Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn

11. júní 2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  11. 06. 2009

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 11. júní 2009 kl. 08:00. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Þórdís Sigurðardóttir og Klara Bjarnadóttir. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:

a)     Ársreikningar Djúpavogshrepps 2008. Síðari umræða. Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.
b)     Viðtöl við forstöðumenn helztu stofnana sem boðaðir voru á fundinn.
Þeir mættu í þessari röð:
Kl. 08:00 – Forstöðumaður ÍÞMD.
Kl. 08:10 – Forstöðumaður Grunnskóla Djúpavogs.
Kl. 08:20 – Forstöðumaður Bjarkatúns.
Kl. 08:30 – Hafnarvörður.
Kl. 08:40 – Form. SBU og sveitarstjóri v/ áhaldahús.
Kl. 08:50 – Sveitarstjóri v/ skrifstofa.
Í öllum tilvikum var farið yfir rekstrarniðurstöðu viðkomandi stofnana og hún borin saman við fjárhagsáætlun þeirra fyrir síðasta ár. Farið var yfir á hvern hátt draga mætti saman í rekstri. Sveitarstjóri mun funda aftur með forstöðumönnum fyrir síðari umræðu um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins.
c)    Endurskoðun fjárhagsáætlunar Djúpavogshrepps fyrir 2009. Fyrri umræða. Fyrir fundinum lágu drög að endurskoðaðri áætlun. Hún rædd og yfirfarin. Að því búnu var áætluninni vísað til síðari umræðu fimmtudaginn 25.  júní kl.15:00.
d)    Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2009 til endurskoðunar. Að lokinni yfirferð var ákveðið að vísa áætluninni til síðari umræðu sbr. lið 1 c), en ákveðið að ráða ekki fleiri starfsmenn að svo komnu til hefðbundinna framkvæmda og fresta viðhaldsverkum, sem til stóð að vinna að hluta til fram á haustið til að byrja með.
e)    Fyrri umræða um þriggja ára áætlun 2010 – 2012. Eftir umfjöllun var málinu vísað til síðari umræðu.
f)    Atvinnuátak vegna skógræktar. Ákveðið að halda því opnu að fara í verkefnið í samráði við Skógræktarfélag Djúpavogs og Vinnumálastofnun.

2.    Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:

a)    LBN, 9. júní 2009. Í fundargerðinni er eingöngu fjallað um búfjárhald á Stórhól í Álftafirði í ljósi atburða síðustu daga og mánaða.  Eftir umfjöllun var sveitarstjóra og oddvita falið að nýta öll þau úrræði sem sveitarfélagið hefur í málum sem þessu, m.a. niðurlagsákvæði 3.gr. búfjársamþykktar Djúpavogshrepps nr. 399/ 2006 samanber lög nr.103/2002. Jafnframt er oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að uppsögn á samningi við ábúendur á Stórhól frá 29.des 2006. Hvort tveggja verði gert í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

3.    Málefni Helgafells.

Til stóð að sveitarstjórn ætti viðræður við forsvarsmenn HSA í tengslum við sveitarstjórnarfundinn. Að beiðni HSA verður að fresta fundinum, en sveitarstjórn lýsir sig áfram reiðubúna til að funda um málið.

4.    Skipulagsmál:

Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 8. maí 2009 (sjá fundarg. 2. júní 2009) koma fram athugasemdir stofnunarinnar við tillögu að Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.  Oddviti lagði fram svör Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts FAÍ, dags. 10. júní 2009, við þeim athugasemdum og gerði tillögu um að sveitarstjórn staðfesti þau. Sveitarstjórn samþykkir tillögu oddvita.  Jafnframt er oddvita falið að óska eftir því að Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur gangi frá gögnum til auglýsingar í samræmi við samþykktar breytingar  og tillagan verði auglýst svo fljótt sem auðið er.
5.    Hugmyndir um skútuhöfn í Djúpavogshreppi.
Oddviti kynnti málið. Eftirfarandi var bókað. Sveitarstjórn fagnar grein Péturs Rafnssonar formanns Ferðamálasamtaka Íslands í mbl. um hugmyndina að skútuhöfn við Gleðivík. Málið verður tekið upp á fundi með starfsmanni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þann 19.júní á Djúpavogi og fylgt eftir á annan hátt sem þurfa þykir.

