.

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 2. september  2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Sóley Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri. Andrés Skúlason stjórnaði fundi.


Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni sveitarfélagsins

a)    Rekstrayfirlit janúar til júní 2010. Sveitarstjóri gerði grein fyrir rekstraryfirliti fyrstu 6 mánuði ársins en á því koma fram allnokkur frávik frá fjárhagsáætlun. Sveitarstjóri, ásamt forstöðumönnum, munu fara yfir rekstur stofnana og leita skýringa.
b)    Sala eigna. Sveitarstjóri gerði grein fyrir sölu á Hammersminni 1. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með söluna og fagnar því að nýir íbúar festi sig þannig í sessi í sveitarfélaginu.

2.    Samgöngumál

Ályktun sveitarstjórnar vegna umræðu um samgöngumál í fjórðungnum.
„Sveitarstjórn Djúpavogshrepps vill í ljósi umræðu um samgöngumál í fjórðungnum lýsa andstöðu sinni við hugmyndir um að færa þjóðveg 1 með fjörðum.  Leiðin um firðina nýtur nú þegar þeirrar þjónustu sem skylt er að veita á þjóðvegi 1.
Sveitarstjórn telur vandséð hver ávinningur af tilfærslu þjóðveganúmers ætti að vera fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Umferðarþungi m.a. um Öxi sýnir að númer vega ræður ekki vali vegfarenda á ferðaleiðum, farsælast  er að vegfarendur velji þær ótilneyddir“

3.    Erindi og bréf

a)  Bréf SRG dags. 24.8.2010. Lagt fram til kynningar
b)  Sjálfsmatsskýrsla grunnskólans. Lögð fram til kynningar.
c)   Bréf  EFS dags. 31.8.2010.  Lagt fram til kynningar.

4.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd 26.8.2010.  Samþykkt samhljóða.
b)    Landbúnaðarnefnd 18.8.2010. Samþykkt samhljóða.

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Bóndavarðan. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp við útgáfu Bóndavörðunnar frá og með október. Bóndavarðan verður hér eftir gefin út sem fréttabréf Djúpavogshrepps í samvinnu við stofnanir sveitarfélagsins.
b)    Posi – rafrænt greiðsluform. Settur hefur verið upp posi á skrifstofu sveitarfélagsins þannig að hægt er nú að greiða reikninga með kortum.
c)    Pappírslaus viðskipti. Stefnt er að því að frá og með áramótum verði sem mest af viðskiptum Djúpavogshrepps pappírslaus til sparnaðar og hagræðingar, þar með talin fasteignargjöld og þess háttar.
d)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlagi úr Styrkvegasjóði og stöðu varðandi girðingar í Búlandsdal.
e)    Skólaakstur.  Gengið hefur verið til samninga við Hauk Elísson eftir útboð.
f)    Skólamötuneyti.  Samningur við Hótel Framtíð hefur verið framlengdur.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson, fundarritari.

03.09.2010

10. júlí 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  08.07. 2010

2. fundur  2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 8. júlí 2010 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Bryndís Reynisdóttir, Albert Jensson, Sóley Birgisdóttir og Sigurður Ágúst Jónsson. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri.


Oddviti óskaði eftir að sveitarstjórn samþykkti að bæta lið 3 á dagskrána.  Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.    Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, síðari umræða

Fjallað hafði verið um tillögur um breytingar á skipan nefnda, ásamt breytingartillögum unnum af skrifstofu sveitarfélagsins á ýmsum efnisatriðum í gildandi samþykkt. Að lokinni umfjöllun voru tillögurnar bornar upp og samþykktar samhljóða og í framhaldi af því settu fundarmenn upphafsstafi sína undir skjalið. Sveitarstjóra síðan falið að koma samþykktinni til staðfestingar félagsmálaráðuneytisins og síðar til birtingar í stjórnartíðindum.  

