Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 14. ágúst 2020

Sveitarstjórn - 14. ágúst 2020

Sveitarstjórn - 14. ágúst 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 14.08.2020 - 08:08

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.8.2020
7. aukafundur 2018-2022

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 14. ágúst 2020 kl. 08:00.

Fundarstaður: Langabúð. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Lagning ljósleiðara í Djúpavogshreppi - frá sveitarfélagamörkum í norðri að Djúpavogi - framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn samþykkir að veita Orkufjarskiptum hf, kt. 561000-3520, framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara frá Stekkjarhjáleigu að sveitarfélagamörkum í suðri, sbr. umsókn dags. 2. júní 2020. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 – 2020 m.s.br. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

2. Djúpivogur – Markarland 10-16 – deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulagi (greinargerð dags. 11. maí 2020 m.s.br. / uppdráttur dags. 29. apríl 2020 m.s.br.) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

3. Búland 14 – stækkun á bílastæði

Tillaga að lóðarblaði (dags. 13. ágúst 2020) lögð fram og samþykkt til grenndarkynningar. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna tillöguna. Komi ekki fram athugasemdir á kynningartíma samþykkir sveitarstjórn jafnframt tillöguna endanlega.

4. Djúpivogur - efsti hluti Borgarlands - Borgarland 46-54 – breyting á deiliskipulagi

Tillaga að óverulegri breytingu (dags. 31. júlí 2020) lögð fram og samþykkt til grenndarkynningar. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna tillöguna.

5. Stekkamýri - deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulagi (dags. 20. janúar 2020) lögð fram. Framkvæmdaraðili hefur óskað eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.14 í gildandi skipulagsreglugerð sem kallar á breytingu á framlagðri tillögu. Með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins við undanþágubeiðni, samþykkir sveitarstjórn uppfærða útgáfu af deiliskipulagstillögu til kynningar, en að öðrum kosti verði framlögð tillaga kynnt óbreytt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna. Komi ekki fram neinar meiriháttar ábendingar á kynningartíma er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna.

6. Bakki 4 - umbúðamóttaka matshl. 13

Hönnunargögn vegna viðbyggingu (dags. 30. júlí 2020) lögð fram og samþykkt til grenndarkynningar með þeim fyrirvara að litaval sé hið sama og við viðbyggingu og ramp í fyrra. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna framkvæmdirnar.

7. Yfirdráttarheimild

Sveitarstjórn samþykkir að heimila sveitarstjóra að taka skammtímalán hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins allt að 30 millj. kr. til að mæta sveiflum í sjóðsflæði sveitarfélagsins.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 08:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.