Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 14. maí 2020

Sveitarstjórn - 14. maí 2020

Sveitarstjórn - 14. maí 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 15.05.2020 - 10:05

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.05.2020
22. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14.05.2020 kl. 16:15.

Fundarstaður: Langabúð. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni - Viðauki 3 við fjárhagsáætlun vegna 2020.

Farið yfir viðauka 3 við fjárhagsáætlun vegna 2020 ásamt greinargerð.
Viðaukinn samþykktur samhljóða.
Sveitarstjóra veitt umboð til að afgreiða frekari fjárhagslegar mótvægisaðgerðir s.s. varðandi eindaga fasteignagjalda, heilbrigðiseftirlitsgjalds o.fl. í samráði við sveitarfélögin sem fljótlega sameinast með það fyrir augum að aðgerðir séu samræmdar.

2. Fundargerðir

a) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 15. mars 2020. Lögð fram til kynningar.
b) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. apríl 2020. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. apríl 2020. Lögð fram til kynningar.
d) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 24. apríl 2020. Liður 3, upprekstrarsamningur við Torfa Sigurðssson staðfestur. Sveitarstjóra falið að ganga frá framlengingu á samningnum til eins árs.
e) Stjórn Ríkarðshúss, dags. 24. apríl 2020. Vegna liðar 3, skráningar muna, er sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir. Vegna liðar 5, húsnæðismál Ríkarðshúss, er sveitarstjórn sammála að skoðaður verði sá möguleiki að nýta jarðhæð Faktorshúss undir Ríkarðshús.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 27. apríl 2020. Lögð fram til kynningar.
g) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 28. apríl 2020. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2020. Lögð fram til kynningar.
i) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 30. apríl 2020. Lögð fram til kynningar.
j) Fundur undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaga, dags. 5. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
k) Stjórn Austurbrúar, dags. 5. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn SSA, dags. 5. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
m) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 7. maí 2020. Liður 4, ráðstöfun menningarstyrks vegna fjarlægðar, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
n) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 8. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
o) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 8. maí 2020. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Umhverfisstofnun, breyting á aðal- og deiliskipulagi, dags. 7. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
b) Hótel Framtíð, vegna Covid-19, dags. 15. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
c) Hótel Framtíð, aðgengi fatlaðra, dags. 17. apríl 2020. Embætti byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
d) Hótel Framtíð, lóðamál, dags. 17. apríl 2020. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
e) Landssamband smábátaeigenda, strandveiðar, dags. 20. apríl 2020. Vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
f) Hrafnshóll ehf, bygging íbúðarhúsnæðis, dags. 22. apríl 2020. Sveitarstjóra, formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar og úttektarmanni byggingarfulltrúa falið að ganga til viðræðna við fulltrúa Hrafnshóls ehf .
g) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, greiðslur Jöfnunarsjóðs, dags. 28. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
h) Skipulagsstofnun, ljósleiðari, dags. 28. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
i) Minjastofnun, ljósleiðari, dags. 29. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
j) Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi, dags. 29. apríl 2020. Lagt fram til kynningar.
k) Vinnumálastofnun, sumarstörf fyrir námsmenn, dags. 6. maí 2020. Sveitarfélagið sótti um 8 sumarstörf fyrir námsmenn og fékk úthlutað fjórum.
l) Heiða Guðmundsdóttir, sorphirða, dags. 7. maí 2020. Sveitarstjóra falið að bregðst við erindinu
m) Seyðisfjarðarkaupstaður, viðauki, dags. 8. maí 2020. Lagt fram til kynningar.

4. Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs – viðauki 1
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020 samþykktur.

5. Fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar – viðauki 3
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2020 samþykktur.

6. Strandsvæðaskipulag á Austfjörðum
Lýsing fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Austfjörðum frá Skipulagsstofnun lögð fram til umfjöllunar. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samráði við hafnarnefnd. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu og felur sveitarstjóra að bregðast við erindinu í samráði við hafnar-, skipulags- og framkvæmdanefnd.

7. Frumvarp til laga um samvinnuverkefni við vegaframkæmdir
Farið yfir frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Sveitarstjórn áréttar af því tilefni að hún fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við Axarveg og leggur áherslu á að þau veggjöld sem ætlað er að fjármagna framkvæmdina verði hófleg og renni óskert til vegaframkvæmdarinnar. Sveitarstjóra falið að ganga frá endanlegri umsögn.

8. Skipulags og byggingarmál

a) Lagning ljósleiðara í Djúpavogshreppi – frá sveitarfélagamörkum í norðri að Djúpavogi – breyting á aðalskipulagi – tillaga
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi (dags. 6. febrúar 2020 m.s.br.) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
b) Djúpivogur – Markarland 10-16 – deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi (greinargerð dags. 11. maí 2020 / uppdráttur dags. 29. apríl 2020) lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna. Komi ekki fram neinar meiriháttar ábendingar á kynningartíma, er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna.
c) Teigarhorn – fólkvangur og náttúruvætti – lagning ljósleiðara – breyting á deiliskipulagi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi (dags. 6. mars 2020 m.s.br.) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um starf skólastjóra. Þrjár umsóknir bárust. Umsækjendur eru: Ragnar Anthony Antonsson, Rúnar Sigríksson og Þorbjörg Sandholt. Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd er umsagnaraðili til sveitarstjórnar um ráðningar forstöðumanna og hefur nú umsóknirnar til meðferðar.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu í starf á fjármálasviði nýs sameinaðs sveitarfélags á skrifstofunni á Djúpavogi. Eva Björk Hlöðversdóttir hefur verið ráðin og mun hefja störf fljótlega. Sveitarstjórn býður hana velkomna til starfa.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi við rekstraraðila Löngubúðar Frú Stefaníu ehf. í kjölfar erindis sem tekið var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að leiga og annar fastur rekstarkostnaður falli niður til 30. júní og fallið er frá ýtrustu kröfum um opnunartíma en jafnframt gerð krafa um að rekstraraðili bregðist við breytist aðstæður.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi kaup á nýrri slökkvibifreið sem gert er ráð fyrir að komi á staðinn síðar á árinu.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samkomulagi við Minjastofnun varðandi staðsetningu annars starfsmanns í Geysi meðan unnið er að skráningarverkefni sem styrkur fékkst til í samstarfi við sveitarfélagið.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:31.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.