Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 3. apríl 2020

Sveitarstjórn - 3. apríl 2020

Sveitarstjórn - 3. apríl 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 06.04.2020 - 08:04

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 3.4.2020
6. aukafundur 2018-2022

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 3. apríl 2020 kl. 15:00.

Fundarstaður: Langabúð. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2019 – fyrri umræða

Ársreikningur Djúpavogshrepps 2019 – fyrri umræða. Sigurjón Ö Arnarson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 16:25.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.


Þorbjörg Sandholt, fundarritari.