Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 10. janúar 2019

Sveitarstjórn - 10. janúar 2019

Sveitarstjórn - 10. janúar 2019

Ólafur Björnsson skrifaði 11.01.2019 - 15:01

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 10.01.2019
7. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10.01.2019 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fundargerðir
a) Framkvæmdaráð SSA, dags. 11. desember 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Fólkvangsins á Teigarhorni, dags. 12. desember 2018. Lögð fram til kynningar. Lið 2, Efnistökunámur í landi Teigarhorns, vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 13. desember 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 14. desember 2018. Lögð fram til kynningar.
f) Framkvæmdaráð SSA, dags. 20. desember 2018. Lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Jafnréttisstofa, kynjahlutfall í fastanefndum, dags. 8. október 2018. Þegar hefur verið brugðist við erindinu. Lagt fram til kynningar.
b) Skipulagsstofnun, deiliskipulag Fossárvíkur, dags. 4. desember 2018. Lagt fram til kynningar.
c) Minjastofnun, deiliskipulag Eyjólfsstaða, dags. 10. desember 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Íbúðalánasjóður, tilraunaverkefni á landsbyggðinni, dags. 12. desember 2018. Lagt fram til kynningar.
e) Samband ísl. sveitarfélaga, vinnumansal og kjör erlends starfsfólks, dags. 13. desember 2018. Lagt fram til kynningar.
f) Umhverfisstofnun, fulltrúi í vatnasvæðanefnd, dags. 14. desember. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á sameiginlegum fulltrúa með nágrannasveitarfélögum.
g) Minjastofnun, aðalskipulagsbreyting í Fossárvík, dags. 19. desember 2019. Lagt fram til kynningar.
h) Minjastofnun, lýsing á deiliskipulagstillögu, dags. 19. desember 2018. Lagt fram til kynningar.
i) Starfshópur um endurskoðun kosningalaga, athugasemdir, dags. 19. desember 2018. Lagt fram til kynningar.
j) Minjastofnun, Hlíðargata, dags. 20. desember 2018. Lagt fram til kynningar.
k) Vegagerðin, efnistaka vegna Hringvegar um Berufjörð, dags. 20. desember 2018. Þegar hefur verið brugðist við erindinu í samráði við sveitarstjórn. Heimild til efnistöku úr námum A11, A12 og A16 staðfest.

3. Bygginga- og skipulagsmál

Útsýnispallur við Nykurhylsfoss – framkvæmdaleyfi

Með vísan til erindis Ferðaþjónustunnar í Fossárdal dags. 11. desember 2018, veitir sveitarstjórn framkvæmdaleyfi vegna gerðar útsýnispalls við Nykurhylsfoss með eftirfarandi fyrirvara: Að lokið verði við deiliskipulag hið allra fyrsta og í síðasta lagi 1. september 2019. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

4. Hitaveita Djúpavogshrepps ehf.

Farið yfir stofnfundargerð og samþykktir Hitaveitu Djúpavogshrepps ehf. Sveitarstjóra falið að boða til hluthafafundar þar sem breytingar verða gerða á stjórn til samræmis við samþykktir.

5. Sorphirða í Djúpavogshreppi

Formaður skipulags-, framkvæmda og byggingar nefndar fór yfir með hvaða hætti verður staðið að breytingum á sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að kynning fyrir íbúa hefjist fljótlega og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.

6. Skólastefna Djúpavogshrepps

Formaður fræðslu- og tómstundanefndar fór yfir núverandi skólastefnu sveitarfélagsins og leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna framsetningar á skólastefnu fyrir sveitarfélög. Honum falið, í samráði við nefndina, að setja á laggirnar þriggja manna starfshóp og leiða sem hefur það hlutverk að kynna drög að endurskoðaðri skólastefnu á fundi sveitarstjórnar í apríl.

7. Samgöngumál

Öflugt samgöngukerfi hefur bein áhrif á lífsgæði íbúa og er forsenda þess að fólk hafi raunverulegt val um hvort og hvar á landinu það vill búa og starfa. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagnar þeim samgöngubótum sem fyrirhugaðar eru á næstu árum en leggur áherslu á að þau veggjöld sem ætlað er að fjármagna framkvæmdina verði hófleg og renni óskert til vegaframkvæmda. Sérstaklega fagnar sveitarstjórn fyrirhuguðum framkvæmdum við Axarveg og þeim möguleikum sem uppbygging heilsársvegar um Öxi hefur í för með sér fyrir íbúa, atvinnulíf og ferðafólk í fjórðungnum. Sveitarstjórn áréttar jafnframt mikilvægi þess, sama hvaða leið verður fyrir valinu, að við allar samgönguframkvæmdir í fjórðungnum sé horft til þeirrar forgangsröðunar sem sátt hefur náðst um á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir gangi viðræðna sem staðið hafa yfir við viðbragðsaðila á svæðinu vegna mögulegs flutnings þeirra í Vogshúsið. Stefnt er að því að vinna í málinu áfram og taka það fyrir formlega á næsta fundi sveitarstjórnar með það fyrir augum að endanleg ákvörðun liggi fyrir fljótlega.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framgangi ljósleiðaravæðingar í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að lagning ljósleiðara á Berufjarðarströnd geti hafist fljótlega og Hamarsfjörður og Álftafjörður fylgi í kjölfarið á árinu. Sveitarstjóri mun á næstunni hafa samband við þá landeigendur sem ekki hefur enn verið gengið frá samningum við.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.