Djúpivogur
A A

Sveitarstjórn - 13. desember 2018

Sveitarstjórn - 13. desember 2018

Sveitarstjórn - 13. desember 2018

Ólafur Björnsson skrifaði 14.12.2018 - 10:12

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 13.12.2018

6. fundur 2018-2022

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 13. desember 2018 kl. 16:15. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer, Kristján Ingimarsson og Bergþóra Birgisdóttir. Þorbjörg ritaði fundargerð og Gauti stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 2k) og 2l) yrði bætt við dagskrána og var það samþykkt.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a) Gjaldskrár 2019.
Vegna fasteignagjaldaálagningar 2019 gilda eftirtaldar ákvarðanir:

I. Fasteignaskattur A........................ 0,625%
II. Fasteignaskattur B........................1,32%
III. Fasteignaskattur C.......................1,65%
IV. Holræsagjald A.............................0,30%
V. Holræsagjald B..............................0,30%
VI. Holræsagj. dreifbýli.....................8.860 kr.
VII. Vatnsgjald A................................0,35%
VIII. Vatnsgjald B...............................0,35%
IX. Aukavatnsskattur........................37,50 kr./ m³.
X. Sorphirðugjald..............................17.472 kr. pr. íbúð
XI. Sorpeyðingargjald.......................15.600 kr. pr. íbúð
XII. Sorpgjöld, frístundahús.............12.480 kr.
XIII. Lóðaleiga ...................................1 % (af fasteignamati lóðar)
XIV. Fjöldi gjalddaga.........................6

Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
b) Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2019. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Erindi um samningsbundnar greiðslur, styrki, fjárfestingar o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjöl borin upp og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn.
c) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022, síðari umræða,fyrirliggjandi gögn kynnt.

Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):

* Skatttekjur A-hluta .................................................... 278.553
* Fjármagnsgjöld A-hluta............................................. 9.503
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð.................. (27.353)
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð .................... (29.813)
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð ......... 32.965
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ........... 8.939
* Afskriftir A og B hluti ................................................ 28.905
* Eignir ......................................................................... 795.988
* Langtímaskuldir og skuldbindingar....................... 329.191
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 113.469
* Skuldir og skuldbindingar samtals....................... 442.660
* Eigið fé í árslok 2019 ............................................. 508.474
* Veltufé frá rekstri áætlað ....................................... 37.698
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........ 107.700

Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um rúmar 30 millj.

Sveitarstjórn er sammála um að leggja megináherslu á grunnþjónustu í sveitarfélaginu.

Smíði viðbyggingar við grunnskólann hefst á árinu. Unnið verður að uppbyggingu Faktorshúss og gömlu kirkjunnar ásamt Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags byggingarlóða og miðsvæðisins á Djúpavogi ásamt hönnun og undirbúningsvinnu við fráveitu. Einnig er gert ráð fyrir að unnið verði skipulag á hafnarsvæðinu og að fingrum verði komið fyrir á flotbryggju. Gert er ráð fyrir að haldið verði áfram við jarðhitaleit. Sveitarstjórn leggur áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að lagður verði metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast. Áætlunin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.
d) Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 40.000.000, með lokagjalddaga þann 5. febrúar 2034, í samræmi við það lánstilboð / skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að standa straum af afborgunum eldri lána hjá Lánasjóðnum og framkvæmda sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er sveitarstjóra Gauta Jóhannessyni kt. 0703642559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

2. Fundargerðir

a) Stjórn SvAust, dags. 30. ágúst 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SvAust, dags. 14. september 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn SvAust, dags. 9. október 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn SvAust, dags. 23. október 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Hafnasambandsþing, dags. 24.-25. október 2018. Lagt fram til kynningar.
f) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 29 október 2018. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn SvAust, dags. 31. október 2018. Lögð fram til kynningar.
h) Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 12. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dags. 12. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
j) Stjórn SSA, dags. 13. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
k) Opnun tilboða v. Löngubúðar, dags. 19. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
l) Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
m) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 22. nóvember 2018. Liður 4, tilboð í sorphirðu frá Íslenska gámafélaginu staðfestur. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að ganga til samninga við tilboðsgjafa. Liður 5, umsókn um lóð í Hamarsfirði staðfestur. Liður 7, viðbygging við grunnskólann samþykkt, Þorbjörg greiddi ekki atkvæði. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að fylgja málinu eftir.
n) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 23. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
o) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
p) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 23. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar
q) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 23. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
r) Aukafundur atvinnu- og menningarmálanefndar, dags. 23. nóvember 2018. (BB víkur af fundi og Ásdís Benediktsdóttir kemur til fundar). Ásdís leggur fram eftirfarandi bókun: Að óeðlilegt sé að eitt fyrirtæki í frjálsri samkeppni fái þau kjör hjá sveitarfélagi að húsnæðiskostnaður lækki ef forsendur rekstrar breytast. Eins og gert er með því að tengja húsaleigu við prósentur af veltu. Liður 1 staðfestur með fjórum greiddum atkvæðum, Ásdís situr hjá. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Kálk ehf. vegna reksturs í Löngubúð í samráði við formann atvinnu- og menningarmálanefndar. (Ásdís víkur af fundi en BB kemur aftur til fundar).
s) Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
t) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2018. Lögð fram til kynningar.
u) Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 4. desember 2018. Lögð fram til kynningar.
v) Hafnarnefnd, dags. 5. desember 2018. Liður 6, fingur við smábátabryggjur staðfestur.
w) Atvinnu- og menningarmálanefnd, dags. 6. desember 2018. Lögð fram til kynningar.
x) Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd, dags. 6. desember 2018. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) UÍA, styrkbeiðni, dags. 14. nóvember 2018. Gert er ráð fyrir styrk til UÍA í fjárhagsáætlun.
b) Austurbrú, framtíð Egilsstaðaflugvallar, dags. 14. nóvember 2018. Sveitarstjórn samþykkir aðkomu Djúpavogshrepps að verkefninu 2019 með þeim hætti sem lagt er til.
c) Umhverfisstofnun, Eyjólfsstaðir, dags. 15. nóvember 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fossárvík, dags. 15. nóvember 2018. Lagt fram til kynningar.
e) Eðvald Smári Ragnarsson og Hólmfríður Haukdal, kaup á Hammersminni 2b og stækkun lóðar, dags. 19. nóvember 2018. Vísað til skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar.
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Eyjólfsstaðir, dags. 21. nóvember 2018. Lagt fram til kynningar.
g) Skipulagsstofnun, Fossárvík, dags. 22. nóvember 2018. Lagt fram til kynningar.
h) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, byggðakvóti, dags. 23. nóvember 2018. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn hyggst ekki leggja fram tillögur um að vikið verði frá almennum reglum um úthlutun byggðakvóta.
i) Samband íslenskra sveitarfélaga, umboð til kjarasamningsgerðar, dags. 4. desember 2018. Sveitarstjórn sammála um að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd.
j) Austurbrú, Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 6. desember 2018. Sveitarstjórn tekur undir að í ljósi þess að ekki hafi verið starfsemi í Kvennasmiðjunni ehf. undanfarin ár sé rétt að leysa félagið upp og að hreinni eign félagsins verði ráðstafað í samræmi við samþykktir þess. Vísað til stjórnar Kvennasmiðjunnar ehf.
k) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 9. desember 2018. Gert er ráð fyrir styrk til björgunarsveitarinnar í fjárhagsáætlun.
l) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni vegna gróðursetningar, dags. 11. desember 2018. Gert er ráð fyrir styrk til félagsins í fjárhagsáætlun.

