Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 16. apríl 2020

Sveitarstjórn - 16. apríl 2020

Sveitarstjórn - 16. apríl 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 20.04.2020 - 14:04

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.04.2020
21. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16.04.2020 kl. 16:15.

Fundarstaður: Langabúð. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að lið 2e yrði bætt á dagskrána og var það samþykkt.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2019 – síðari umræða.

Helstu niðurstöður ársreiknings 2019 eru, í þús. króna.

Rekstur A og B hluta

Rekstrartekjur

782.152

Rekstrargjöld

662.985

Afskriftir

26.570

Afkoma fyrir fjármagnsliði

92.596

Fjármagnsgjöld

18.107

Tekjuskattur

160

Rekstrarniðurstaða

74.649

Rekstur A hluta

Rekstrartekjur

634.513

Rekstrargjöld

621.950

Afskriftir

16.924

Afkoma fyrir fjármagnsliði

(4.361)

Fjármagnsgjöld

17.627

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)

(21.989)

Eignir A og B hluta

Varanlegir rekstrarfjármunir

752.616

Áhættufjármunir og langtímakröfur

43.271

Óinnheimtar tekjur

69.943

Aðrar skammtímakröfur

7.081

Tekjuskattur

0

Fyrirframgreiddur kostnaður

477

Handbært fé

173.527

Eignir samtals

1.046.915

Eignir A hluta

Varanlegir rekstrarfjármunir

510.213

Áhættufjármunir og langtímakröfur

65.771

Óinnheimtar tekjur

40.156

Aðrar skammtímakröfur

6.658

Skammtímakröfur á eigin fyrirtæki

8.064

Fyrirframgreiddur kostnaður

477

Handbært fé

146.279

Eignir samtals

777.619

Eigið fé og skuldir A og B hluta

Eiginfjárreikningar

599.348

Skuldbindingar

14.151

Langtímaskuldir

298.010

Skammtímaskuldir

134.757

Eigið fé og skuldir samtals

1.046.915

Eigið fé og skuldir A hluta

Eiginfjárreikningar

53.976

Skuldbindingar

10.837

Langtímaskuldir

285.854

Skammtímaskuldir

426.952

Eigið fé og skuldir samtals

777.619

Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

b) Viðauki 2 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, aukin fjárfesting í hafnarsjóð.
Áætlaður hluti hreppsins um 18,0 millj. kr. vegna endurbyggingar á hafnarkanti á árinu 2020. Auknum útgjöldum vegna fjárfestinga er mætt með lækkun á handbæru fé. Meðfylgjandi yfirlit sýna áhrif viðaukans á upphaflega fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða.
c) Fjallað um gerð viðauka við fjárhagsáætlun vegna áhrifa Covid – 19. Ljóst er að sveitarfélagið mun verða fyrir tekjufalli af þeim sökum og nauðsynlegt að endurskoða fjárhagsáætlun með tilliti til þess. Vinna við gerð viðauka er hafin í samráði við endurskoðendur sveitarfélagsins og gert er ráð fyrir að hann komi til afgreiðslu sveitarstjórnar á næsta fundi.

2. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 6. febrúar 2020. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórna hafnasambandsins, dags. 20. mars 2020. Lögð fram til kynningar.
c) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 26. mars 2020. Liður 1a, sveitarstjóra falið að ganga til samninga við eigendur vegna Helgafells. Liður 1f, skóladagatal grunnskólans staðfest. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 26. mars 2020. Sveitarstjórn tekur undir með stjórn samtakanna og fagnar því að stíga eigi skref í þá átt að styrkja stjórnsýslu í málaflokknum.
e) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 26. mars 2020. SFU lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. mars 2020. Lögð fram til kynningar.
g) Hafnarnefnd, dags. 30. mars 2020. Sveitarstjórn tekur undir með hafnarnefnd og fagnar því að meira fé skuli vera veitt til hafnarframkvæmda í Djúpavogshöfn og verkinu skuli flýtt. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Hreindýraráð, dags. 6. mars 2020. Sveitarstjórn beinir því til stjórnar SSA að hún skipi sameiginlegan fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu í Hreindýraráð, líkt og gert var 2016.
b) Ferðamálastofa, Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, dags. 11. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
c) Kristín Sigfinnsdóttir, fasteignagjöld, dags. 16. mars 2020. Afgreiðslu frestað.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, viðspyrna vegna samdráttar, dags. 19. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
e) Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga, vegna fjarfunda, dags. 19. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
f) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, frestun sveitarstjórnarkosninga, dags. 19. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
g) Guðmundur Einar Skagalín Traustason, fjallskil og búfjárhald, dags. 21. mars. Vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
h) Búnaðarsamband Austurlands, Covid 19 og íbúar í sveitum, dags. 24. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
i) Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi, dags. 27. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
j) Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga, aðgerðaáætlun vegna Covid 19, dags. 30. mars 2020. lagt fram til kynningar.
k) Vegagerðin, tillaga um lækkun umferðarhraða, dags. 30. mars 2020. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
l) Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi, dags. 30. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
m) Ríkiskaup, tilkynning um töku tilboðs, dags. 1. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
n) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, ljósleiðari, dags. 1. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
o) Menntamálastofnun, ytra mat á grunnskóla, dags. 6. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
p) Jóhanna Meyer Birgisdóttir og Bergþóra Birgisdóttir, rekstur í Löngubúð, dags. 13. apríl 2020 (BB vék af fundi). Sveitarstjórn felst á að komið verði til móts við rekstaraðila og felur sveitarstjóra í samráði við formann atvinnu og menningarmálanefndar að fylgja málinu eftir. (BB kemur aftur til fundar).

