Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 13. febrúar 2020

Sveitarstjórn - 13. febrúar 2020

Sveitarstjórn - 13. febrúar 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 20.02.2020 - 13:02

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.2.2020
19. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 16:15. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson, Eiður Ragnarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Kristján ritaði fundargerð og Þorbjörg stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – viðauki við fjárhagsáætlun 2020

Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020 vegna hækkunar á framkvæmdakostnaði við viðbyggingu við grunnskóla um 21,0 millj. Útgjaldaauka mætt með lækkun á handbæru fé. Áhrif viðauka sýnd í framlögðum yfirlitum.

2. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 7. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 20. janúar 2020. Lögð fram til kynningar.
c) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 22. janúar 2020. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 31. janúar 2020. Lögð fram til kynningar.
e) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 6. febrúar 2020. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Samband ísl. sveitarfélaga, viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka, dags. 17. janúar 2020. Lagt fram til kynningar.
b) Samband ísl. sveitarfélaga, boðun á landsþing, dags. 20. janúar 2020. Lagt fram til kynningar.

4. Starfsmannamál

a) Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar hefur sagt upp störfum. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir og ganga frá starfslokum forstöðumanns.
b) Sveitarstjórn er sammála um að ráða verkefnastjóra umhverfismála vegna komandi sumars líkt og gert var sumarið 2019. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið.
c) Starfsmaður í íþróttamiðstöð hefur sagt upp störfum. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið.
d) Framkvæmdastjóri Umf. Neista mun láta af störfum fljótlega. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið í samráði við stjórn Umf. Neista og formann fræðslu- og tómstundanefndar.

5. Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð

Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um samfélagslega ábyrgð lögð fram til kynningar.

6. Skipulags- og byggingamál

a) Lagning ljósleiðara í Djúpavogshreppi – frá sveitarfélagamörkum í norðri að Djúpavogi – breyting á aðalskipulagi – tillaga.

Tillaga (dags. 6. febrúar 2020) lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna. Komi ekki fram neinar meiriháttar ábendingar á kynningartíma, er skipulagsfulltrúa falið að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar.

b) Bragðavellir – Snædalsfoss – deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulagi (dags. 10. desember 2019 m.s.br.) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar. Eiður Ragnarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu um þennan lið

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:45. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Kristján Ingimarsson, fundarritari.