Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 15. nóvember 2018

Sveitarstjórn - 15. nóvember 2018

Sveitarstjórn - 15. nóvember 2018

Ólafur Björnsson skrifaði 16.11.2018 - 16:11

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15.11.2018

5. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15.11. 2018 kl. 16:15.

Fundarstaður: Geysir. Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Berglind Häsler, Kári Snær Valtingojer og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að lið 2n) yrði bætt við dagkskrána og var það samþykkt.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2019. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2019.
b) Gjaldskrár 2019 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2019. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2019. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2019. Vísað til afgreiðslu við síðari umræðu.
e) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2019. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur rúmum 30 millj. Áformaðir eru vinnufundir með forstöðumönnum stofnana milli umræðna í sveitarstjórn þar sem leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2019. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 13. desember kl. 16:15.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 5. október 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Aðalfundur SSA, dags. 7.- 8. október 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn sambands ísl sveitarfélaga, dags. 10. október 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Framkvæmdaráð SSA, dags. 19. október 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Framkvæmdaráð SSA, dags. 23. október 2018. Lögð fram til kynningar.
f) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags, 23. október 2018. Lögð fram til kynningar.
g) Félagsmálanefnd, dags. 23. október 2018. Lögð fram til kynningar.
h) Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dags. 24. október 2018. Lögð fram til kynningar.
i) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 25. október 2018. Liður 6, lega ljósleiðara í landi Teigarhorns staðfestur. Liður 7a og 7b staðfestur og vísað til fjárhagsáætlunar vegna 2019.
j) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 31. október 2018. Lögð fram til kynningar.
k) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 31. október 2018. Lögð fram til kynningar.
l) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 1. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
m)Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 1. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
n) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 1. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
o) Hafnarnefnd, dags. 7. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
p) Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 12. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Umhverfisstofnun, deiliskipulag fyrir Hamarssel, dags. 15. október 2018. Lagt fram til kynningar.
b) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, deiliskipulag fyrir Eyjólfsstaði, dags. 24. október 2018. Lagt fram til kynningar.
c) Skipulagsstofnun, deiliskipulag fyrir Eyjólfsstaði, dags. 31. október 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 31. október 2018. Styrkbeiðni hafnað.
e) Bókstafur forlag, styrkbeiðni, dags. 5. nóvember 2018. Styrkbeiðni hafnað.
f) Skógræktarfélag Djúpavogs, niðursetning á trjáplöntum 2019, dags. 7. nóvember 2018. Afgreiðslu frestað, sveitarstjóra falið að óskar eftir frekari gögnum.
g) Þjóðskrá, landfræðileg upplýsingagögn sveitarfélaga, ódags. lagt fram til kynningar.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Ljósleiðari í landi Teigarhorns
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara erindi Orkufjarskipta frá. 25. september 2018 hvað varðar legu ljósleiðara í landi Teigarhorns.
b) Deiliskipulag íbúðasvæða
Gerð hefur verið grein fyrir kostnaðaráætlun vegna gerðar deiliskipulags í íbúðarsvæðum á Djúpavogi sem sveitarstjórn stefnir að á næsta ári.
c) Miðbæjarskipulag og aðalskipulag
Drög að deiliskipulagi fyrir miðbæ Djúpavogs eru vel á veg komin. Þá er endurskoðun aðalskipulags á næsta leyti en gildistími núverandi aðalskipulags er til loka árs 2020.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við TGJ um hvernig vinda megi þessum tveimur skipulagsverkefnum áfram í samræmi við fjárhagsáætlun.
d) Umsókn um lóð í Hamarsfirði
Fyrir liggur umsókn Vilhjálms Benediktssonar dags. 6. nóvember 2018 um byggingarlóð rétt innan við Hálstanga í Hamarsfirði, ásamt fylgigögnum. Lóðin er merkt sem stök íbúðarhúsalóð í gildandi aðalskipulagi. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
e) Vegagerð í botni Berufjarðar – Svartagilsnáma
Lögð var fram beiðni frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna aukinnar efnisstöku í Svartagilslæk í Berufirði dags. 8. nóvember 2018 og svarbréf sömu stofnunar dags. 8. nóvember vegna fyrirspurnar sveitarfélagsins um efnistöku og stöðu framkvæmda í Berufjarðarbotni. Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Með vísan til upplýsinga um framgang verksins Hringvegur um Berufjarðarbotn er ljóst að efni sem tekið hefur verið úr námu við Svartagilslæk (A-15) er langt umfram heimildir sem fólust í framkvæmdaleyfi Djúpavogshrepps til Vegagerðarinnar. Þá er álitamál hvort frekari efnistaka úr námunni samræmist Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 – 2020, sbr. síðari breytingar aðalskipulagsins frá 2014 og 2016. Sérstaklega er vísað til ákvæða um efnistöku og stöðu einstakra efnistökustaða. Í ljósi þessa er það ákvörðun sveitarstjórnar að framkvæmdaleyfi vegna aukinnar efnistöku verði ekki veitt að svo stöddu og jafnframt að efnistaka úr námu við Svartagilslæk (A-15) verði tafarlaust stöðvuð, sem og önnur efnistaka vegna framkvæmdarinnar. Sveitarstjórn beinir því til Vegagerðarinnar að bera breytingar sem orðið hafa á framkvæmdinni frá því að umhverfisáhrif hennar voru metin undir Skipulagsstofnun og óska eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar varðandi matsskyldu þeirra, sbr. 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
f) Nykurhylsfoss
Lýsing á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna uppbyggingar við Nykurhylsfoss í Fossárvík lögð fram til kynningar.
Með vísan til liðar 6a) í fundargerð 2. fundar sveitarstjórnar fer sveitarstjórn fram á að framkvæmdaraðilar við útsýnisplan við Nykurhylsfoss sendi inn ósk um framkvæmdarleyfi hið allra fyrsta. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

5. Sameining sveitarfélaga
Sveitarstjórn samþykkir að varafulltrúar Djúpavogshrepps í samstarfsnefnd vegna sameiningar Djúpavogshrepps, Borgarfjarðar eystri, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs verði: Kristján Ingimarsson, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir.

6. Ósk um lausn frá störfum í sveitarstjórn
(BH víkur af fundi) Berglind Häsler hefur sótt um lausn úr sveitarstjórn frá og með 1. desember 2018 til ársloka 2019. Sveitarstjórn samþykkir, með vísan til 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að verða við þeirri beiðni.

7. Beiðni um skólavist í grunnskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda
Beiðni frá Berglind Häsler og Svavari Pétri Eysteinssyni um tímabundna greiðslu kostnaðar vegna grunnskólagöngu utan lögheimilissveitarfélags fram til áramóta 2018-2019 lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðninni. Kostnaður verður greiddur samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.
(BH kemur aftur til fundar).

8. Verkefnisstjóri umhverfismála
Fulltrúi H-listans leggur fram tillögu um að ráðinn verði verkefnastjóri með umhverfismálum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn líst vel á tillöguna og vísar erindinu til skipulags-framkvæmdar og umhverfisnefndar.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir setu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í Reykjavík 9. nóvember 2018.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Íslenska gámafélagsins 15. nóvember.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framgangi innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat um flugvallarverkefnið og breytta stöðu í ljósi þess að Atvinnuþróunarsjóður Austurlands verður lagður niður frá og með næstu áramótum.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:26.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.