Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 12. október 2019

Sveitarstjórn - 12. október 2019

Sveitarstjórn - 12. október 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 14.10.2019 - 11:10

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.10.2019
3. aukafundur 2018-2022

Aukafundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps laugardaginn 12. október 2019 kl. 15:30. Fundarstaður: Geysir. Mættir voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt. Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir

Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Kjörskrá

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða kjörskrá vegna kosninga um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar 26. október 2019. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 15:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.