Skv. nýfrágenginni samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps var kosið í ýmsar nefndir, ráð o.fl. Kosning var samhljóða og fór sem hér greinir:
 
Aðalmenn:                                         Varamenn:

Hafnarnefnd

Sigurður Ágúst Jónsson              Birgir Guðmundsson
Björn Hafþór Guðmundsson        Emil Karlsson
Brynjólfur Reynisson                  Stefán Þór Kjartansson

Skóla- og jafnréttisnefnd

Sóley Dögg Birgisdóttir               Egill Egilsson
Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir    Óðinn Sævar Gunnlaugsson
Elísabet Guðmundsdóttir            Klara Bjarnadóttir
Ævar Orri Eðvaldsson                 Claudía Gomez
Bergþóra Birgisdóttir                 Jóhann Hjaltason

Skipulags- byggingar- og umhverfismálanefnd

Andrés Skúlason                      Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Þórdís Sigurðardóttir                 Emil Karlsson
Irene Meslo                            Bryndís Reynisdóttir
Magnús Hreinsson                   Guðmundur Hjálmar Gunnlaugsson
Kári Valtingojer                        Jóhann Atli Hafliðason

Ferða- menningar- og atvinnumálanefnd

Albert Jensson                        Unnur Malmquist Jónsdóttir
Bryndís Reynisdóttir                 Þórir Stefánsson
Sveinn Kristján Ingimarsson     Íris Birgisdóttir
Ágústa Margrét Arnardóttir        Jón Friðrik Sigurðsson
Elís Hlynur Grétarsson              Dröfn Freysdóttir

Landbúnaðarnefnd

Guðmundur Valur Gunnarsson   Steinþór Björnsson
Jóhann Atli Hafliðason             Baldur Gunnlaugsson
Gautur Svavarsson                  Rúnar Gunnarsson

Húsnæðisnefnd

Þórdís Sigurðardóttir               Irene Meslo
Ólafur Björnsson                    Svala Bryndís Hjaltadóttir
Hafdís Reynisdóttir                 Pálmi Fannar Smárason

Kjörstjórn

Magnús Hreinsson                  Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir
Guðrún Sigríður Sigurðardóttir   Egill Egilsson
Ólafur Eggertsson                  Steinunn Jónsdóttir

Endurskoðendur

KPMG -  Endurskoðun hf

Skoðunarmenn

Ásdís Þórðardóttir                  Magnús Hreinsson
Ólafur Eggertsson                 Guðný Helga Baldursdóttir


Til eins árs

Tveir aðalmenn og tveir til vara á aðalfund SSA

Andrés Skúlason                  Albert Jensson
Bryndís Reynisdóttir              Sóley Dögg Birgisdóttir

Einn fulltrúi í Fulltrúaráð Skólaskrifstofu Austurlands

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir   Sóley Dögg Birgisdóttir


Til fjögurra ára

Fulltrúi á Landsþing samb. ísl. sveitarfélaga

Gauti Jóhannesson               Andrés Skúlason

Félagsmálanefnd (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)

Albert Jensson

Fulltrúi Djúpavogshrepps í stjórn Héraðskjalasafns Austurlands

Ólafur Eggertsson

Stjórn Nönnusafns

Bryndís Reynisdóttir             Albert Jensson

Stjórn Ríkarðssafns

Elísabet Guðmundsdóttir       Íris Birgisdóttir

2.    Launakjör sveitarstjórnarmanna og nefnda 2010-2014

Tillaga borin upp um að launakjör sveitarstjórnar og nefnda verði óbreytt frá liðnu kjörtímabili, en frekari umræðu og eftir atvikum endurskoðun á launakjörum að öðru leyti vísað til fjárhagsætlunar 2011.

3.    Uppsögn N1 – Rammasamningur Ríkiskaupa um eldsneyti og olíur á ökutæki og vélar

N1 hf. hefur sagt upp núverandi rammasamningi um eldsneyti á bíla og tekur uppsögnin  gildi þann 1. ágúst 2010.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu. Samþykkt samhljóða.

