Sveitarstjórn - 11. júní 2020

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.6.2020
23. fundur 2018-2022
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11.6.2020 kl. 16:15.
Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni - Árshlutauppgjör
Farið yfir árshlutauppgjör vegna fyrstu 3 mánaða ársins.
2. Fundargerðir
a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 11. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 19. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 20. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
d) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 22. maí 2020. Liður 1, bann við lausagöngu hrossa, staðfestur. Vegna liðar 2, um strandveiðar, þá tekur sveitarstjórn undir áherslur Landssambands smábátaeigenda og Félags smábátaeigenda á Austurlandi. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
e) Fundur bæjar- og sveitarstjóra, dags. 22. maí 2020. Lögð fram til kynningar.
f) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 28. maí 2020. Liður 2, körfuboltavöllur í Blánni. Sveitarstjórn leggst ekki gegn framkvæmdinni og felur úttektarmanni byggingarfulltrúa að fylgja málinu eftir. Liður 3, bílastæði við kirkjuna. Formanni SFU falið að fylgja málinu eftir í samráði við fulltrúa kirkjunnar. Liður 6, Kallabakki skipulagsvinna. Úttektarmanni byggingarfulltrúa falið að afla gagna um með hvaða hætti hægt verður að standa að framkvæmdinni.
g) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, 2. júní 2020. Liður 1a, skóladagatal leikskólans staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
h) (ÞS víkur af fundi) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, liður 1, ráðning skólastjóra staðfestur. Sveitarstjórn býður Þorbjörgu Sandholt velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi. (ÞS kemur aftur til fundar)
3. Erindi og bréf
a) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjármál í kjölfar Covid-19, dags. 14. maí 2020. Lagt fram til kynningar.
b) Samband ísl. sveitarfélaga, umsögn v. fráveitu, dags. 15. maí 2020. Sveitarstjórn tekur undir með Sambandinu enda um mikilvægt umhverfismál að ræða sem þolir enga bið.
c) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, v. ljósleiðara, dags. 19. maí 2020. Lagt fram til kynningar.
d) Starfa, tilnefningar í stjórn, dags. 20. maí 2020. Lagt fram til kynningar.
e) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, v. Covid-19, dags. 25. maí 2020. Lagt fram til kynningar.
f) Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaga, yfirkjörstjórn, dags. 26. maí 2020.
Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar í yfirkjörstjórn við kosningu til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi 19. september verði eftirtalin: Aðalfulltrúar: Bjarni G. Björgvinsson Fljótsdalshéraði, Ásdís Þórðardóttir Djúpavogshreppi og Björn Aðalsteinsson Borgarfjarðarhreppi. Varafulltrúar: Guðni Sigmundsson Seyðisfjarðarkaupstað, Þórunn Hálfdanardóttir, Fljótsdalshéraði og Arna Christiansen Fljótsdalshéraði.
g) Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaga, heimild til að auglýsa störf, dags. 26. maí 2020. Samþykkt að heimila undirbúningsstjórn að auglýsa þrjú störf, stjórnanda umhverfis- og framkvæmdasviðs, mannauðsstjóra og verkefnisstjóra stafrænnar stjórnsýslu og þjónustu, í nafni sveitarfélaganna fyrir hönd sameinaðs sveitarfélags.
h) Guðjón Garðar Sigurðsson, umsókn um lóð, dags. 29. maí 2020. Íbúðarlóð á þessum stað er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og er því ekki heimil á grunni þess. Umsókn er því hafnað.
i) Samband ísl. sveitarfélaga og Samorka, átak í fráveituframkvæmdum, dags. 2. júní 2020. Lagt fram til kynningar.
j) Mannvit, umsókn um framkvæmdaleyfi, dags. 2. júní 2020. Lagt fram til kynningar.
k) Umf. Neisti, stöður þjálfara og framkvæmdastjóra, dags. 8. júní 2020.
Vísað til fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefndar.
4. Skýrsla stjórnar Umf. Neista og ársreikningur 2019
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og fjárhagsstöðu félagsins.
5. Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lagður fram til kynningar.
6. Kjörskrá
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá.
Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
7. Aðalfundur SSA 2020
Dagskrá aðalfundar SSA 2020 lögð fram til kynningar ásamt tillögum að breytingum á samþykktum. Fulltrúar Djúpavogshrepps verða: Gauti Jóhannesson og Þorbjörg Sandholt. Til vara: Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Kári Snær Valtingojer.
8. Skipulags og byggingarmál
a) Lagning ljósleiðara í Djúpavogshreppi – framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn samþykkir að veita Orkufjarskiptum hf, kt. 561000-3520, framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara frá landtaki í Hellisvík sunnan Berufjarðar að tengivirki í landi Teigarhorns. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 – 2020 m.s.br. Samþykki sveitarstjórnar er veitt með fyrirvara um staðfestingu breytingar á deiliskipulagi fyrir fólkvanginn og náttúruvættið á Teigarhorni.
Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
b) Steinaborg - deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi (greinargerð dags. 9. júní 2020 / uppdráttur dags. 13. okt. 2018) lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna. Komi ekki fram neinar meiriháttar ábendingar á kynningartíma, er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna.
c) Eyjólfsstaðir – tjaldstæði – deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi (dags. 10. júní 2020) lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna. Komi ekki fram neinar meiriháttar ábendingar á kynningartíma, er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna.
9. Skýrsla sveitarstjóra
a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem hann sat 11. júní varðandi frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með viðbragðsaðilum þar sem farið var yfir möguleika varðandi sameiginlega björgunarmiðstöð.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:06.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.