Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 13. júní 2019

Sveitarstjórn - 13. júní 2019

Sveitarstjórn - 13. júní 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 14.06.2019 - 15:06

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.06.2019
12. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13.06.2019 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Árshlutauppgjör, fyrsti fjórðungur 2019.

Lagt fram til kynningar. Niðurstöður fyrstu þriggja mánaða ársins eru að langmestu leyti í samræmi við áætlun.

2. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 7. mars 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 2. apríl 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd, dags. 14. maí 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 15. maí 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 23. maí 2019. (GJ víkur af fundi) Liður 1, beiðni um leyfi til að aka farþegum á dráttarvélakerru. Liður 1 staðfestur. (GJ kemur aftur til fundar) Liður 2, úttekt á brunahanakerfi, staðfestur og formanni SFU falið að kalla saman starfshóp. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. maí 2019. (KI víkur af fundi) Sveitarstjórn tekur undir bókun sambandsins vegna liðar 11 varðandi frumvarp til laga um fiskeldi og leggur áherslu á að sveitarfélögum verði tryggður sjálfstæður tekjustofn af fiskeldisstarfsemi og jafnframt að skipulag strandsvæða sé á þeirra hendi. Að öðru leyti lögð fram til kynningar. (KI kemur aftur til fundar)
g) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 6. júní 2019. Liður 3, verslunarafmæli, staðfestur. Liður 5, starf atvinnu- og menningarmálafulltrúa, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar
h) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 6. júní 2019. (ÞS víkur af fundi) Liður 1, útisvæði við grunnskólann, staðfestur. Vísað til sveitarstjóra og skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar. Liður 2, breytingar á skóladagatali, staðfestur. Liður 3, skólastefna, staðfestur. (ÞS kemur aftur til fundar) Liður 4, jafnréttisáætlun, staðfestur.
i) Hafnarnefnd, dags. 11. júní 2019. Liður 1, fingur og gjaldskrárbreytingar, staðfestur. Liður 2, viðbygging við Búlandstind, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Jaspis, áheitaganga, dags. 17. maí 2019. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr.
b) Studio Granda, efnistaka úr Rauðuskriðu, dags. 22. maí 2019. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
c) Unicef, verklag vegna mála sem tengjast börnum, dags. 22. maí 2019. Vísað til fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefndar.
d) Ester Sigurðardóttir, umhverfismál, dags. 23. maí 2019. Sveitarstjórn tekur undir með að mikilvægt sé að leggja áherslu á að umhverfið sé snyrtilegt,og mun leggja áherslu á að sýna gott fordæmi í þeim efnum og hvetur fyrirtæki og einstaklinga til hins sama.
e) Landskerfi bókasafna, ársreikningur, dags. 24. maí 2019. Lagt fram til kynningar.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga, yfirlýsing vegna kjaraviðræðna, dags. 28. maí 2019. Lagt fram til kynningar.

4. Viðbygging við grunnskólann

(ÞS víkur af fundi) Lögð fram fundargerð dags. 31. maí vegna opnunar tilboða í viðbyggingu við grunnskólann. Eitt tilboð barst. Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðinu og felur sveitarstjóra að ganga frá verksamningi í samráði við embætti byggingarfulltrúa og formann skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar. (ÞS kemur til fundar)

5. Tilboð í skólaakstur

Lögð fram fundargerð dags. 27. maí 2019 vegna opnunar tilboða í skólaakstur. Eitt tilboð barst. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við tilboðsgjafa.

6. Skólahúsnæði - Helgafell

Formaður fræðslu- og tómstundanefndar ásamt sveitarstjóra kynnti drög að samningi vegna leigu á Helgafelli næsta skólaár. Sveitarstjóra falið að ganga frá endanlegum leigusamningi.

7. Grænbók – Stefna um málefni sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar.

8. Sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar

Í októbermánuði 2018 samþykktu sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 29. maí. Skilabréfinu fylgja eftirtalin gögn:

Skýrslan Sveitarfélagið Austurland-stöðugreining og forsendur dags. 27. maí 2019, sem unnin var af RR ráðgjöf ehf. að beiðni samstarfsnefndar.

Tillaga að atkvæðaseðli vegna atkvæðagreiðslu íbúanna um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna.