4.    Skýrsla sveitarstjóra

a.    Farið yfir atriði sem lúta að Vatnsveitu Djúpavogs, tjóni á henni og viðbragða við því.
b.    Fjallað um möguleika á nýtingu á hitaveituvatni í fasteignum sveitarfélagsins.  
c.    Gerð grein fyrir tillögum starfshóps um heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:20.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson fundarritari.

12.07.2010

15. júní 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  15. 06. 2010

1.    fundur  2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 15. júní 2010 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Bryndís Reynisdóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Sóley Birgisdóttir. Einnig sátu fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, fráfarandi sveitarstjóri og Gauti Jóhannesson, verðandi sveitarstjóri.

Starfsaldursforseti nýkjörinnar sveitarstjórnar, Andrés Skúlason stjórnaði fundinum meðan afgreiddur var liður 1 a).

Dagskrá:

1.    Verkaskipting sveitarstjórnar.

a)    Kosning oddvita
Andrés Skúlason var samhljóða kjörinn oddviti og tók við fundarstjórn sem slíkur.
b)    Kosning fyrsta varaoddvita
Bryndís Reynisdóttir var samhljóða kjörin fyrsti varaoddviti.
c)    Kosning annars varaoddvita
Albert Jensson var samhljóða kjörinn annar varaoddviti.
d)     Bryndís Reynisdóttir var samhljóða kjörin ritari sveitarstjórnar.

2.    Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, fyrri umræða.

Oddviti kynnti hugmyndir um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins, lúta þær einkum að breytingum á nefndakerfi.  Eftir umfjöllum var samþykkt að vísa málinu til seinni umræðu.

3.    Gengið frá umboði til oddvita vegna ráðningar sveitarstjóra.

Oddvita veitt heimild til að ganga frá samningi við Gauta Jóhannesson vegna ráðningar hans í starf sveitarstjóra Djúpavogshrepps á grundvelli samningsdraga sem kynnt voru á fundinum.

4.    Launakjör sveitarstjórnarmanna 2010-2014.

Fyrir fundinum lá samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarmanna á Íslandi vorið 2010.  Afgreiðslu frestað.

5.    Sumarfrí sveitarstjórnar 2010.

Samþykkt að sveitarstjórn taki sumarfrí frá og með 10. júlí til 15. ágúst 2010.

6.    Frágangur prókúrumboðs.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Gauta Jóhannessyni, kt. 070364-2559, prókúruumboð fyrir Djúpavogshrepp frá og með 16. júní 2010 með þeim réttindum og skyldum sem prókúruheimildinni fylgja. Jafnframt er afturkallað umboð til Björns Hafþórs Guðmundssonar, kt. 160147-3859, frá og með sama tíma.

7.    Heimild til lántöku.

Oddviti óskaði eftir að sveitarstjórn samþykkti að bæta lið númer 7 á dagskrána.  
Tillaga þar um borin upp og samþykkt samhljóða.  Svohljóðandi bókun var gerð:

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 14.000.000.- kr.  til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna lán sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er sveitarstjóra, Gauta Jóhannessyni, kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Gauti Jóhannesson fundarritari.

21.06.2010

10. júní 2010

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  10. 06. 2010

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 10. júní 2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Þórdís Sigurðardóttir, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og  Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi, þeim 51. á kjörtímabilinu.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o.fl.

a)    Viðhald Grunnskóla, hugmyndir um útlitsbreytingar. Gögn frá verkfræðistofunni Mannvit lögð fram til kynningar.

 2.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Búfjárhald og umgengni í Löngulág. Til kynningar.
b)    Suðurferð BHG 1. –  4. júní 2010. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu.
c)    Hefðbundin sumarvinna, snyrting og hirðing opinna svæða. Til kynningar.
d)    Erindi Eli Smith, listmálara í Færeyjum um efnistöku úr Rauðuskriðum – allt að 500 kg. til að vinna málningarefni fyrir listsköpun sína. Sveitarstjóra og oddvita veitt heimild til að afgreiða erindið.

