Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 21. mars 2019

Sveitarstjórn - 21. mars 2019

Sveitarstjórn - 21. mars 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 22.03.2019 - 15:03

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 21.03.2019
9. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 21.03.2019 kl. 16:15. Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Eiður Ragnarsson og Ásdís H. Benediktsdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór þess á leit að lið 2i) væri bætt á dagkskrána. Það samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Svæðisskipulagsnefnd SSA, dags. 11. febrúar 2019. Liður 1, Athugasemd Skipulagsstofnunar v/verklýsingar svæðisskipulagsins, staðfestur og samþykkir sveitarstjórn breytta lýsingu svæðisskipulags Austurlands, sem tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunnar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf., dags. 14. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambandsins, dags. 15. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn SSA, dags. 19. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Aukaaðalfundur SSA, dags. 20. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 20. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
h) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 28. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
i) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 7. mars 2019. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Guðmundur Valur Gunnarsson, upprekstrarleyfi í Búlandsdal, dags. 26. febrúar 2019. Vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.
b) Starfsmenn Sýslumannsins á Austurlandi, uppsagnir og breytt starfshlutföll, dags. 28. febrúar 2019. Sveitarstjórn tekur undir áherslur bréfritara þess efnis að embættið fái aukafjárveitingu til að vinna bug á gömlum rekstarhalla og jafnframt að reglulegar fjárveitingar verði tryggðar svo unnt verði að draga uppsagnir til baka. Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, Íbúasamráðsverkefni, dags. 28. febrúar 2019. Lagt fram til kynningar.
d) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsáætlun 2019-2022, dags. 4. mars 2019. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
e) Fljótsdalshérað, breyting á aðalskipulagi, dags. 5. mars 2019. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsingu fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
f) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárfestingar og skuldbindingar, dags. 8. mars 2019. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
g) Útlendingastofnun, forathugun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, dags. 13. mars 2019. Lagt fram til kynningar.
h) Magnús Hreinsson, kröfur í heimabanka, dags. 13. mars. 2019. Sveitarstjóra í samráði við skrifstofustjóra falið að bregðast við erindinu.
i) SSA, endurskoðuð fjallskilasamþykkt, dags. 21. mars 2019. Vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.

3. Bygginga- og skipulagsmál

Formaður skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefndar gerði grein fyrir stöðu ýmissa verkefna sem tilheyra málaflokknum. Einnig gerð grein fyrir fundum með fulltrúa skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins í vikunni vegna deiliskipulags íbúðalóða sem er í vinnslu.

4. Frumvarp til laga um fiskeldi

Sveitarstjóra falið að ganga frá umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5. Götulýsingarkerfi í Djúpavogshreppi

Vísað til skipulags, framkvæmda- og umhverfisnefndar.

6. Viðbygging við grunnskólann

Teikningar af nýrri viðbyggingu við grunnskólann lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að koma verkinu í útboðsferli.

7. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Farið yfir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða tekjur jöfnunarsjóðs og möguleg áhrif þess á stöðu sveitarsjóðs. Sveitarstjórn tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið frá 15. mars sl. og þær áherslur sem þar koma fram.

8. Húsbyggjendastyrkur

Sveitarstjóri kynnti uppfærðar reglur varðandi styrkveitingar til húsbyggjenda sem sveitarstjórn samþykkti.

9. Öldungaráð – erindisbréf

Þorbjörg kynnti drög að erindisbréfi fyrir öldungaráð. Staðfest af sveitarstjórn.

10. Ríkarðshús vegna Frumskógar 11.

Vegna sölu á húseigninni Frumskógar 11 var bókað eftirfarandi:

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps, kt. 570992-2799, f.h. Ríkarðshúss hefur tekið ákvörðun um að selja sumarbústað í eigu hreppsins við Frumskóga 11 í Hveragerði, fastanúmer 221-0188, auk lóðarréttinda. Kaupandi er Ríkarður Már Pétursson, kt. 090552-3849. Þá hefur Djúpavogshreppur veitt Jóhannesi Albert Sævarssyni lögmanni á Lögfræðistofu Reykjavíkur fullt og ótakmarkað umboð til að annast sölu eignarinnar f.h. Djúpavogshrepps og er það umboð í samræmi við áður útgefið umboð veitt honum upphaflega 16. janúar 2018 af Andrési Skúlasyni þáverandi oddvita Djúpavogshrepps f.h. Ríkarðshúss og síðan staðfest með yfirlýsingu Gauta Jóhannessonar núverandi sveitarstjóra og oddvita Djúpavogshrepps dags. 13. júlí 2018. Umboð Djúpavogshrepps til lögmannsins lýtur að því að framkvæma hvaðeina er varðar sölu Frumskóga 11, svo sem að fylla út söluyfirlit og staðfesta, samþykkja kauptilboð, ganga frá lóðarleigusamningi við Hveragerðisbæ, undirrita kaupsamning og afsal um eignina, móttaka söluandvirðið, auk annars að engu undanskildu til að tryggja að salan á Frumskógum 11, Hveragerði, megi ná fram að ganga í samræmi við þessa ákvörðun Djúpavogshrepps.

11. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar til að ræða umferðaröryggismál í sveitarfélaginu á næstu dögum.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum í Neista. Fjárfest hefur verið í eldhúsinnréttingu og er vonast til að hún verði sett upp fljótlega ásamt tækjum.
c) Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála í yfirstandandi sameiningarviðræðum Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Góður gangur er í viðræðunum og boðað hefur verið til íbúafunda í apríl.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna nýs fyrirkomulags sorphirðu. Heilt yfir hefur verkefnið tekist vel með góðri þátttöku og samstarfi við íbúa.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna makaskipta á húseignum við viðbragðsaðila. Málið er í vinnslu og vonast til að því verði lokið sem fyrst.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var á vegum atvinnu- og menningarmálanefndar um ferðaþjónustu á Hótel Framtíð 17. mars.
g) Sveitarstjóri gerði grein fyrir úthlutunum Minjastofnunar til verkefna í sveitarfélaginu. Gamla kirkjan á Djúpavogi fékk 3 millj., Hofskirkja 1,3 millj. og Faktorshúsið fékk 4 millj.
h) Sveitarstjóri gerði grein fyrir starfi starfshóps um skólastefnu.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:04.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.