Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 17. apríl 2018

Sveitarstjórn - 17. apríl 2018

Sveitarstjórn - 17. apríl 2018

Ólafur Björnsson skrifaði 23.04.2019 - 17:04

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.04.2019
10. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 17.04.2019 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 12. mars 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 19. mars 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 22. mars 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 26. mars 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Hafnarnefnd, dags. 27. mars 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 28. mars 2019. Liður 3, samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til sveitarfélagsins, KSV vék af fundi, samningurinn staðfestur, KSV kemur aftur inn á fund. Liður 4, deiliskipulag við Borgarland 12, staðfestur. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
h) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 6. apríl 2019. Liður 1, endurskoðun fjallskilasamþykktar, staðfestur. Liður 2, upprekstur í Búlandsdal, staðfestur. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi til 3 ára.

2. Erindi og bréf

a) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, samþykktir, dags. 29. mars 2019. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að samþykktum um umgengni og þrifnað, hunda- og kattahald.
b) Minjastofnun, styrkúthlutun vegna Faktorshúss 2019, dags. 1. apríl 2019. Lagt fram til kynningar.
c) Minjastofnun, styrkúthlutun vegna Gömlu kirkjunnar á Djúpavogi, dags. 1. apríl 2019. lagt fram til kynningar.
d) Vegagerðin, styrkvegasjóður, dags. 1. apríl 2019. Lagt fram til kynningar.
e) Minjastofnun, umsókn um styrk úr fornminjasjóði, dags. 2. apríl 2019. Lagt fram til kynningar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, yfirlýsing vegna lífskjarasamninga 2019-2022, dags. 3. apríl 2019. Lagt fram til kynningar.
g) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019, dags. 4. apríl 2019. Lagt fram til kynningar.
h) Skipulagsstofnun, ákvörðun um matsskyldu, dags. 4. apríl 2019. Lagt fram til kynningar.

a. Bygginga- og skipulagsmál
a) Gerð var grein fyrir samkomulagi um að skipulags- og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs muni sinna verkefnum Djúpavogshrepps ótímabundið frá 1. apríl 2019. Byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps er Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson. Sveitarstjórn býður hann velkominn til starfa og væntir góðs samstarfs við hann í framtíðinni.
b) Farið var yfir tilboð sem borist hafa í málningu á þaki Löngubúðar og Faktorshúss. Einnig tilboð í frágang utanhúss og jarðvinnu við Faktorshúsið í kjölfar verðkönnunar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ljúka við lóðaframkvæmdir við Faktorshúsið reynist til þess svigrúm og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

3. Húsnæði viðbragðsaðila

Sveitarstjóri kynnti minnisblað með drögum að samkomulagi vegna makaskipta á húseigninni Vogaland 5 og Mörk 12 og 14. Sveitarstjórn sammála um að vinna málið áfram og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins sem tekin verði fyrir og staðfest á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

4. Skólaakstur

Sveitarstjóri kynnti drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs. Sveitarstjórn sammála um að bjóða út skólaakstur 2019-2023 og felur sveitarstjóra að annast útboðið.

5. Skólamötuneyti

Samningur vegna skólamötuneytis rennur út í vor. Sveitarstjórn sammála um að leita eftir framlengingu á samningnum til eins árs. Formanni- fræðslu og tómstundanefnar ásamt sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat ásamt atvinnu- og menningarmálafulltrúa með fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og fleirum á Akureyri 10. apríl þar sem farið var yfir hugmyndafræði Cittaslow.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat í Snæfellsstofu, Skriðuklaustri í tengslum við Samfélagsþing “Fljótsdalur til framtíðar – hvert skal stefna” 14. apríl.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir erindi sem borist hefur frá Búlandstindi og Fiskeldi Austfjarða varðandi mögulega ljósleiðaratengingu Búlandstinds og e.t.v. fleiri samstarfsaðila. Sveitarstjórn sammála um að skoða málið áfram.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.