3.    Við lok kjörtímabils – kveðja til sveitarstjóra  

Oddvit tók til máls og flutti kveðju- og þakkarorð, sem hann óskaði eftir að bókuð yrðu:
„Við þessi tímamót þegar núverandi sveitarstjórn kveður vettvang þennan, vilja fulltrúar þeirra tveggja framboða sem leitt hafa sveitarfélagið síðastliðin tvö kjörtímabil, undir stjórn Björns Hafþórs Guðmundssonar, færa honum innilegar þakkir fyrir einstaklega ánægjulegt og árangursríkt samstarf.  Framboðin eru sammála um að undir stjórn Björns Hafþórs hafi tekist að skapa mikla og góða samstöðu á vettvangi sveitarstjórnar og að sú samstaða hafi leitt til  margra góðra verka sem sannarlega sjást merki um í samfélaginu, öllum íbúum til heilla.  
Sömuleiðis skal ekki síður þakka Birni Hafþór og konu hans, Hlíf Herbjörnsdóttur, þátt þeirra í að auðga hér mannlíf og samfélag með þátttöku í félags- og menningarlífi.  
Við viljum að lokum óska þeim alls hins besta í þeim verkefnum sem bíða þeirra í framtíðinni og vonumst við að sjálfsögðu til þess að sveitarfélagið muni áfram njóta krafta þeirra m.a. í þágu félags- og menningarstarfa, eins og verið hefur“.

Sveitarstjóri þakkaði oddvita og sveitarstjórn fyrir hlý orð í sinn garð og konu sinnar. Hann kvaðst vissulega kveðja starfið með ákveðnum söknuði, en umfram allt með miklu þakklæti í garð samstarfsmanna sinna undangengin tvö kjörtímabil. Með samstilltu átaki hefði mönnum tekizt að mynda samheldinn hóp inn á við og út á við og það væri að hans mati mjög mikils virði, ekki sízt nú á tímum. Hann minnti á áföll í atvinnumálum, sem byggðarlagið hefði orðið fyrir og á hvern hátt menn hefðu snúið sér að nýjum verkefnum til að mæta slíkum skakkaföllum. Hann kvaðst ekki vilja draga einstök mál út úr í hópi þeirra verkefna, sem unnið hefði verið að, oft af veikum fjárhagslegum burðum og í ríkjandi skilningsleysi stjórnvalda, hvað varðaði réttláta skiptingu tekjustofna að teknu tilliti til aðstæðna í minni sveitarfélögum. Hins vegar væri honum hugleikin sú uppbygging á sviði ferðaþjónustu og menningartengdum verkefnum, sem átt hefði sér stað, ásamt gífurlegum metnaði forsvarsmanna sveitarfélagsins á sviði umhverfismála í víðum skilningi. Ánægjulegt væri jafnframt að hafa tekið þátt í að gera heimasíðu sveitarfélagsins að jafn virkum og skemmtilegum miðli og hún væri orðin í dag.

Að lokum óskaði hann viðtakandi sveitarstjórn og eftirmanni sínum, Gauta Jóhannessyni alls velfarnaðar í störfum á komandi kjörtímabili.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:50.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.


11.06.2010

27. maí 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  27. 05. 2010

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 27. maí 2010 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Sigurður Ágúst Jónsson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Albert Jensson og  Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2009, síðari umræða.

Fyrir fundinum lá skýrsla skoðunarmanna Djúpavogshrepps dags. 28. apríl 2010 en þar kemur fram að þeir gera engar athugasemdir við ársreikninginn. Skoðunarmenn benda þó á ýmsa ytri aðstæður sem valdið hafa erfiðum rekstri og kalla á mikið aðhald varðandi ákvarðanatöku um framkvæmdir og rekstrarútgjöld, svo sem lækkun á framlagi Jöfnunarsjóðs og mikinn fjármagnskostnað.

