Djúpavogshreppur
A A

9. maí 2018

9. maí 2018

9. maí 2018

skrifaði 11.05.2018 - 09:05

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 09.05.2018

45. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 9. maí 2018 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Þorbjörg Sandholt og Kári Snær Valtingojer. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
a) Ársreikningur Djúpavogshrepps 2017 – síðari umræða.
Helstu niðurstöður ársreiknings 2017 eru, í þús. króna.

Rekstur A og B hluta
Rekstrartekjur 650.774
Rekstrargjöld 534.829
Afkoma fyrir fjármagnsliði 91.219
Fjármagnsgjöld 19.695
Tekjuskattur 160
Rekstrarniðurstaða 71.684
Rekstur A hluta
Rekstrartekjur 571.909
Rekstrargjöld 509.272
Afkoma fyrir fjármagnsliði 47.413
Fjármangsgjöld 18.145
Rekstrarniðurstaða 29.268
Eignir A og B hluta
Varanlegir rekstrarfjármunir 710.010
Áhættufjármunir og langtímakröfur 32.922
Óinnheimtar tekjur 33.308
Aðrar skammtímakröfur 1.991
Handbært fé 101.248
Eignir samtals 879.479
Eignir A hluta
Varanlegir rekstrarfjármunir 434.908
Áhættufjármunir og langtímakröfur 55.422
Óinnheimtar tekjur 28.741
Skammtímakröfur á eigin fyrirtæki 12.684
Aðrar skammtímakröfur 1.990
Handbært fé 87.474
Eignir samtals 621.220
Eigið fé og skuldir A og B hluta
Eiginfjárreikningar 443.065
Skuldbindingar 3.548
Langtímaskuldir 321.817
Skammtímaskuldir 111.048
Eigið fé og skuldir samtals 879.479
Eigið fé og skuldir A hluta
Eiginfjárreikningar 74.769
Langtímaskuldir 266.537
Skammtímaskuldir 279.913
Eigið fé og skuldir samtals 621.220

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 19. mars 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 23. mars 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Samstarfsnefnd, dags. 6. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn SSA, dags. 9. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 10. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
f) Félagsmálanefnd, dags. 17. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
g) Landbúnaðarnefnd, dags. 23. apríl 2018. Liður 2, samþykkt að hækka upphæð f. vetrarveidda refi í kr. 10.000. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 27. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
k) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 8. maí. Liður 1, skóladagatal staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) IOGT, umsögn um breytingu á lögum, dags. 22. mars 2018. Lagt fram til kynningar.
b) Hrókurinn, styrkbeiðni, dags. 12. apríl 2018. Vísað til fræðslu- og tómstundanefndar.
c) Veðurstofan, v. deiliskipulag Steinaborg, dags. 24. apríl 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Byggðastofnun, umsögn vegna umsóknar um aflamark, dags. 27. apríl 2018. (Sóley víkur af fundi). Sveitarstjórn tekur undir með aflamarksnefnd og leggur til að gengið verði til samninga við umsækjendur. (Sóley kemur aftur til fundar).
e) Aðalskipulag Breiðdalshrepps, tillaga að aðalskipulagi, dags. 30. apríl 2018. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
f)Austurbrú, innflytjendur á Austurlandi, dags. 30. apríl 2018. Lagt fram til kynningar.

4. Sorphirða
Sveitarstjóri gerði grein fyrir drögum að samantekt á kostnaði vegna sorphirðu og flokkunar 2017 og tilboði sem borist hefur frá Íslenska gámafélaginu í kjölfar fyrirspurnar. Sveitarstjórn er sammála um að taka þurfi málaflokkinn allan til gagngerrar endurskoðunar. Sveitarstjóra falið að boða fulltrúa fyrirtækisins og Funa til funda um málið.

5. Stjórnun fiskveiða
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps mótmælir þeim breytingum sem nýlega voru gerðar á lögum um stjórn fiskveiða sem snúa að strandveiðum. Sérstaklega því ákvæði þar sem segir: „Ráðherra getur með auglýsingu í Stjórnartíðindum stöðvað strandveiðar þegar sýnt er að heildarafli strandveiðiskipa fari umfram það magn sem ráðstafað er til strandveiða samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar fyrir árið 2018.“ Brýnt er að halda við þeirri svæðaskiptinu sem verið hefur frá því strandveiðar hófust til að tryggja jafnvægi milli einstakra landshluta. Umtalsverð hætta er á að heildarafli sem ætlaður er til strandveiða dreifist með miklu ójafnvægi milli svæða með því fyrirkomulagi sem tekið hefur verið upp. Lögð er því áhersla á að lögunum verði breytt með tilliti til þessa strax fyrir næsta tímabil strandveiða þar sem mikil hætta er á að austursvæði geti borið verulega skarðan hlut frá borði vegna komandi breytinga. Sveitarstjóra falið að koma bókuninni á framfæri við þingmenn kjördæmisins og ráðherra.

6. Skipulags og byggingarmál

a) Bragðavellir – breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 sem tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu á Bragðavöllum - breytt landnotkun dags. 15. nóvember 2017 m.s.br. ásamt umhverfisskýrslu sem henni fylgir. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda breytingu á aðalskipulagi til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Bragðavellir – deiliskipulag
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag á Bragðavöllum í Djúpavogshreppi er varðar uppbyggingu ferðaþjónustu á og nærri bæjarstæði dags. 15. nóvember 2017 m.s.br. ásamt umhverfisskýrslu sem því fylgir. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomnar umsagnir og brugðist við eftir atvikum. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda breytingu á aðalskipulagi dags. 15. nóvember 2017 m.s.br. til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti nýlega með fulltrúa Silversea Cruises vegna komu skemmtiferðaskipa.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að Sigrún Snorradóttir og Guðmundur Eiríksson, Starmýri I í Álftafirði, hefðu unnið til landgræðsluverðlaunanna 2018. Þetta er í 28. sinn sem Landgræðsla ríkisins veitir þessi verðlaun og eru þau veitt árlega einstaklingum og félagasamtökum sem hafa unnið að landgræðslu og landbótum. Með veitingu landgræðsluverðlaunanna vill Landgræðslan vekja athygli á mikilvægu starfi margra áhugamanna að landgræðslumálum. Sveitarstjórn óskar þeim Sigrúnu og Guðmundi innilega til hamingju með verðlaunin sem eru verðskulduð.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu Grétu Mjallar Samúelsdóttur í starf atvinnu- og menningarmálafulltrúa, hún tók til starfa 1. maí. Sveitarstjórn býður hana velkomna til starfa.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýrri heimasíðu. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með nýju síðuna.
e) Sveitarstjóri kynnti nýjar hugmyndir að viðbyggingu við grunnskólann sem unnið verður með áfram.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:45.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.