Sveitarstjórn - 11. júlí 2019

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.07.2019
13. fundur 2018 – 2022
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11.07 2019 kl. 16:15.
Fundarstaður: Geysir.
Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Bergþóra Birgisdóttir. Gauti stjórnaði fundi.
Dagskrá:
1. Fundargerðir
a) Stjórn SSA, dags. 29. apríl 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Aðalfundur SSA, dags. 7. maí 2019. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn SSA, dags. 7. maí 2019. Lögð fram til kynningar
d) Stjórn SvAust, dags. 8. maí 2019. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 3. júní 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 21. júní 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 25. júní 2019. Lögð fram til kynningar.
h) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 4. júlí 2019.
Vegna liðar 2 tekur sveitarstjórn undir að óþarfa tafir hafa orðið á framkvæmdum við endurbætur í Vigdísarlundi.
Liður 5, efnistaka úr Rauðuskriðum, staðfestur. Liður 7, ílát fyrir lífrænan úrgang, staðfestur.
i) Stjórn Hitaveitu Djúpavogshrepps, dags. 11. júlí 2019. Lögð fram til kynningar.
2. Erindi og bréf
a) Fljótsdalshérað, breyting á aðalskipulagi, dags. 5. júní 2019.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomna tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
b) Samband íslenskra sveitarfélaga, boðun á aukalandsþing, dags. 11. júní 2019. Lagt fram til kynningar.
c) Þjóðskrá íslands, fasteignamat 2020, dags. 24. júní 2019. Lagt fram til kynningar.
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, álagsprósentur fasteignaskatts, dags. 26. júní 2019. Lagt fram til kynningar.
e) Samband íslenskra sveitarfélaga, samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál, dags. 26. júní 2019. Lagt fram til kynningar.
f) Afl, staðan í kjaramálum, dags. 2. júlí 2019. Í ljósi þess að kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga fer með kjarasamningsumboð fyrir hönd Djúpavogshrepps, mun sveitarstjórn ekki bregðast við erindinu.
g) Skógræktin, binding kolefnis og landsáætlun í skógrækt, ódags., Lagt fram til kynningar.
3. Skipulags- og byggingamál
Formaður skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar fór yfir stöðu ýmissa mála varðandi byggingar- og skipulagsmál.
4. Kjör í nefndir og ráð á vegum sveitarfélagsins
Lögð var fram tillaga um að eftirfarandi yrðu kjörnir til eins árs:
Tveir aðalmenn og tveir til vara á aðalfund SSA
Gauti Jóhannesson - Kristján Ingimarsson
Þorbjörg Sandholt - Kári Snær Valtingojer
Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands
Signý Óskarsdóttir - Eiður Ragnarsson
Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Kristján Ingimarsson - Þorbjörg Sandholt
Fulltrúi á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og annar til vara
Gauti Jóhannesson - Þorbjörg Sandholt
Stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)
Þorbjörg Sandholt - Kristján Ingimarsson
Samþykkt samhljóða.
5. Sumarleyfi sveitarstjórnar
Sumarleyfi sveitarstjórnar ákveðið frá 15. júlí til 30. ágúst. Áskilinn er þó réttur til að boða til aukafunda ef þörf krefur á tímabilinu.
6. Sjálfsmatsskýrslur
Skýrslur um sjálfsmat Djúpavogssskóla 2017-2018 og 2018-2019 lagðar fram til kynningar.
8. Skýrsla sveitarstjóra
a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýjum starfsmanni í heimaþjónustu. Heiðdís Lóa Ben Pálsdóttir hefur verið ráðin frá og með 1. júlí. Sveitarstjórn býður hana velkomna til starfa.
b) Veggirðingar á Berufjarðarströnd. Sveitarstjóri gerði grein fyrir úttekt á girðingum í samráði við Vegagerðina. Gengið verður eftir því af hendi sveitarfélagsins að greiðslur berist bændum með skilvísum hætti.
c) Myndlistarsýning í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðina. Sveitarstjóri gerði grein fyrir opnun sýningarinnar Rúllandi snjóbolti /12, Djúpivogur sem haldin er í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðin. Sýningin verður opnuð 13. júlí og verður opin fram í miðjan ágúst.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum á flotbryggju í Djúpavogshöfn með tilkomu fingra sem settir voru niður fyrir nokkru. Alls geta 10 bátar legið við fingur og eru nær öll pláss upptekin.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu atvinnu- og menningarmálafulltrúa sem farinn er í fæðingarorlof. Starfið verður auglýst til afleysinga í næstu viku.
f) Lokun skrifstofu. Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 22. júlí og opnar aftur 19. ágúst.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:32.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Fundarritari Þorbjörg Sandholt.