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2009 eru:                    
*    Heildartekjur A-hluta ......................................        262.344.612
*    Heildargjöld A-hluta, án fjármagnsliða .............        260.733.458
*    Heildartekjur A- og B-hluta .............................        310.643.061
*    Heildargjöld A- og B-hluta, án fjárm.liða ...........       290.395.632
*    Hrein fjármagnsgjöld A-hluta                                     28.394.791
*    Hrein fjármagnsgjöld A- og B-hluta                            38.205.083    
*    Rekstrarniðurstaða A-hluta .............................         -26.783.637
*    Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta ...................          -17.957.654
*    Skuldir og skuldbindingar A-hluta .................           543.108.323
*    Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta .......            609.753.916
*    Eignir A-hluta .................................................       662.212.281
*    Eignir A- og B-hluta ......................................         706.666.305
    Eigið fé A – og B - hluta.................................            96.912.389    

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

 

2.    Önnur fjárhagsleg málefni

a)    Hluthafaf. í Kvennasmiðjunni ehf. 6. maí 2010. Fundarg. lögð fram til kynningar.
b)    Stjórnarf. í Kvennasmiðjunni ehf.  10. maí 2010. Fundargerð lögð fram til kynningar.
c)    Upplýsingar varðandi gatnaframkvæmdir.  Sveitarstjórn vinnur að því að finna leiðir til að koma frekari gatnagerðarverkefnum af stað m.a. með athugun á hagstæðu lánsfjármagni sem og könnun á því að fella slík verkefni undir svokölluð viðhaldsverkefni sem ríkisvaldið hefur lagt upp með.
d)    Ársreikningur Nordic Factory 2009. Djúpavogshreppur keypti fyrirtækið í lok árs 2009. Ársreikningurinn er unninn af KPMG og var hann kynntur á fundinum. Hann er auk þess hluti af B samstæðu Djúpavogshrepps í ársreikningi 2009.
e)    H2OWATN ehf, staða „vatnsverkefnisins“. Sveitarstjóri kynnti málið.

3.    Erindi og bréf.

a)    Orkustofnun dags. 17. maí 2010. Varðar áform um gullleit á Austurlandi. Miðað við umfjöllun um málið í fjölmiðlum varða áformin einkum svæði á Austurlandi, norðan við Djúpavogshrepp. Lagt fram til kynningar.
b)    SSA dags. 4. maí 2010. Ýmis gögn vegna aukaaðalfundar SSA. Sveitarstjóri og oddviti kynntu málið.

4.    Fundargerðir.

a)    SKN 17. maí 2010. Í fundargerðinni kemur fram í lið 2 að eini umsækjandi um skólastjórastöðu við Grunnskóla Djúpavogs vegna væntanlegs barnsburðarleyfis núverandi skólastjóra er Berglind Einarsdóttir. Mælir skólanefnd einróma með því að hún verði ráðin. Tillaga skólanefndar borin upp og hún samþykkt samhljóða.  

5.    Skýrsla sveitarstjóra.

a)    Farið yfir ýmis atriði er varða lok starfstímabils fráfarandi sveitarstjóra.
b)    Sveitarstjórn lýsir ánægju með framgang samnings við Seglsskips sem gerður var vegna sölu á Stekkjarhjáleigu á sínum tíma, en uppbygging á svæðinu hefur verið að fullu í samræmi við ákvæði hans.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.

28.05.2010

27. apríl 2010

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  27. 04. 2010

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 27. apríl 2010 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason, Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir, Guðmundur Valur Gunnarsson og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundson sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Ársreikningar Djúpavogshrepps 2009, fyrri umræða:

Ákveðið var að fresta þessum lið og taka hann fyrir kl. 17:00, en þá mættu á fundinn fulltrúi KPMG, Magnús Jónsson og skoðunarmenn ársreikninga, Ásdís Þórðardóttir og Ólafur Eggertsson, auk þess sat skrifstofustjóri og bókari, Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir, fundinn. M.J. gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu og þá verða helztu lykiltölur færðar inn.

