Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 12. september 2019

Sveitarstjórn - 12. september 2019

Sveitarstjórn - 12. september 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 13.09.2019 - 08:09

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.09.2019
14. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12.09. 2019 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kristján Ingimarsson, Eiður Ragnarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
a) Fjárhagsáætlun 2020
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2020 sem tekin verður til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í nóvember.
b) Árshlutauppgjör, fyrri 6 mánuðir 2019.
Farið var yfir uppgjör vegna fyrri 6 mánaða ársins sem bendir til að rekstur sé að langmestu leyti innan áætlunar. Stefnt er að því að leggja fram 8 mánaða uppgjör á fundi sveitarstjórnar í október.

2. Fundargerðir
a) Siglingaráð, dags. 10. apríl 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Siglingaráð, dags. 23. maí 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. júní 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 9. júlí 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 16. júlí 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 21. ágúst 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar, dags. 2. ágúst 2019. Vegna liðar 1 er sveitarstjórn sammála um að skipa Kristján Ingimarsson sem formann stjórnar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Austurbrúar, dags. 20. ágúst 2019. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Hafnasambandsins, dags. 28. ágúst 2019. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. ágúst 2019. Lögð fram til kynningar.
k) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 5. september 2019. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf
a) Samband íslenskra sveitarfélaga, samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál, dags. 26. júní 2019. Erindið hafði áður verið lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir þátttöku Djúpavogshrepps í samstarfsvettvangi sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
b) Örnefnanefnd, ensk nöfn á íslenskum stöðum, dags. 26. júní 2019. Lagt fram til kynningar.
c) Vegagerðin, styrkvegir 2019, dags. 15. júlí 2019. Lagt fram til kynningar.
d) Dómsmálaráðuneytið, sameining sveitarfélaga, dags. 23. júlí 2019. Lagt fram til kynningar.
e) Svavar Eysteinsson, bann við umgangi og beit búfjár, dags. 28. júlí 2019. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
f) Þór Vigfússon, athugasemdir vegna viðbyggingar við Búlandstind, dags. 6. ágúst 2019. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samráði við aðra sem því var beint til.
g) Minjastofnun, litaval á viðbyggingu Búlandstinds, dags. 13. ágúst 2019. Lagt fram til kynningar.
h) IOGT, áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, dags. 19. ágúst 2019. Lagt fram til kynningar.
i) Samtök grænkera á Íslandi, áskorun, dags. 20. ágúst 2019. Sveitarfélagið mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að fjölbreyttur og hollur matur sé í boði í mötuneytum á þess vegum. Lagt fram til kynningar.
j) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, minningardagur vegna látinna í umferðarslysum, dags.27. ágúst 2019. Lagt fram til kynningar.
k) Kálkur ehf., uppsögn á samningi, dags. 30. ágúst 2019. Sveitarstjóra falið að auglýsa reksturinn til leigu að nýju.
l) Skólastjóri Djúpavogsskóla, fjárveiting vegna tölvukaupa, dags. 2. september 2019. Sveitarstjórn fellst á fjárveitingu vegna tölvukaupa og felur sveitarstjóra að ganga frá viðauka vegna hennar til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.
m) Vegagerðin, umferðaröryggi á Djúpavogi, dags. 9. september 2019. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
n) Eldri borgarar á Fljótsdalshéraði, styrkbeiðni, ódags. Sveitarstjórn fellst á að styrkja verkefnið um 50.000 kr.

4. Bygginga- og skipulagsmál
a) Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík – breytt landnotkun.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi (dags. 10. maí 2019 m.s.br.) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar.
b) Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík – deiliskipulag.
Tillaga að deiliskipulagi (greinargerð dags. í júlí 2019 og uppdráttur dags. 5. júlí 2019) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar.
c) Djúpivogur – efsti hluti Borgarlands – deiliskipulag.
Tillaga að deiliskipulagi (dags. 16. maí 2019 m.s.br.) lögð fram og endanlega samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar.
d) Bragðavellir – Snædalsfoss – deiliskipulag.
Lýsing að deiliskipulagi (dags. 9. september 2019) lögð fram og samþykkt til kynningar og umsagna stofnana. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

5. Reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga
Farið yfir drög að reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að verkefninu með það fyrir augum að endanlegar reglur liggi fyrir til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.

6. Gangnaboð
Sveitarstjórn staðfestir gangnaboðið sem byggir á tillögum samráðshóps vegna fjallskila dags. 8. ágúst 2019.

7. Skýrsla sveitarstjóra
a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samkomulag við Austurbrú vegna afleysinga í stöðu og verkefni atvinnu- og menningarmálafulltrúa.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.