Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 13. september 2018

Sveitarstjórn - 13. september 2018

Sveitarstjórn - 13. september 2018

Ólafur Björnsson skrifaði 14.09.2018 - 13:09

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.09.2018

3. fundur 2018 – 2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13.09. 2018 kl. 16:30.

Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kristján Ingimarsson, Kári Snær Valtingojer og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að lið 7 yrði bætt við dagskrána. Það var samþykkt.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Fjárhagsáætlun 2019
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Stefnt er að því að hún verði tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar í nóvember.
b) Árshlutauppgjör, fyrri 6 mánuðir 2018.
Farið var yfir uppgjör vegna fyrri 6 mánaða ársins sem bendir til að rekstur sé að langmestu leyti innan áætlunar. Stefnt er að því að leggja fram 8 mánaða uppgjör á fundi sveitarstjórnar í október.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 19. júní 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 3. júlí 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Félagsmálanefnd, dags. 5. júlí 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Félagsmálanefnd, dags. 27. ágúst 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 27. ágúst 2018. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. ágúst 2018. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Fjárhagsáætlun 2019, dags. 23. apríl 2018. Áætlun hvað varðar framlag Djúpavoghrepps staðfest.
Fylgigögn:
Fjárhagsáætlun 2019
Áætlun um rekstrarframlög sveitarfélaga á árinu 2019
b) Kvistur film, styrkbeiðni, dags. 29. apríl 2018. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr.
c) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, skipan í svæðisráð vegna strandsvæðaskipulags, dags. 10. júlí 2018. Sveitarstjórn staðfestir skipan Gauta Jóhannessonar sem aðalmanns og Kára Snæs Valtingojer sem varamanns.
d) Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, staðfesting á samþykkt um stjórn og fundasköp, dags. 19. júlí 2018. Lagt fram til kynningar.
e) Seyðisfjarðarkaupstaður, vegna skipunar í svæðisráð, dags. 10. ágúst 2018. Lagt fram til kynningar.
f) Náttúruhamfaratrygging Íslands, upprifjun á hlutverki stofnunarinnar, dags. 21. ágúst 2018. Lagt fram til kynningar.
g) Mennta- og menningarmálaráðuneytið, kynferðisleg áreitni og ofbeldishegðun í íþótta- og æskulýðsstarfi. dags. 22. ágúst 2018. Vísað til fræðslu- og tómstundanefndar.
Fylgigagn:
Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi
h) Orkufjarskipti, beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara, dags. 23. ágúst 2018. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
Fylgigagn:
Loftmynd
i) Þjóðskrá Íslands, fasteignamat 2019, dags. 27. ágúst 2018. Lagt fram til kynningar.
j) Mosfellsbær, grenndarkynning, dags. 28. ágúst 2018. Formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að bregðast við erindinu í samráði við skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins og stjórn Ríkarðshúss.
Fylgigagn:
Loftmynd
k) Ester Sigurðardóttir, uppsögn á samningi um leigu á Löngubúð, dags. 29. ágúst 2018. Atvinnu- og menningarmálanefnd falið að koma með tillögur að því með hvaða hætti rekstur Löngubúðar verður best tryggður í framtíðinni.
l) Héraðskjalasafn Austfirðinga, skjalavarsla í kjölfar nýrra laga um persónuvernd, dags. 29. ágúst 2018. Lagt fram til kynningar.
Fylgigagn:
Varðveisla skjala hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra
m) Félagsráðgjafafélag Íslands, félagsleg ráðgjöf, dags. 6. september 2018. Lagt fram til kynningar.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Hamarssel – Uppbygging gistihúsa fyrir ferðamenn í Hamarsseli í Djúpavogshreppi - deiliskipulagstillaga.
Tillaga að deiliskipulagi í Hamarsseli dags. 16. ágúst 2018 sem tekur til uppbyggingar gistihúsa fyrir ferðamenn, lögð fram til samþykktar. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að kynna hana og senda út til umsagnar stofnana.
Fylgigögn:
Greinargerð
Uppdráttur
b) Viðbygging við grunnskólann.
Farið var yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskólann. Sveitarstjórn er sammála um að vinna málið áfram á grundvelli þeirrar vinnu sem þegar hefur farið fram í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit. Samþykkt að setja saman starfshóp undir forystu formanns skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar. Í hópnum verði einnig skólastjóri, formaður fræðslu- og tómstundanefndar, kjörinn fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, úttektarmaður byggingarfulltrúa auk fulltrúa kennara og foreldra. Formanni falið að boða til fundar starfshópsins við fyrsta tækifæri og að mótaðar tillögur liggi fyrir eigi síðar en í lok árs svo hægt verði að taka tilllit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar 2019. Telst þá vinnu starfshópsins lokið. Gert er ráð fyrir að fulltrúi Mannvits sitji fundi starfshópsins og verði starfsmaður hans.

5. Sorphirða og flokkunarstöð
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi sorphirðu og flokkun. Ljóst er að málaflokkurinn og þjónusta honum tengd krefst endurskoðunar. Ákveðið að vísa málinu til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar sem vinni málið áfram á grunni þeirra hugmynda sem þegar liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að nefndin leggi fram tillögu að nýju heildarfyrirkomulagi málaflokksins sem fyrst með það fyrir augum að ný gjaldskrá og endurbætt skipulag taki gildi eigi síðar en frá næstu áramótum.

6. Verkefnaáætlun vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar
Farið var yfir verkefnaáætlun vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar.
Fylgigagn:
Verkefnaáætlun vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafarinnar

7. Gangnaboð
Sveitarstjórn staðfestir gangnaboðið sem byggir á tillögum samráðshóps vegna fjallskila dags. 15. ágúst 2018, en leggur áherslu á að afar brýnt sé orðið að skoða lagaumhverfi fjallskila og fjallskilasamþykkt Múlasýslna í ljósi gerbreyttra aðstæðna víða í dreifbýli.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a Sveitarstjóri gerði grein fyrir framkvæmdum við trébryggjuna í Djúpavogshöfn en verið er að ganga frá skástífum á enda hennar. Sótt hefur verið um styrk til framkvæmdarinnar frá hendi siglingasviðs Vegagerðarinnar.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir boði sem hann hefur fengið um að flytja erindi og taka þátt í pallborðsumræðum á vegum Cittaslow á ráðstefnu í Kóreu sem fram fer 23.-26. október. Allur kostnaður vegna þátttökunnar er greiddur af samtökunum. Sveitarstjórn er sammála um að sveitarstjóri þiggi boðið og renni þar með styrkari stoðum undir samstarf og kynningu vettvangi samtakanna.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann sat með fulltrúum Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála þar sem farið var yfir sameiginlegar áherslur sveitarfélaganna í samgöngu- og samstarfsmálum.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:30. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.