2.    Önnur fjárhagsleg málefni:

a)    Mötuneyti leikskóla. Fyrir fundinum lá ósk leikskólastjóra þess efnis að í ljósi góðrar reynslu af rekstri mötuneytis í leikskólanum að undanförnu yrði ákvörðun þar um breytt úr tímabundnu fyrirkomulagi í varanlegt.  Þórdís Sigurðardóttir, leikskólastjóri sem jafnframt sat sveitarstjórnarfundinn gerði grein fyrir málinu. Borin upp tillaga um að ósk leikskólastjóra verði samþykkt. Hún samþykkt samhljóða.
b)    Endurskoðun á samningi um Skólaskrifstofu Austurlands. Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðuðum samningi um Skólaskrifstofuna.  Sveitarstjórn Djúpavogshrepps styður þær breytingartilögur sem fyrir liggja og leggur áherzlu á mikilvægi starfseminnar og tilvist Skólaskrifstofunnar fyrir skólastofnanir Djúpavogshrepps.  Ákveðið var að sveitarstjórnin óskaði eftir því að verða áfram aðili að Skólaskrifstofu Austurlands á grundvelli endurskoðaðs samnings þar um.  Er það von sveitarstjórnar að starfsemin verði áfram jafn fagleg og aðgengileg fyrir forsvarsmenn skólanna á Austurlandi sem hingað til, en jafnframt að tryggður verði aðgangur að þeirri þjónustu sem lög gera ráð fyrir en ekki hefur ætíð tekist að sinna vegna manneklu.
c)    Undir þessum lið var einnig kynnt söluferli á íbúðinni Eyjaland 3 (Björk), sem sveitarfélagið eignaðist á uppboði fyrir skömmu. Íbúðin var auglýst til sölu og hafa nokkrir sýnt henni áhuga og m.a. borizt í hana hagstætt tilboð að mati fasteignasala og mun hagstæðara að aðrir höfðu kynnt eða sent inn.  Var tilboðið opnað á fundinum, en frumrit þess sendi tilboðsgjafi til fasteignasalans. Sveitarstjórnin veitir sveitarstjóra heimild til að ganga frá sölunni í samræmi við framangreint tilboð með aðstoð Ævars Orra Dungal hjá fasteignasölunni Domus á Egilsstöðum.

3.    Erindi og bréf:

a)    Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna dags. 25. mars 2010. Varðar áskorun um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Með erindinu fylgja fyrri erindi FÍA til samgönguyfirvalda um sama mál. Í framangreindu erindi, sem sent er til allra sveitarstjórna á Íslandi kemur fram að samgönguyfirvöld eru hvött til að hefja nú þegar byggingar á nýrri samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni til að bæta aðbúnað við farþega svo íbúar landsins megi búa við sem bestar flugsamgöngur til og frá höfuðborginni. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps tekur einróma undir áskorun FÍA og felur sveitarstjóra að koma upplýsingum þar um til hlutaðeigandi.
b)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga dags. 14. apríl 2010. Erindið varðar nýjar reglubreytingar varðandi skjalavörslu sveitarfélaga og m.a. möguleika á að færa hana yfir í rafrænt form. Í niðurlagi bréfsins eru sveitarfélög engu að síður hvött til þess af forsvarsmönnum Héraðsskjalasafns Austfirðinga að taka ekki upp rafræna skjalavörslu að svo stöddu með vísan til skýringa, sem koma fram í bréfinu. Lagt fram til kynningar.
c)    Fóðurverkefnið, bréf Þórarins Lárussonar og fylgigögn, dags. 16. mars 2010. Erindið varðar áform um að koma á laggirnar færanlegri kögglunarsamstæðu sem hægt væri að nýta til þess að vinna fóðurvörur fyrir búfé beint úr heyrúllum. Jafnframt væri hægt að þróa kögglun á trjákurli og ýmsum úrgangsefnum til urðunar og endurvinnslu. Farið er fram á fjárhagslegan stuðning sveitarstjórna við verkefnið. ÞL hefur upplýst að sambærilegt erindi hafi verið sent til SSA og Eyþings. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til SSA.
d)    Auk framangreindra erinda var samþ. samhljóða að taka á dagskrána bréf frá Þjóðskrá, dags. 19. apríl 2010 varðandi kjörskrár o.fl. Fram kemur í bréfinu að kjósandi telst á kjörskrá í því sveitarfélagi, sem hann er skráður þrem vikum fyrir kjördag, þ.e. 8. maí 2010. Lagt fram til kynningar.