6.    Erindi og bréf:

a)    Austurfjarðatröllið 2009, styrkbeiðni hafnað þrátt fyrir áhugavert verkefni.
b)    Samband íslenskra sveitarfélaga, 27. maí 2009. Varðar frv. til vegalaga.
Lagt fram til kynningar.
c)    Samgönguráðuneytið, rafrænar kosningar, 28. maí 2009. Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjóra falið að kynna ráðuneytinu áhuga Djúpavogshrepps að verða þátttakandi í verkefninu.
d)    Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi, 4. júní 2009. Varðar aðgengismál í opinberum byggingum. Lagt fram til kynningar.

7.    Skýrsla sveitarstjóra:

a)    Lega girðingalínu yfir Hálsana. Samþykkt að fela Guðmundi Val og Andrési að vinna að málinu.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 11.00

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.

11.06.2009

2. júní 2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundargerð  02. 06. 2009

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 2. júní 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Hótel Framtíð v/ liðar 1. Geysir v/ annarra liða.

Mættir voru: Albert Jensson, Guðmundur Valur Gunnarsson, Andrés Skúlason, Sigurður Ágúst Jónsson og Brynjólfur Einarsson. Einnig sat fundinn Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri. Andrés stjórnaði fundi.Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:

a)    Ársreikningar Djúpavogshrepps 2008. Fyrri umræða. Undir þessum lið sátu fundinn í upphafi, auk sveitarstjórnar og sveitarstjóra, Magnús Jónsson frá KPMG, Ólafur Eggertsson og Ásdís Þórðardóttir, skoðunarmenn. Magnús gerði grein fyrir ársreikningi sveitarsjóðs og undirfyrirtækja.
Helstu niðurstöðutölur ársreikningsins eru:                    
*    Heildartekjur A-hluta ......................................        275.074.500
*    Heildargjöld A-hluta, án fjármagnsliða ..............         243.839.641
*    Heildartekjur A- og B-hluta .............................         308.772.675
*    Heildargjöld A- og B-hluta, án fjárm.liða ...........         268.614.407
*    Hrein fjármagnsgjöld A-hluta...........................           93.113.296
*    Hrein fjármagnsgjöld A- og B-hluta...................         115.901.302
*    Framlög til eigin sjóða....................................           22.219.219    
*    Rekstrarniðurstaða A-hluta .............................          -84.097.656
*    Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta ....................           -75.743.034
*    Skuldir og skuldbindingar A-hluta ...................           522.833.821
*    Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta ..........           596.485.871
*    Eignir A-hluta ...............................................          668.721.416
*    Eignir A- og B-hluta ......................................          711.355.914

Eftir ítarlega umfjöllun var samþ. samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu fimmtud. 11. júní. kl. 08:00.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 40.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem og endurfjármagna lán sveitarfélagsins hjá öðrum fjármálastofnunum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er sveitarstjóra, Birni Hafþór Guðmundssyni, kt. 160147-3859, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
b)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir 2009. Endurskoðun, fyrri umræða. Frestað til 11. júní.
c)    Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2009 til endurskoðunar. Frestað til 11. júní.
d)    Gatnagerðagjöld v/ Varða 18. Sveitarstjóri kynnti stöðu mála og m.a. bréf lögmanns eigenda Vörðu 18, dags. 28. maí 2009, sem er m.a. svar við áformum sveitarfélagsins að endurleggja gatnagerðargjöld á eignina, sbr. umfjöllun um málið á seinasta fundi sveitarstjórnar.   
e)    Niðurfellingar 31. 12. 2008 skv. lista. Skjalið staðfest og undirritað.
f)    KPMG, 18. maí 2009; bréf vegna stjórnsýsluendurskoðunar. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri hefur nú þegar svarað hluta af erindinu. Magnús Jónsson gerði grein fyrir sjónarmiðum KPMG. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
g)    Endurb. Faktorshúss, staða mála eftir heimsókn ráðgjafa 27. maí. Oddviti og sveitarstjóri kynntu stöðu mála. M.a. þarf að taka ákvörðun um hvort unnið verði eftir upphaflegri framkvæmdaáætlun ársins 2009 og þar með hvort sveitarfélagið leggur verkefninu til 4 milljónir á þessu ári. Vísað til síðari umræðu á endurskoðun fjárhags- og framkvæmdaáætlunar ársins.


2.    Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:

a)    Samstarfshópur o.fl. v/ áforma um sameiningu Djúpavogshrepps & Fljótsdalshéraðs 19. maí 2009. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
b)    Minnispunktar v/ fundar starfshóps SSA með sveitarstjórn Djúpavogshrepps, 15. maí. Oddviti og sveitarstjóri gerðu lítillega grein fyrir fundinum. Áherzlupunktar sveitarstjórnar hafa verið sendir SSA.

