Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 12. desember 2019

Sveitarstjórn - 12. desember 2019

Sveitarstjórn - 12. desember 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 16.12.2019 - 10:12

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.12.2019
17. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. desember 2019 kl. 16:15. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2020.

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2019 gilda eftirtaldar ákvarðanir:

I.

Fasteignaskattur A

0,63%

II.

Fasteignaskattur B

1,32%

III.

Fasteignaskattur C

1,65%

IV.

Holræsagjald A

0,30%

V.

Holræsagjald B

0,30%

VI.

Holræsagj. dreifbýli

8.860 kr.

VII.

Vatnsgjald A

0,35%

VIII.

Vatnsgjald B

0,35%

IX.

Aukavatnsskattur

37,50 kr./ m³.

X.

Sorphirðugjald

17.472 kr. pr. íbúð

XI.

Sorpeyðingargjald

15.600 kr. pr. íbúð

XII.

Sorpgjöld, frístundahús

12.480 kr.

XIII.

Lóðaleiga

1 % (af fasteignamati lóðar)

XIV.

Fjöldi gjalddaga

6

Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.

b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2020. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Erindi um samningsbundnar greiðslur, styrki, fjárfestingar o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjöl borin upp og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn.

c) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023, síðari umræða,fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):


*

Skatttekjur A-hluta

322.301

*

Fjármagnsgjöld A-hluta

28.850

*

Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, jávæð

34.004

*

Rekstrarniðurstaða A-hluta, jákvæð

34.223

*

Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð

129.897

*

Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó)

28.396

*

Afskriftir A og B hluti

29.817

*

Eignir

1.119.207

*

Langtímaskuldir og skuldbindingar

292.887

*

Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir

117.587

*

Skuldir og skuldbindingar samtals

410.474

*

Eigið fé í árslok 2019

708.733

*

Veltufé frá rekstri áætlað

125.018

*

Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó)

146.500

Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um rúmar 126 millj.

Áætlunin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a) Siglingaráð, dags. 3. október 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 8. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 8. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 12. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 18. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 11. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 21. nóvember 2019. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni varðandi mikilvægi þess að í kjölfar þarfagreiningar verði sem fyrst hugað að næstu skrefum varðandi viðbyggingu við grunnskólann með áherslu á heildarsýn fyrir uppbyggingu skólahúsnæðis til framtíðar. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. nóvember 2019. Lögð fram til kynningar.
j) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 5. desember 2019. Vegna liðar 1 leggur sveitarstjórn áherslu á að opinberar stofnanir gæti meðalhófs og að misræmi í túlkun þeirra á lögum og reglum megi ekki undir neinum kringumstæðum standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Allra síst í dreifbýli þar sem hennar er mest þörf. Mikilvægt er í því sambandi að þeim hindrunum sem eru í íslenskri löggjöf og standa í vegi fyrir framleiðendum og neytendum sem vilji nýta sér iðnaðarhamp verði sem fyrst rutt úr vegi. Sveitarstjóra falið að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.
Liður 3, endurskoðuð fjallskilasamþykkt, staðfestur.
Liður 4, reglur um Menningarsjóð Djúpavogshrepps, afgreiðslu frestað.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
k) Hafnarnefnd, dags. 11. desember 2019.
Liður 1, gjaldskrá, staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Minjastofnun, umsögn vegna Snædalsfoss, dags. 23. október 2019. Lagt fram til kynningar.
b) Fjarðabyggð, Heyklif – skipulags- og matslýsing, dags. 28. október 2019. Lagt fram til kynningar.
c) Skipulagsstofnun, umsögn vegna Snædalsfoss, dags. 6. nóvember 2019. Lagt fram til kynningar.
d) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 11. nóvember 2019. Samþykkt að styrkja sveitina um 500 þús. vegna endurbóta á björgunarbáti félagsins.
e) Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi vegna ljósleiðara, dags. 13. nóvember 2019. Lagt fram til kynningar.
f) Hammondhátíð, styrkbeiðni, dags. 14. nóvember 2019. Samþykkt að styrkja hátíðina um 300 þús. auk vinnuframlags.
g) Umhverfisstofnun, breyting á aðalskipulagi vegna ljósleiðara, dags. 18. nóvember 2019. Lagt fram til kynningar.
h) Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, stykbeiðni. dags. 18. nóvember 2019. Samþykkt að styrkja UÍA með sama hætti og undanfarin ár.
i) Náttúruverndarsamtök Austurlands, styrkbeiðni, dags. 18. nóvember 2019. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja samtökin um 50 þús.
j) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, framsal eftirlitsverkefna, dags. 19. nóvember 2019.
Sveitarstjórn tekur undir áherslur Heilbrigðisnefndar Austurlands varðandi endurnýjaðan samning um framsal eftirlitsverkefna og að nefndinni verði falin fleiri eftirlitsverkefni svo sem fyrir hönd Umhverfisstofnunar.
k) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 19. nóvember 2019. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið á sambærilegan hátt og verið hefur undanfarin ár.
l) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsáætlun 2020-2023, dags. 20. nóvember 2019. Sveitarstjóra falið að bregðast við erindinu í samráði við endurskoðendur sveitarfélagsins.

4. Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2020-2023

Fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2020-2023 lögð fram til kynningar.

5. Skipulags- og byggingamál

a) Bragðavellir – Snædalsfoss – deiliskipulag

Tillaga að deiliskipulagi (dags. 10. desember 2019) lögð fram og samþykkt til auglýsingar og umsagna stofnana. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

6. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2019 sem áætluð er u.þ.b. 1,3 millj.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir umsóknum til Minjastofnunar vegna Faktorshúss og gömlu kirkjunnar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:53. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.