Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 17. október 2019

Sveitarstjórn - 17. október 2019

Sveitarstjórn - 17. október 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 18.10.2019 - 10:10

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 17.10.2019
15. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 17.10. 2019 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Eiður Ragnarsson, Kári Snær Valtingojer og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2020.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember en gert er ráð fyrir a.m.k. einum sameiginlegum vinnufundi fyrir þann tíma.
b) Viðauki við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Breyting á fjárfestingu vegna tölvuvæðingar í grunnskólanum kr. 2,5 milljónir.
Mætt með lækkun á handbæru fé.

2. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 20. júní 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 3. september 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Svæðisráð um gerð strandsvæðaskipulags á Austfjörðum, dags. 16. september 2019. Lögð fram til kynningar.
d)Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 23. september 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 26. september 2019. Vegna liðar 6, strandtengd afþreying, er formanni SFU og sveitarstjóra falið að fara frekar yfir málið með málsaðilum. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 26. september 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. september 2019. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 2. október 2019. Lögð fram til kynningar.
i) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 10. október 2019. Lögð fram til kynningar.
j) Hafnarnefnd, dags. 16. október 2019. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Ungt Austurland, dags. 16. september 2019. Sveitarstjórn samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 47.200 vegna fyrirhugaðrar starfsemi í vetur.
b) Tré lífsins, dags. 20. september 2019. Vísað til Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
c) Leikskólastjórnendur á Austurlandi, dags. 30. september 2019. Vísað til fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefndar.
d) Skipulagsstofnun, dags. 2. október 2019. Lagt fram til kynningar.
e) Skipulagsstofnun, dags. 2. október 2019. Lagt fram til kynningar.
f) Skipulagsstofnun, dags. 3. október 2019. Lagt fram til kynningar.
g) Menntamálastofnun, dags. 11. október 2019. Lagt fram til kynningar.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp - breyting á aðalskipulagi – lýsing
b) Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020 (dags. 12. október 2019) lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna lýsinguna og senda til umsagnar stofnana.

5. Reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga

Sveitarstjóri kynnti nýjar reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga en drög höfðu verið kynnt á síðasta fundi sveitarstjórnar. Nýjar reglur samþykktar samhljóða.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi vegna kosninga um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem fram fara 26. október. Gert er ráð fyrir að fulltrúar úr samstarfsnefnd sitji fyrir svörum í Tryggvabúð 23. október og að kosningavaka verði í Löngubúð að kvöldi kjördags.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu við viðbyggingu á grunnskólanum. Verkið hefur tafist nokkuð þar sem dráttur varð á afgreiðslu glugga en nú er unnið að ísetningu þeirra. Í kjölfarið verður húsið svo klætt að utan. Vinna vegna útboðs á uppsetningu innanhúss er í vinnslu.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir endurskoðaðri samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram. Sveitarstjóra falið að vinna umsögn í samráði við sveitarstjórn.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.16:45. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.