3.    Málefni Helgafells:

Sveitarstjóri kynnti erindi frá forstjóra HSA í bréfi dags. 18. maí 2009.
Eftir umfjöllun um efni þess var sveitarstjóra falið að tilkynna forsvarsmönnum HSA að sveitarstjórn sé reiðubúin að ganga til viðræðna við þá um málefni Helgafells á grundvelli efnisatriða sem fram koma í bréfinu.   Sveitarstjórn vill þó undirstrika að ákveðnar forsendur hafa breyst frá því að hún setti fram hugmyndir sínar í ársbyrjun 2009 um aðkomu sveitarfélagsins að endurskipulagningu á starfsemi Helgafells.

4.    Kosningar:

a)    Oddviti til eins árs.
Kosningu hlaut: Andrés Skúlason
b)    1. varaoddviti til eins árs.
Kosningu hlaut:  Albert Jensson
c)    2. varaoddviti til eins árs.
Kosningu hlaut: Sigurður Ágúst Jónsson. (Í öllum tilfellum samhljóða kosning).

5.    Erindi og bréf:

a)    Austurfjarðatröllið 2009. Afgreiðslu á styrkbeiðni frestað.  
b)    SÁÁ, styrkbeiðni, maí 2009.  Hafnað.
c)    Samgönguráðuneytið varðandi árseikninga sveitarfélaga, 12. maí. Lagt fram til kynningar.
d)    Landhelgisgæslan varðandi samkomulag um niðurfellingu eða afslátt af hafnargjöldum, 15. maí 2009. Sveitarstjóri hefur borið málið undir formann hafnarnefndar og hafnarvörð og mælir með að erindið verði samþykkt á grundvelli þess að hér sé m.a. um öryggisþjónustu að ræða.   Samþykkt samhljóða.  
e)    Félags- og tryggingamálaráðuneytið, dagur barnsins, dags. 15. maí. Lagt fram til kynningar.
f)    Menntamálaráðuneytið, niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2009, dags. 12. maí. Lagt fram til kynningar.
g)    Skipulagsstofnun, 17. apríl 2009. Oddviti gerði grein fyrir málinu. Svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar verður lagt fram á fundi sveitarstjórnar 11. júní.
h)    Íþróttaþing ÍSÍ, ályktanir 18. apríl 2009. Lagðar fram til kynningar.
i)    Samgönguráðuneytið, efling sveitarfélaga, dags. 8. maí 2009. Lagt fram til kynningar.

6.    Skýrsla sveitarstjóra:

a)    Verkefnið um „úrgang og endurvinnslu“. Oddviti kynnti málið.
b)    Seatrade. Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps mætti á fundinn og gerði grein fyrir kostnaði vegna ferðalaga F&M fulltrúa á Sea Trade ráðstefnu í Feneyjum í desember 2008 og nú síðast í mars 2009 í Miami. Taka þarf ákvörðun um hvort senda eigi sameiginlegan  fulltrúa frá Djúpavogshreppi og sveitarfélaginu Hornafirði á næstu Sea Trade sýningu sem haldin verður í Hamburg í september nk. Samþykkt að taka þátt í sýningunni að því gefnu að Hornfirðingar greiði helmings hlut eins og verið hefur í tvö síðustu skipti vegna samstarfs sveitarfélaganna í þessum málaflokki.
c)    Gögn frá Alta. Lögð fram til kynningar.
d)    Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að Guðmundur Gunnlaugsson sem starfað hefur hjá þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps í nokkur ár hefði óskað eftir því að láta af störfum, enda kominn á eftirlaunaaldur. Sveitarstjórn þakkar Guðmundi fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum og Hrönn Jónsdóttur, konu hans, alls velfarnaðar.
e)    Atvinnuátak skógræktarfélaga. Frestað til 11. júní.  
f)    Búfjárhald á vegum ábúenda á Stórhól í Djúpavogshreppi. Komið hefur í ljós að ástand búfjár á Stórhól og í refahúsum á Geithellum er mjög alvarlegt bæði hvað varðar vanfóðrun og vanhirðu, sbr. eftirlitsferð héraðsdýralæknis og búfjáreftir-litsmanns 1. júní s.l. Samþykkt samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna að því að tryggja annars vegar velferð búfjár eftir því sem við á og lög kveða á um og hins vegar að tryggja að leitað verði allra leiða til að koma í veg fyrir að sú vanfóðrun og vanhöld, sem þarna hafa greinilega átt sér stað, endurtaki sig.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 20:00.

Fundargerðin, sem færð var í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Bj. Hafþór Guðmundsson, fundarritari.

 

03.06.2009