Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 9. janúar 2020

Sveitarstjórn - 9. janúar 2020

Sveitarstjórn - 9. janúar 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 10.01.2020 - 11:01

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 9.1.2020
18. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. janúar 2020 kl. 16:15. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – fasteignagjöld

Sveitarstjórn samþykkir að fjöldi gjalddaga fasteignagjalda 2020 verði 9 í stað 6 eins og áður hafði verið ákveðið, með fyrsta gjalddaga í febrúar. Er það gert svo samræmis gæti hjá Djúpavogshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Borgarfjarðarhreppi sem sameinast í kjölfar kosninga apríl nk.

2. Fundargerðir

a) Aðalfundur Hérðasskjalasafns Austfirðinga, dags. 29. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 6. desember 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 12. desember 2019. Vegna liðar 1l) leggur sveitarstjórn áherslu á að við vinnu að nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir að eldsneytisdælur verði víkjandi á svæðinu. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2019. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Aflið, styrkbeiðni, dags. 6. desember 2019. Styrkbeiðni hafnað.
b) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, aðalskipulag v. ljósleiðara, dags. 11. desember 2019. Lagt fram til kynningar.
c) Einar Sigurðsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Elva Sigurðardóttir, Karólína Sigurðardóttir, Guðjón Garðar Sigurðsson, Askur – kaup á landskika, dags. 12. desember 2019.
Stefna núverandi sveitarstjórnar er að selja ekki land í eigu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn áréttar jafnframt að ákvarðanir fyrri sveitarstjórnar, teknar 2007, eru ekki fordæmisgefandi hvað þetta varðar. Erindinu er hafnað.
d) Umhverfisstofnun, staðfest áætlun Djúpavogshafnar, dags. 19. desember 2019. Lagt fram til kynningar.
e) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, byggðakvóti 2019/2020, dags. 30. desember 2019. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn hyggst ekki leggja fram tillögur um að vikið verði frá almennum reglum um úthlutun byggðakvóta.

4. Fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps 2020-2023

Fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps 2020-2023 lögð fram til kynningar.

5. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar 2020-2023

Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar 2020-2023 lögð fram til kynningar.

6. Breytingar í sveitarstjórn

Berglind Häsler hefur flutt lögheimili sitt og hefur því misst kjörgengi í sveitarstjórn.

Kristján Ingimarsson tekur sæti hennar sem aðalmaður.

7. Viðbygging við grunnskólann

Lögð fram fundargerð dags. 20. desember 2019 vegna opnunar tilboða í 2. áfanga viðbyggingar við grunnskólann. Eitt tilboð barst. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu og felur sveitarstjóra að ganga frá verksamningi í samráði við embætti byggingarfulltrúa og formann skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar. Þar sem tilboðið er nokkru hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir er sveitarstjóra einnig falið að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun sem lagður verður fyrir til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.

8. Skipulags- og byggingamál

Formaður skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar fór yfir helstu verkefni sem heyra undir nefndina og unnið er að um þessar mundir.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir auknum umsvifum í Djúpavogshöfn. Á árinu 2019 var landað u.þ.b. 9.000 tonnum af laxi, samanborið við rúmlega 3.100 tonn árið áður. Rúmlega 8.500 tonnum af bolfiski var landað 2019 samanborið við 7.000 tonn næstu tvö ár á undan.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu sorphirðumála og urðunar. Hætt verður að urða úrgang frá Djúpavogshreppi í Syðra Firði í Lóni í lok janúar. Þess í stað verður farið með það að Tjarnarlandi samkvæmt samkomulagi við Fljótsdalshérað þar um. Ljóst er að taka verður málaflokkinn til endurskoðunar í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna í vor.


Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:14.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.