4.    Kosningar:

a)    Fulltrúi á aðalfund Menningarráðs Austurlands 12. maí 2010. Aðalmaður kjörinn Albert Jensson, varamaður Bryndís Reynisdóttir.
b)    Aðalfundur Þekkingarnets Austurlands 12. maí 2010. Aðalmaður kjörinn Sóley Dögg Birgisdóttir, varamaður Bryndís Reynisdóttir.
c)    Undir þessum lið var oddvita og sveitarstjóra veitt heimild til að ganga frá tilkynningu á fulltrúa Djúpavogshrepps á aðalfund Starfsendurhæfingar Austurlands 18. maí 2010 sem haldinn verður á Djúpavogi.

5.    Staðfesting á dagsetningu borgarafundar:

Samþykkt að halda borgarafund föstudaginn 30. apríl nk. kl 18:00.  Á honum verða kynntir ársreikningar 2009, fjárhags- og framkvæmdaáætlun v/ ársins 2010 og 3ja ára áætlun 2011 – 2013. Auk þess verða kynntar helztu áherzlur sveitarstjórnar í ýmsum málaflokkum sem hún hefur unnið að á kjörtímabilinu og gerð grein fyrir stöðu ýmissa verkefna á hennar vegum.

6.    Skipulags- og byggingarmál:

a)    Samband íslenskra sveitarfélaga, minnisblað dags. 20.04.2010. Varðar verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda. Lagt fram til kynningar en jafnframt vísað til SBU.
b)    Skipulagsstofnun dags. 16.03.2010. Varðar greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulags-gerðar. Í erindinu er undirstrikað mat Skipulagstofnunar að öðrum aðilum en sveitarsjóði og eftir atvikum Skipulagssjóði sé óheimilt að bera kostnað vegna framkvæmdar á aðalskipulagi. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarstjórnir upplýsi framvegis vegna aðalskipulagsvinnu sbr. 19. og 21. grein skipulags- og byggingarlaga, hvort einhverjir aðrir en tveir framgreindir aðilar hafi komið að greiðslu aðalskipulags. Lagt fram til kynningar.

