Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 14. nóvember 2019

Sveitarstjórn - 14. nóvember 2019

Sveitarstjórn - 14. nóvember 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 18.11.2019 - 14:11

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 14.11.2019
16. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14.11. 2019 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kristján Ingimarsson, Kári Snær Valtingojer og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 2f) og 3a) yrði bætt við dagskrána og var það samþykkt.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2020. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2020.
b) Gjaldskrár 2020 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Gjaldskrá Djúpavogshafnar vísað til hafnarnefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2020. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2020. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2020. Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu.
e) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2020. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur rúmum 100 millj. Áformaðir eru vinnufundir með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn þar sem leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2020. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 12. desember kl. 16:15.

2. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 5. september 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 30. september 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 15. október 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 15. október 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 18. október 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar, dags. 24. október 2019. Liður 3, styrkumsóknir, úthlutun styrkja staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2019. Lögð fram til kynningar.
h) Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dags. 30. október 2019. Lögð fram til kynningar.
i) Opnun tilboða vegna Löngubúðar, dags. 4. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
j) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 7. nóvember 2019. (BB víkur af fundi) Liður 4, tilboð í rekstur Löngubúðar, staðfestur. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við bjóðendur. (BB kemur aftur til fundar). Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a)Dagný Rögnvaldsdóttir, skráning lóðar, dags. 28. júní 2019. Óskað er eftir skráningu lóðarinnar Valla úr landi Múla 2 (L159347) í Djúpavogshreppi. Í gildandi aðalskipulagi er “stök lóð undir frístundabyggð” merkt á þeim stað sem vísað er til í erindi, en “lóðin” er ranglega sögð í landi Múla III. Sveitarstjórn fellst á stofnun lóðarinnar eins og hún er kynnt í fyrrgreindu erindi og á uppfærðu lóðablaði dags. 13. nóvember 2019. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
b) Umhverfisstofnun, deiliskipulag við Snædalsfoss, dags. 8. október 2019. Lagt fram til kynningar.
c) Stígamót, fjárbeiðni, dags. 10. október 2019. Lagt fram til kynningar.
d) Skipulagsstofnun, lagning ljósleiðara, dags. 10. október 2019. Lagt fram til kynningar.
e) Lánasjóður sveitarfélaga, áreiðanleikakönnun, dags. 21. október 2019. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu.
f) Guðmundur E. Skagalín, sumarbeit og fjallskil í landi Múla, dags. 22. október 2019. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samráði við formann atvinnu- og menningarmálanefndar.
g) Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, fulltrúar í undirbúningsstjórn, dags. 29. október 2019. Sveitarstjórn samþykkir að skipa Bergþóru Birgisdóttur, Gauta Jóhannesson og Þorbjörgu Sandholt sem fulltrúa í undirbúningsstjórn vegna stofnunar nýs sveitarfélags. Til vara eru Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Kári Snær Valtingojer og Kristján Ingimarsson. Sveitarstjórn fellst jafnframt á tillögur samstarfsnefndar um helstu verkefni undirbúningsstjórnar.
h) Búnaðarsamband Austurlands, Sveitir og jarðir í Múlaþingi, dags. 29. október 2019. Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að taka þátt í að fjármagna útgáfu ritverksins með þeim hætti sem tilgreint er í erindinu.
i) Samband íslenskra sveitarfélaga, jafnréttisáætlanir, dags. 30. október 2019. Lagt fram til kynningar.
j) Fjarðabyggð, sameining sveitarfélaga, dags. 30. október 2019. Sveitarstjórn þakkar hlýjar kveðjur. Lagt fram til kynningar.
k) Capacent, sameiningar sveitarfélaga, ódagsett. Lagt fram til kynningar.

4. Endurskoðuð fjallskilasamþykkt

Endurskoðuð fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar.

5. Jafnréttisáætlun

Ný og yfirfarin jafnréttisáætlun fyrir Djúpavogshrepp lögð fram og staðfest af sveitarstjórn.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu sem er í gangi varðandi lækkun hámarkshraða og umferðaröryggi í þorpinu.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við viðbyggingu við grunnskólann. Gert er ráð fyrir að vinnu við yfirstandandi verkáfanga verði lokið í desember og stefnt að því að vinna við innréttingar hefjist sem fyrst á nýju ári.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:15.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.