Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 14. febrúar 2019

Sveitarstjórn - 14. febrúar 2019

Sveitarstjórn - 14. febrúar 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 15.02.2019 - 13:02

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.01.2019
8. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 14.02.2019 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 8. janúar 2019. Lögð fram til kynningar.
b) Framkvæmdaráð SSA, dags. 15. janúar. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 18. janúar 2019. Lögð fram til kynningar.
d) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 24. janúar 2019. Liður 2, Hammersminni 2b, staðfestur. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Liður 3, Hammersminni 2, staðfestur. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Liður 5, verkefnisstjóri umhverfismála, staðfestur. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og auglýsa starfið frá og með 1.maí.
e) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2019. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn SSA, dags. 29. janúar 2019. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 5. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Ríkarðshúss, dags. 6. febrúar 2019. Liður 3, ráðning starfsmanns til skráningar á munum Ríkarðshúss, staðfestur. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
i) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 7. febrúar 2019. Lögð fram til kynningar.
j) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 7. febrúar 2019. Liður 6, Stofnskrá styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar frá Papey, staðfestur.

2. Erindi og bréf

a) Fljótsdalshreppur, umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi, dags. 4. janúar 2019. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingartillögu á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030.
Fylgiskjal: Aðalskipulag Fljótsdalshérað 2014-2030.
b) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, dags. 7. janúar 2019. Lagt fram til kynningar.
c) Reykjavíkurborg, gistináttagjald í neyðarathvörfum, dags. 15. janúar 2019. Vísað til félagsmálanefndar.
Fylgiskjal: Samningur um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk
d) Fjarðabyggð, umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi, dags. 15. janúar 2019. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar og deiliskipulagi Leiru 1.
Fylgiskjal: Stækkun Eskifjarðarhafnar, umhverfisskýrsla.
Fylgiskjal: Leira 1. Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi.
e) Fljótsdalshérað, breyting á aðalskipulagi, dags. 16. janúar 2019. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.
f) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Áfangastaðaáætlanir, dags. 25. janúar 2019. Þegar hefur verið brugðist við erindinu.
Fylgiskjal: Áfangastaðaáætlun Austurlands.
g) Forsætisráðuneytið, Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin, dags. 28. janúar 2019. Lagt fram til kynningar.
h) Sveitarfélagið Hornafjörður, samningur um urðun sorps, dags. 28. janúar 2019. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
i) Samband ísl. sveitarfélaga, boðun á landsþing, dags. 29. janúar 2019. Lagt fram til kynningar.
j) Alda, stytting vinnuvikunnar og efling lýðræðis, dags. 4. febrúar 2019. Lagt fram til kynningar.

3. Bygginga- og skipulagsmál

Hamarssel, Djúpavogshreppi – deiliskipulag -Sveitarstjórn samþykkir framlagt deiliskipulag á Hamarsseli er varðar uppbyggingu gistihúsa fyrir ferðamenn dags. 16. ágúst 2018 m.s.br. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar umsagnir og brugðist við eftir atvikum. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að senda deiliskipulagstillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4. Tilnefning varafulltrúa í vatnasvæðanefnd

Fljótsdalshérað og Djúpavogshreppur hafa komist að samkomulagi um sameiginlegan fulltrúa í vatnasvæðanefnd. Aðalfulltrúi kemur frá Fljótsdalshéraði, varamaður frá Djúpavogshreppi. Sveitarstjórn sammála um að Gauti Jóhannesson verði varamaður fyrir hönd sveitarfélagsins.

5. Húsnæðismál viðbragðsaðila

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað frá sér og annað frá skólastjóra vegna mögulegra makaskipta á húsnæði viðbragðsaðila annars vegar og sveitarfélagsins hins vegar. Sveitarstjórn líst vel á framkomnar hugmyndir og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu með það fyrir augum að endanleg afgreiðsla geti farið fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

6. Sorphirða í Djúpavogshreppi

Formaður skipulags-, framkvæmda og byggingar nefndar fór yfir með hvaða hætti verður staðið að breytingum á sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að kynning fyrir íbúa hefjist fljótlega og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.

7. Húsbyggjendastyrkur

Farið var yfir reglur um húsbyggjendastyrk frá 2018 en ekki kom til úthlutunar á árinu. Sveitarstjórn sammála um að veita sambærilegan styrk á árinu 2019. Sveitarstjóra falið að útfæra nýjar reglur varðandi styrkveitinguna sem teknar verða til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna uppsetningar á gangbrautamerkingum. Gert er ráð fyrir að koma þeim fyrir um leið og veður og aðstæður leyfa. Sveitarstjóra falið að boða fulltrúa Vegagerðarinnar á næsta fund SFU til að ræða umferðaröryggismál í sveitarfélaginu.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir uppsögn skólastjóra Djúpavogsskóla. Starfið hefur verið auglýst.
c) Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála í yfirstandandi sameiningarviðræðum Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Góður gangur er í viðræðunum bæði hjá samstarfsnefnd sveitarfélaganna og einstökum starfshópum. Heimasíða verkefnisins verður opnuð mjög fljótlega.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:23.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.