Tillaga að auglýsingu í Lögbirtingarblaði og fjölmiðlum um atkvæðagreiðsluna.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 15 bókuðum fundum. Hafa fundargerðir nefndarinnar komið til umfjöllunar sveitarfélaganna og verið birtar á vefsíðu verkefnisins svausturland.is. Samstarfsnefnd skipaði 6 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins. Það er álit Samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt. Kynningarefni fyrir atkvæðagreiðslu mun byggja á þeirri greiningu og forsendum sem líst er í skýrslunni. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 í öllum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 og felur samstarfsnefnd að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Sveitarstjórn vísar málinu til síðari umræðu í sveitarstjórn sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftir nokkrar umræður var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með fjórum atkvæðum, KI sat hjá.

9. Skipulags og byggingarmál

a) Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík – breytt landnotkun. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 10. maí 2019 m.s.br.
Tillaga lögð fram og samþykkt. Jafnframt óskað eftir heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir. Heimili Skipulagsstofnun auglýsingu tillögunnar í óbreyttri mynd eða með minniháttar breytingum, felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna.
b) Djúpivogur - efsti hluti Borgarlands og færsla á vegtengingu milli Borgarlands og Víkurlands. Tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi dags. 31. maí 2019.
Tillaga lögð fram og samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar og auglýsa niðurstöðu.
c) Djúpivogur – efsti hluti Borgarlands – deiliskipulag dags. 16. maí 2019 m.s.br.
Tillaga lögð fram og samþykkt að setja tillögu í auglýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
d) Stekkás (L220237) – lóðablöð (Stekkur, Stekkanes og Rafstöð). Erindi Jóhannesar Hermanssonar frá 29. maí 2019 þar sem óskað er eftir skráningu lóðablaða fyrir Stekk, Stekkanes og Rafstöð en fyrirhugaðar lóðir eru allar innan Stekkáss.
Með vísun til liðar 6b í fundargerð sveitarstjórnar frá 12. júlí 2018 sem fjallar um stofnun lóðarinnar Stekkaness, þá hefur fyrirvari 2) ekki enn verið uppfylltur.
Sveitarstjórn telur hins vegar tímabært, nú þegar liggja fyrir tillögur að afmörkun þriggja lóða innan Stekkáss auk aðkomuvega, að eigendur láti vinna heildstætt deiliskipulag fyrir svæðið. Sveitarstjórn fellst á stofnun lóðanna Stekkaness og Rafstöðvar innan Stekkáss sem þær eru kynntar á uppdráttum dags. 21. maí 2019. Samþykktin er háð eftirfarandi fyrirvörum: 1) Skriflegt samþykki allra eigenda landeignarinnar þarf að liggja fyrir áður lóðir eru stofnaðar og 2) eigendur landeignarinnar þurfa að skuldbinda sig með skriflegum hætti að ráðast í gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir svæðið og að þeirri vinnu verði lokið eigi siðar en 1. mars 2020. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir kynningarfundi þar sem hann og atvinnu- og menningarmálafulltrúi voru með framsögu og og sátu fyrir svörum varðandi Cittaslow, innleiðingu og hugmyndafræði samtakanna. Fundurinn var haldinn á vegum Verkefnisstjórnar Hríseyjar, perlu Eyjafjarðar og Hverfisráðs Hríseyjar í íþróttahúsinu í Hrísey.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu nýs framkvæmdastjóra Umf. Neista. Helga Rún Guðjónsdóttir tekur til starfa 1. ágúst.
c) Sveitarstjórn gerði grein fyrir tímabundinni ráðningu Ævar Orra Eðvaldssonar til aðkallandi verkefna á Teigarhorni og afleysinga í sumarleyfi staðarhaldara.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti ásamt formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar með fulltrúum Vegagerðarinnar þar sem farið var yfir umferðaröryggismál, gangbrautir, aðkomu inn í bæinn o.fl. Formlegt erindi hefur verið sent inn til Vegagerðarinnar þar sem þess er farið á leit að brugðist verði við þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasa við.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir heimsókn sinni til Orvieto 20.-24 júní á aðalfund Cittaslow þar sem jafnframt verður fagnað 20 ára afmæli samtakanna.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:50.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Þorbjörg Sandholt, fundarritari.