4. Covid 19 - Verkefni sveitarfélagsins og viðbrögð

Gerð var grein fyrir fundi sem fram fór með nokkrum af fulltrúum atvinnulífsins í Djúpavogshreppi 15. apríl þar sem fjallað var um þau áhrif sem einstök fyrirtæki hafa orðið fyrir í tengslum við Covid – 19. Sveitarstjórn sammála um mikilvægi þess að halda góðu sambandi við atvinnulífið á svæðinu á meðan þetta ástand varir. Formanni atvinnu- og menningarmálanefndar falið að fylgja málinu eftir. Farið yfir þau verkefni sem þegar eru í gangi og fyrstu viðbrögð sveitarfélagsins sem sveitarstjórn er sammála um að grípa til í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin. Stefnt er að því að fjölga sumarstörfum og koma þar með til móts við atvinnuleytendur með lögheimili í sveitarfélaginu. Meðal verkefna sem eru í gangi nú þegar má nefna:

Viðbygging við grunnskólann.
Fráveita
Hafnarframkvæmdir
Endurbygging Faktorshússins
Endurbygging gömlu kirkjunnar
Deiliskipulag byggingarlóða
Framkvæmdir í Blánni
Undirbúningur vegna umbúðaverksmiðju í tengslum við laxeldi
Bætt aðgengi og viðhald í íþróttamiðstöð
Frágangur á vegagerðarlóð vegna fyrsta áfanga í uppbyggingu á móttökustöð

Meðal þeirra sértæku aðgerða sem sveitarstjórn hyggst grípa til er eftirfarandi:

a) Eindaga fasteignagjalda í apríl og maí frestað til nóvember og desember.
Frekari frestun til skoðunar ef þurfa þykir.
b) Íbúar sem verða fyrir tekjufalli geta samið um greiðslufrest vegna gjalda í leik- og grunnskóla.
c) Almennum viðhaldsverkefnum verður flýtt þar sem þess er kostur.
d) Vinnu við deiliskipulag þ.m.t. skólalóð verði flýtt eftir því sem kostur er með það fyrir augum að flýta framkvæmdum.
e) Áhersla verður lögð á sveigjanleika í innheimtu m.a. með niðurfellingu dráttarvaxta, sem koma til vegna ástandsins, fyrri hluta ársins.
f) Lögð verður áhersla á virka upplýsingagjöf til íbúa meðan ástandið varir.
g) Ráðinn verður verkefnisstjóri tímabundið í samstarfi við Austurbrú til að fylgja eftir aðgerðaáætlun sveitarstjórnar.

5. Starfsmannamál

Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum í starfsmannamálum hjá stofnunum sveitarfélagsins. Dagur Björnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður íþóttamiðstöðvarinnar frá og með 1. maí. Francisco Alfonso Gomez Vides hefur verið ráðinn í fast stöðugildi í íþróttamiðstöðinni frá sama tíma. Magnús Hreinsson hefur verið ráðinn tímabundið sem verkefnisstjóri umhverfismála frá 1. maí til ágústloka.

6. Hreinsunarátak

Sveitarstjórn er sammála um að tímabært sé að standa fyrir hreinsunarátaki í sveitarfélaginu, hvort tveggja í dreifbýli og þéttbýli. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samráði við skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd og forstöðumann þjónustumiðstöðvar.

7. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps

Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2019 lagður fram til kynningar.

8. Skipulags og byggingarmál

a) Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, Heyklif, ferðaþjónusta, dags. 10. mars 2020. Lögð fram til kynningar.
b) Stofnun lóðar, Bragðavellir – Mosi, dags. 1. apríl 2020. Staðfest af sveitarstjórn.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlengdum umsóknarfresti um stöðu skólastjóra grunnskólans. Nýr umsóknarfrestur er til 10. maí.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu útboðs vegna framkvæmda við fráveitu. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin í næstu viku.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:28.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.