Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 12. mars 2020

Sveitarstjórn - 12. mars 2020

Sveitarstjórn - 12. mars 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 13.03.2020 - 13:03

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.3.2020
20. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 16:15. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Eiður Ragnarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 5. desember 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 18. febrúar 2020. Lögð fram til kynningar.
c) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 20. febrúar 2020. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 24. febrúar 2020. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 26. febrúar 2020. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. febrúar. Lögð fram til kynningar.
g) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 5. mars 2020. Vegna liður 1, samþykkir sveitarstjórn að taka tilboði í gerð minjagripa „Eggin í Gleðivík“ að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Félagsmálaráðuneytið, Barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna, dags. 30. janúar 2020. Lagt fram til kynningar.
b) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárfestingar og eftirlit með framvindu, dags. 10. febrúar 2020. Lagt fram til kynningar.
c) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsáætlun 2020-2023, dags. 10. febrúar 2020. Lagt fram til kyningar.
d) Neytendastofa, undanþága frá hæfisreglu vigtarmanna, dags. 12. febrúar 2020. Lagt fram til kynningar.
e) Skipulagsstofnun, lagning ljósleiðara, dags. 17. febrúar 2020. Lagt fram til kynningar.
f) Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, niðurstaða atkvæðagreiðslu, dags. 20. febrúar 2020. Lagt fram til kynningar.
g) Kristín Sigfinnsdóttir, sorphirðugjöld, ódags. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun og var hún samþykkt.

Oktövu má sem trússi tjasla við
tersínu, þurfi fögrum draum að granda;
okkur er bannað þér að leggja lið,
lög setja skorður, reglugerðir standa.
Jafnt ber að skatta tómra tunnu klið
taðdrýgsta skarngamms öskutunnu þanda.
Þessi er vandinn, þannig starfar valdið
því má ei niður fella tunnugjaldið.

h) Kristín Sigfinnsdóttir, eftirþankar, dags. 5. mars 2020. Lagt fram til kynningar.

3. Starfsmannamál

a) Skrifstofustjóri Djúpavogshrepps hefur sagt upp störfum. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið.
b) Skólastjóri grunnskólans hyggst láta af störfum í loka skólaársins. Sveitarstjóra falið að auglýsa stöðuna.

4. Niðurstaða örútboðs á raforku

Djúpavogshreppi hefur borist tillaga að vali á bjóðenda í útboði nr. 21075. Djúpavogshreppur hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val útboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

5. Skipulags- og byggingamál

a) Lagning ljósleiðara í Djúpavogshreppi – frá Stekkjarhjáleigu að sveitarfélagamörkum í suðri – breyting á aðalskipulagi – tillaga

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi (dags. 9. mars 2020) lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna. Komi ekki fram neinar meiriháttar ábendingar á kynningartíma, er skipulagsfulltrúa falið að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar.
b) Djúpivogur – neðsti hluti Borgarlands – breyting á aðalskipulagi
Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi (dags. 3. mars 2020). Tillaga lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar og auglýsa niðurstöðu.
c) Djúpivogur – neðsti hluti Borgarlands – breyting á deiliskipulagi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi (dags. 17. febrúar 2020) lögð fram og samþykkt til auglýsingar. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
d) Starmýri – samruni lóða
Samrunaskjöl vegna lóðanna Starmýri 1b og 1c lagt fram og samþykkt af sveitarstjórn.
Aðstoðarmanni byggingarfulltrúa falið að koma málinu í réttan farveg og skrá það í Bygging.
e) Teigarhorn – fólkvangur og náttúruvætti – lagning ljósleiðara – breyting á deiliskipulagi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi (dags. 6. mars 2020) lögð fram og samþykkt til auglýsingar. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu viðbragðsáætlunar sveitarfélagsins vegna COVID-19 sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin í næstu viku.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Í Djúpavogshreppi var rúmum 9 milljónum úthlutað til Bragðavalla til að gera göngustíg að Snædalsfossi og Gömlubrú til að vernda viðkvæman mosagróður á svæðinu. Þessu til viðbótar fékk Teigarhorn úthlutað úr landsáætlun 2020-2022 um uppbyggingu innviða til verndunar náttúru og menningarsögulegum minjum 60 milljónir til uppbyggingar þjónusstuhúss á vegum Umhverfisstofnunar. Auk þessa fær Umhverfisstofnun þrjár milljónir til að gera tröppur, göngustíga og merkingar við Blábjörg í Berufirði, sem eru ný á landsáætluninni.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna COVIT-19 veirunnar hafa yfirmenn Menntamálastofnunar tekið ákvörðun að fresta mati á grunnskólum sem fara átti fram í mars þar til síðar. Gert er ráð fyrir að skoða aðstæður eftir páska með það markmið að meta skólana í maí ef hægt er. Þessi ákvörðun er tekin m.a. til að minnka ferðir og samneyti manna á milli en ekki síður til að fólk af höfuðborgarsvæðinu fari ekki á ósýkt svæði meir en brýna nauðsyn krefur.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir að í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið þá ákvörðun að fresta landsþingi sambandsins sem halda átti 26. mars nk.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:02. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.