Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 18. október 2018

Sveitarstjórn - 18. október 2018

Sveitarstjórn - 18. október 2018

Ólafur Björnsson skrifaði 19.10.2018 - 14:10

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 18.10.2018

4. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 18.10. 2018 kl. 16:30.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Berglind Häsler, Kári Snær Valtingojer og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 2l) og 2p) yrði bætt við dagkskrána og var það samþykkt.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2019.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Tillaga að fjárhagsáætlun verður lögð fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember og verður hún tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í nóvember.
b) Árshlutauppgjör, fyrstu 8 mánuðir 2018.
Farið yfir uppgjör fyrstu 8 mánaða ársins.
Fylgigagn:
Milliuppgjör Djúpavogshrepps 31.08.2018

2. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 6. september 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 8. september 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn SSA, dags. 12. september 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 12. september 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Almannaverndarnefnd Suður- Múlasýslu, dags. 12. september 2018. Sveitarstjórn er sammála um að sameina beri almannavarnanefndir í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi í eina.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. september 2018. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn SSA, dags. 21. september 2018. Lögð fram til kynningar.
h) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 25. september 2018. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. september 2018. Lögð fram til kynningar.
j) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 27. september 2018. Liður 3, Langabúð staðfestur. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir nýjum rekstaraðila að Löngubúð í samráði við stjórn Ríkarðshúss.
k) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 28. september 2018. Lögð fram til kynningar. Liður 6b staðfestur.
l) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 28. september 2018. Liður 7, framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í Berufirði staðfestur.
m) Stjórn SSA, dags. 29. september 2018. Lögð fram til kynningar.
n) Stjórn SSA, dags. 9. október 2018. Lögð fram til kynningar.
o) Aðalfundur Kvennasmiðjunnar, dags. 9. október 2018. Lögð fram til kynningar
p) Stjórn fólkvangsins á Teigarhorni, dags. 11. október 2018. Lið 4, efnistökunámur í landi Teigarhorns og lið 5, lega á ljósleiðarastreng vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
q) Stjórn Ríkarðshúss, dags. 12. október 2018. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Ágústa Margrét Arnardóttir, Guðlaugur Birgisson, Jóhanna Reykjalín, Ingi Ragnarsson, umferðaröryggi, dags. 18. september 2018. Sveitarstjórn tekur undir ábendingar bréfritara varðandi umferðaröyggi og vísar erindinu til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar varðandi þá hluta athugasemdanna sem heyra undir sveitarfélagið.
b) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, framlög vegna fatlaðra nemenda, dags. 19. september 2018. Lagt fram til kynningar.
c) Vinnueftirlitið, reglubundin skoðun grunnskólans, dags. 20. september 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Vinnueftirlitið, reglubundin skoðun leikskólans, dags. 20. september 2018. Lagt fram til kynningar.
e) Vinnueftirlitið, reglubundin skoðun skrifstofu, dags. 20. september 2018. Lagt fram til kynningar.
f) Fljótsdalshreppur, breyting á aðalskipulagi, dags. 2. október 2018. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að deiliskipulagi.
Fylgigögn:
Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2018, tillaga á vinnslustigi
Aðalskipulag Fljótdalshrepps 2014-2030
g) Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, byggðakvóti 2018/2019, dags. 2. október 2018. Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta 2018/2019.
h) Umf. Neisti, styrkbeiðni, ódagsett. Sveitarstjórn tekur vel í erindið en afgreiðslu frestað þar til frekari kostnaðaráætlun liggur fyrir.
i) Félagsmiðstöðin Zion, styrkbeiðni, ódagsett. Sveitarstjórn samþykkir að veita Zion kr. 350.000 fjárveitingu vegna búnaðar- og húsgagnakaupa en leggur áherslu á gott samstarf við stjórn Neista varðandi ráðstöfun fjárins.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík - lýsing á deiliskipulagi.
Lýsing á deiliskipulagi sem fylgdi innsendu erindi Teiknistofunnar AKS sem barst 5. október 2018 lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir framlögð gögn og er sveitarstjóra falið að koma þeim í kynningar- og umsagnarferli hið fyrsta. Samhliða samþykkir sveitarstjórn að gerð sé breyting á gildandi aðalskipulagi í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar eru í innsendri lýsingu. Sveitarstjórn samþykkir að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi verði komið í kynningar- og umsagnarferli hið fyrsta.
Fylgigögn:
Lýsing deiliskipulagsverkefnis
Fundargerð
Samþykki fyrir gerð deiliskipulags
b) Eyjólfsstaðir, ferðaþjónusta - lýsing á deiliskipulagi.
Lýsing á deiliskipulagi sem fylgdi innsendu erindi Teiknistofunnar AKS sem barst 5. október 2018 lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir framlögð gögn og er sveitarstjóra falið að koma þeim í kynningar- og umsagnarferli hið fyrsta.
Fylgigögn:
Lýsing deiliskipulagsverkefnis
Samþykki fyrir deiliskipulagningu
c) Hamarssel – Uppbygging gistihúsa fyrir ferðamenn í Hamarsseli í Djúpavogshreppi – deiliskipulagstillaga. Kynningu deiliskipulagstillögu er lokið og engin ábending barst. Fresti stofnana til að skila inn umsögn við tillöguna lýkur 22. október. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna, eftir að umsagnir stofnana hafa verið yfirfarðar og teknar til greina.
d) Hringvegur um Berufjörð – stofnun lóðar í landi Hvannabrekku.
Gögn vegna stofnunar lóðar í landi Hvannabrekku undir nýjan Hringveg um Berufjörð lögð fyrir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar.
Fylgigögn:
Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá

5. Sameining sveitarfélaga
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að skipa 2-3 fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga. Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli niðurstöðu skoðunarkönnunar á meðal íbúa umræddra sveitarfélaga, er framkvæmd var á vordögum 2018, en niðurstöður hennar sýndu vilja íbúa til sameiningar. Horft er til þess m.a. að sameining muni leiða til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum líkum á að árangur náist í áherslum í byggða- og samgöngumálum er unnið hefur verið að árum saman. Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili niðurstöðum til sveitarfélaganna þannig að hægt verði að leggja þær fyrir íbúa þeirra til ákvörðunar fyrir lok árs 2019. Fulltrúi Fljótsdalshéraðs skal boða samstarfsnefndina saman til fyrsta fundar. Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Djúpavogshrepps í samstarfsnefndinni verði: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt og Bergþóra Birgisdóttir.

6. Samgönguáætlun
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir vonbrigðum sínum með Samgönguáætlun 2018 – 2033, fjárveitingum til fjórðungsins í heild, og sérstaklega aðgerðaáætlun 2019-2023.
Á nýliðnum aðalfundi SSA var, líkt og undanfarin ár, einhugur um að heilsársvegur um Öxi væri í forgangi nýframkvæmda í vegagerð á Austurlandi. Um er að ræða 18 kílómetra langan vegarkafla sem styttir leiðina milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 71 km miðað við þjóðveg nr. 1 með fjörðum. Hönnun vegarins er lokið og beðið hefur verið í 10 ár eftir að framkvæmdir geti hafist. Vakin er sérstök athygli á því að Axarvegur er eina verkefnið sem er ólokið af þeim 11 sem ákveðið var að ráðast í árið 2007 sem hluta af mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar aflaheimilda og það er algerlega óásættanlegt að þurfa nú að bíða í allt að aldarfjórðung til viðbótar. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps skorar á þingmenn að breyta samgönguáætlun á þann veg að hún endurspegli vilja íbúa á Austurlandi og að tryggt verði fjármagn til að hefja framkvæmdir við Axarveg á næstu fjórum árum. Sveitarstjóra falið að koma ofanritaðri ályktun á framfæri.

7. Málefni Teigarhorns
Sveitarstjóri gerði grein fyrir óformlegum viðræðum sem hann hefur átt við Andrés Skúlason varðandi áframhaldandi setu hans í stjórn fólkvangsins Teigarhorn f.h. sveitarfélagsins og mögulega aðkomu hans sem verkefnisstjóra vegna áframhaldandi uppbyggingar þar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi þess efnis í samráði við atvinnu- og menningarmálanefnd.

8. Skýrsla sveitarstjóra
a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna þátttöku sveitarfélagsins í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni í samstarfi við Íbúðalánasjóð.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með Minjastofnun vegna umsóknar um framlag vegna fjarvinnslustöðva með það fyrir augum að fjölga störfum í sveitarfélaginu.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti með forstjóra Vegagerðarinnar þar sem farið var yfir áherslur sveitarfélagsins í samgöngumálum og brýn verkefni í hafnamálum.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:35. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.