4. Gjaldfrjáls grunnskóli
Sveitarstjórn samþykkir að frá og með áramótum 2018-2019 muni Djúpavogshreppur útvega grunnskólanemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu. Með þessu vill sveitarstjórn stuðla að frekari jöfnuði, meiri hagkvæmni í innkaupum og minni sóun. Foreldrar þurfa þá aðeins að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði og skriffærum til notkunar heima. Áætlaður kostnaður er kr. 400.000 og er gert ráð fyrir honum í fjárhagsáætlun 2019.

5. Umsögn vegna eldis á allt að 20.800 tonna framleiðslu Fiskeldis Austfjarða á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar leyfisveitingar.

6. Breytt nefndaskipan
Í kjölfar tímabundinnar lausnar Berglindar Häsler úr sveitarstjórn taka við sæti hennar sem aðalmenn í eftirfarandi nefndum: Skipulags-, framkvæmda, og umhverfisnefnd / Rán Freysdóttir, atvinnu- og menningarmálanefnd / Berglind Elva Gunnlaugsdóttir. Nýr varamaður í skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd / Sóley Dögg Birgisdóttir, nýr varamaður í atvinnu- og menningarmálanefnd / Dröfn Freysdóttir. Einnig: varamaður á aðalfund SSA / Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, varamaður í stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands / Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, varamaður í stjórn Nönnusafns / Elísabet Guðmundsdóttir, varamaður í stjórn Kvennasmiðjunnar ehf. / Elísabet Guðmundsdóttir, svæðisskipulagsnefnd Austurlands / Eiður Ragnarsson. Staðfest með fjórum greiddum atkvæðum, BB situr hjá.

7. Styrktarsjóður
Sveitarstjóri gerði grein fyrir peningagjöf, rúmar 8 millj. kr. sem borist hefur frá Gunnþóru Gísladóttir frá Papey en hún býr nú í Gimli í Kanada. Tilgangur gjafarinnar er að stofnaður verði sjóður sem hefur það hlutverk að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms. Styrkirnir verða veittir til minningar um Snorra bróður hennar. Sveitarstjóra falið að koma þakklæti vegna þessarar höfðinglegu gjafar til skila. Á fundinum var umsókn lögaðila um sparireikning undirrituð. Fræðslu- og tómstundanefnd falið að leggja drög að samþykktum og úthlutunarreglum fyrir sjóðinn.

8. Skipulags- og byggingamál

a) Hammersminni 2 – lóðarblað
Drög að lóðarblaði. dags. 10. desember 2018 lögð fram til kynningar. Vísað til skipulags-, framkvæmda-, og umhverfisnefndar.
b) Hamarssel – Uppbygging gistihúsa fyrir ferðamenn – deiliskipulag
Tillaga að deiliskipulagi dags. 16. ágúst 2018, síðast uppfærð 7. desember 2018 lögð fram til samþykktar fyrir auglýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri kynnti úthlutun hreindýraarðs til sveitarfélagsins fyrir árið 2018 sem áætluð er u.þ.b. 1,4 millj.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir að framkvæmdastjóri Umf. Neista hefur sagt starfi sínu lausu. Sveitarstjóra ásamt formanni fræðslu- og tómstundanefndar falið að bregðast við uppsögninni í samráði við stjórn Umf. Neista.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir breytingum í starfsmannahaldi hjá áhaldahúsinu. Birkir Fannar Smárason hefur sagt upp störfum.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samstarfsverkefni með Minjastofnun Íslands og Austurbrú sem nýlega hlaut 21 millj. króna styrk á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 til fjarvinnsluverkefna á Djúpavogi. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:53. Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Þorbjörg Sandholt, fundarritari.