7.    Fundargerðir:

a)    LBN 8. apríl 2010. Á framangr. fundi LBN lá fyrir ósk Eiðs Gísla Guðmundssonar um endurskoðun á fyrri ákvörðun hennar um afgreiðslu umsókna v/ minkaveiða í Djúpavogshreppi. Með erindi EGG hafði fylgt undirskriftarlisti frá 20 eigendum / ábúendum jarða í Berufirði, Hamarsfirði og Álftafirði, sem mæla með því að samið verði við hann. Fram kemur í fundargerð LBN að hún samþykki samhljóða að taka til baka fyrri ákvörðun og mælir með því við sveitarstjórn að Eiður Gísli verði ráðinn til starfans til reynslu í eitt ár til. (Undir þessum lið viku Guðmundur Valur Gunnarsson og Albert Jensson af fundi). Tillagan borin upp og samþykkt með  3 atkv. allra viðstaddra.  (Hér mættu GVG og AJ aftur á fundinn). Undir þessum lið var síðan lögð fram  bókun frá aðalfundi Félags Sauðbjárbænda á Suðurfjörðum 13. marz 2010,  sem fram kemur í bréfi Lárusar Sigurðssonar, dags sama dag. Í bókuninni er lýst áhyggjum vegna vaxandi fjölda refa og sveitarstjórnir hvattar til þess að leggja auknar áherslur á refaveiðar svo halda megi aftur af fjölgun refa. Lagt fram til kynningar og samþykkt að vísa erindinu til nýrrar sveitarstjórnar.
b)    Samþykkt var samhljóða að bæta við á dagskrána fundargerð SKN frá 20. apríl 2010 og færast aðrar fundargerðir í lið 7 aftur sem því nemur. Í lið 1 í fundargerð SKN eru staðfestar innritunarreglur í Leikskólann Bjarkatún og þeim síðan vísað til sveitarstjórnar. Þær voru sendar út með fundarboði. Samþykkt samhljóða að staðfesta reglunar.  Í lið 2 er fjallað um biðlista í leikskólanum og skorað á sveitarstjórn að gera það sem gera þarf til að tryggja dagvistunarúrræði fyrir öll börn á dagvistunaraldri, svo hægt sé að eyða biðlista. Sveitarstjórn samþykkir að fela leikskólastjóra hið fyrsta að leggja fram tillögur að lausn mála með það að markmiði að eyða biðlista.
c)    Skólaskrifstofa Austurlands 11. mars 2010. Lögð fram til kynningar, sbr. þó bókun undir lið 2 b).
d)    Aðalfundur Kvennasmiðjunnar 16. apríl 2010. Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu. Fyrir liggur að Djúpavogshreppur ber ábyrgð á húsnæðinu í Löngubúð og söfnunum þar en samkomulag hefur verið um að Kvennasmiðjan sinnti veitingarekstri í húsinu. Í samráði við form. stjórnar Kvennasmiðjunnar ehf. gerði sveitarstjóri tilboð í hlutabréfin í félaginu. Fram kemur í fundargerðinni að fjallað hafi verið um tilboðið en það síðan dregið til baka af sveitarstjóra til að sveitarstjórnin gæti fjallað um stöðu málsins eins og hún var, þegar fresta varð fundinum.
Fyrir liggur að halda á framhaldsaðalfund í félaginu vegna ársins 2008, samhliða aðalfundi vegna ársins 2009. Sá fundur verður 6. maí. Fram kom tillaga um að Djúpavogshreppur endurnýjaði tilboð sitt óbreytt í hlutabréf í Kvennasmiðjunni ehf. Hún borin upp og samþykkt samhljóða.   Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

8.    Skýrsla sveitarstjóra:

a)    Leiksvæði í Blánni, erindi frá íbúa. Málið kynnt.
b)    Flokkun og endurvinnsla. Fjallað var um með hvaða hætti eigi að taka upp hvatakerfi í tengslum við flokkun og endurvinnslu. Vísað til nýrrar sveitarstjórnar.  
c)    Fjallað var stuttlega um nýlokna Hammondhátíð 2010 og svohljóðandi bókun samþ. samhljóða: Að lokinni Hammondhátíð 2010 vill sveitarstjórn Djúpavogshrepps koma á framfæri hamingjuóskum til þeirra sem stóðu að hátíðinni og telur að hún sé svo sannarlega komin til að vera.  Hátíðin í ár heppnaðist einstaklega vel í alla staði og dró að sér fjöldann allan af gestum víðsvegar að af landinu. Forsvarsmenn sveitarfélagsins gera sér grein fyrir því, hve mikilvæg bæjarhátíð þessi er fyrir samfélagið í heild sinni og hvetur til þess að í nafni Tónlistarfélags Djúpavogs verði unnið að því að kaupa veglegt Hammond orgel til að nýta framvegis í Mekka Hammondtónlistar á Íslandi. Hátíðin hefur áhrif á allt menningarlíf í byggðarlaginu eins og glöggt mátti sjá af þeim fjölda menningarviðburða sem hér voru í boði um s.l. helgi. Að öðrum ólöstuðum er sérstök ástæða til að nefna stórglæsilega og metnaðarfulla sýningu á vegum Ágústu Arnardóttur í Löngubúð s.l. laugardag, sem var henni og byggðarlaginu til mikils sóma.  Að öðru leyti er bent á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem annarra frábærra viðburða undanfarna daga er getið.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.


28.04.2010