Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 16. maí 2019

Sveitarstjórn - 16. maí 2019

Sveitarstjórn - 16. maí 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 17.05.2019 - 10:05

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 16.05.2019
12. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16.05.2019 kl. 16:15.
Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2018 – síðari umræða.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2018 eru, í þús. króna.


Eftir umfjöllun var ársreikningurinn borinn upp, staðfestur og undirritaður af sveitarstjórn.

b) Viðauki við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Breyting á fjárfestingu:Framkvæmdakostnaður er hækkaður um 13,3 millj. kr. vegna framkvæmda við lóð við Faktorshúsið, útgjaldaauka er mætt með lækkun á handbæru fé.

2. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 8. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Siglingaráð, dags. 13. desember 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Siglingaráð, dags. 10. janúar 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Siglingaráð, dags. 7. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn SSA, dags. 2. apríl 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 10. apríl 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. apríl 2019. Lögð fram til kynningar.
h) Hafnarnefnd, dags. 29. apríl 2019. Liður 2, viðbygging við Búlandstind ehf. staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
i) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 2. maí 2019. Liður 1, ráðstöfun styrks vegna fjarlægðar, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
j) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 2. maí 2019. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með góða útkomu Bjarkatúns í skólapúlsinum. (ÞS víkur af fundi).
Liður 3, skóladagatal leik- og grunnskóla staðfestur. Liður 7, ráðning skólastjóra, staðfestur. Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Signý Óskarsdóttur sem staðfestur verður á næsta fundi sveitarstjórnar. (ÞS kemur aftur til fundar).
Liður 9, skipun í úthlutunarnefnd, staðfestur.
k) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfismálanefnd, dags. 2. maí 2019. Vegna liðar 5, umsögn um útgáfu starfsleyfis fyrir Búlandstind ehf. er sveitarstjóra falið að sjá til þess að viðbragðsáætlun hafnarinnar verði yfirfarin.
l) Stjórn Kvennasmiðjunnar ehf., dags. 10. maí 2019. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Samband íslenskra sveitarfélaga, lög um opinber innkaup, dags. 17. apríl 2019. Lagt fram til kynningar.
b) Náttúruverndarsamtök Austurlands, ályktun aðalfundar, dags. 19. apríl 2019. Sveitarstjórn þakkar fram komnar ábendingar Náttúruverndarsamtaka Austurlands og telur mikilvægt að náið samráð sé með sveitarfélögunum sem um ræðir varðandi sameiginlega sýn á nýtingu Hraunasvæðisins. Sveitarstjóra falið að kanna með hvaða hætti verði hægt að fara yfir málið heildstætt á sameiginlegum vettvangi.
c) Fjármála- og efnahagsráðuneytið, lög um opinber innkaup, dags. 3. maí 2019. Lagt fram til kynningar.
d) Samband ísl. sveitarfélaga, starfsnám kennaranema og námsstyrkir, dags. 10. maí 2019. Lagt fram til kynningar.

4. Samþykktir um umgengni, þrifnað og hunda- og kattahald
Samþykktir um umgengni, þrifnað og hunda- og kattahald teknar til annarrar umræðu. Staðfestar af sveitarstjórn.

5. Skólamötuneyti
Formaður fræðslu- og tómstundanefndar ásamt sveitarstjóra kynnti drög að framlengdum samningi ásamt viðauka vegna skólamötuneytis. Sveitarstjóra falið að ganga frá endanlegum samningi.

6. Skipulags og byggingarmál

a) Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík – breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2009-2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 10. maí 2019 lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og senda hana til umsagnaraðila.
b) Áningarstaður í Fossárvík – deiliskipulagstillaga. Tillaga að deiliskipulagi frá maí 2019 lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og senda hana til umsagnaraðila.
c) Djúpivogur – efsti hluti Borgarlands – deiliskipulagstillaga. Tillaga að deiliskipulagi dags. 16. maí 2019 lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna, senda hana til umsagnaraðila og leita allra leiða til að málið fái afgreiðslu sem fyrst.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri ákvörðun að fjarlægja verkið „Upprif“ sem staðsett er í Gleðivík. Ákvörðunin er tekin í samráði við Hrafnkel Sigurðsson listamann í ljósi þeirra skemmda sem urðu á verkinu í vetur.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu sameiningarviðræðna Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viðræður ganga vel og stefnt er að því að sameiningartillaga verði lögð fyrir sveitarstjórn fljótlega til umfjöllunar.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi makaskipti á húseignum við viðbragðsaðila. Áfram er unnið að málinu en meðal annars er verið að gera úttekt á Vogshúsinu m.t.t. burðarþols og fleira.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir aðalfundi foreldrafélaga Djúpavogsskóla og Bjarkatúns sem hann sat ásamt formanni fræðslu-tómstunda- jafnréttisnefndar. Ljóst er að félögin eru rekin af áhuga og miklum metnaði. Sveitarstjórn þakkar stjórnum félaganna fyrir vel unnin störf og væntir góðar samvinnu við þær í framtíðinni.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlengingu á samningi vegna persónuverndarfulltrúa.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:25.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.