Djúpavogshreppur
A A

Sveitarstjórn - 12. júlí 2018

Sveitarstjórn - 12. júlí 2018

Sveitarstjórn - 12. júlí 2018

Ólafur Björnsson skrifaði 17.07.2018 - 10:07

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.07.2018

2. fundur 2018 – 2022


Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12.07 2018 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Gauti Jóhannesson, Þorbjörg Sandholt, Berglind Häsler, og Bergþóra Birgisdóttir. Gauti stjórnaði fundi.

Dagskrá:

1. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps, síðari umræða.

Fjallað hafði verið um tillögur að breytingum á nefndakerfi sveitarfélagsins og erindisbréfum. Að lokinni umfjöllun var Samþykkt um stjórn og fundarsköp borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fyrir fundinum lágu einnig tilnefningar L og H lista um skipan í fastanefndir. Samþykkt samhljóða að eftirfarandi fastanefndir verði starfandi af hálfu sveitarfélagsins kjörtímabilið 2018 – 2022.

Fylgiskjöl:
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Djúpavogshrepps.
Fastanefndir og erindisbréf fyrir kjörtímabilið 2018 - 2022

Aðalmenn:

Varamenn:

Hafnarnefnd

Eiður Ragnarsson form.

Gauti Jóhannesson

Sigurjón Stefánsson varaform.

Elísabet Guðmundsdóttir

Ævar Orri Eðvaldsson

Magnús Hreinsson

Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefnd

Kristján Ingimarsson form.

Kristborg Ásta Reynisdóttir

Eiður Ragnarsson varaform.

Íris Birgisdóttir

Elísabet Guðmundsdóttir

Óliver Ás Kristjánsson

Þuríður Harðardóttir

Svavar Pétur Eysteinsson

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir

Ania Czeczko

Skipulags-, framkvæmda-og umhverfisnefnd

Kári Snær Valtingojer form.

Eiður Ragnarsson

Berglind Häsler varaform.

Rán Freysdóttir

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir

Guðný Gréta Eyþórsdóttir

Snjólfur Gunnarsson

Gauti Jóhannesson

Bergþóra Birgisdóttir

Skúli Benediktsson

Atvinnu- og menningarmálanefnd

Þorbjörg Sandholt form.

Ingi Ragnarsson

Berglind Häsler varaform.

Jóhann Hjaltason

Hafliði Sævarsson

Berglind Elva Gunnlaugsdóttir

Sigurjón Stefánsson

Birta Einarsdóttir

Bergþóra Birgisdóttir

Þór Vigfússon

Kjörstjórn

Egill Egilsson form.

Unnþór Snæbjörnsson

Ásdís Þórðardóttir

Sóley Dögg Birgisdóttir

Kristrún Gunnarsdóttir

Birgir Thorberg Ágústsson

Til eins árs

Tveir aðalmenn og tveir til vara á aðalfund SSA

Gauti Jóhannesson

Berglind Häsler

Þorbjörg Sandholt

Kári Snær Valtingojer

Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

Eiður Ragnarsson

Einn fulltrúi og annar til vara á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Kristján Ingimarsson

Þorbjörg Sandholt

Fulltrúi á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og annar til vara

Gauti Jóhannesson

Þorbjörg Sandholt

Þorbjörg Sandholt

Berglind Häsler

Til fjögurra ára

Félagsmálanefnd (samstarfsvettvangur sveitarfélaga)

Gauti Jóhannesson

Stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands(samstarfsvettvangur sveitarfélaga)

Þorbjörg Sandholt

Berglind Häsler

Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands

Gauti Jóhannesson

Kristján Ingimarsson

Stjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlands

Berglind Häsler

Stjórn Nönnusafns

Þorbjörg Sandholt

Berglind Häsler

Stjórn Ríkarðshúss

Gauti Jóhannesson

Kristján Ingimarsson

Elísabet Guðmundsdóttir

Þorbjörg Sandholt

Þór Vigfússon

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir

Svæðisskipulagsnefnd Austurlands

Kári Snær Valtingojer

Eiður Ragnarsson

Berglind Häsler

Rán Freysdóttir

Öldungaráð

Þorbjörg Sandholt

Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir

Kristján Ingimarsson

Gauti Jóhannesson

Ingibjörg Helga Stefánsdóttir

Sigurður Ágúst Jónsson

Stjórn Kvennasmiðjunnar

Gauti Jóhannesson

Þorbjörg Sandholt

Kristján Ingimarsson

Berglind Häsler

2. Ráðning sveitarstjóra

(Gauti víkur af fundi). Varaoddviti lagði fram undirritaðan ráðningarsamning við sveitarstjóra í samræmi við bókun á síðasta fundi. Ráðningarsamningurinn staðfestur með öllum greiddum atkvæðum. (Gauti kemur aftur til fundar).

Fylgiskjal:
Ráðningarsamningur sveitarstjóra

3. Ákvörðun um laun sveitarstjórnar og nefnda kjörtímabilið 2018-2022

(Kári Snær mætir til fundar)

Afgreiðslu hafði verið frestað á síðasta fundi. Eftirfarandi tillaga lögð fram varðandi kjör sveitarstjórnar og nefnda.

Embætti

Laun

Föst fundaseta

Aukafundir

Fulltrúi í sveitarstjórn

65.000

20.000

15.000

Oddviti

65.000

20.000

15.000

Varamenn

20.000

15.000

Nefndaformenn

30.000

15.000

Nefndarfólk

15.000

10.000

Varamenn

15.000

10.000

Formaður í starfshópi

15.000

Fulltrúi í starfshópi

10.000

Kjörnir fulltrúar sem rita undir fundargerð fá greidd laun vegna fundarsetu í nefndum og skipuðum starfshópum. Varaformanni ber að greiða tvöföld laun ef hann stýrir fundi. Mæti aðalmaður í sveitarstjórn ekki á fund dragast laun varamanns af hans mánaðarlaunum. Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum, Bergþóra situr hjá.

4. Fundargerðir

a) Stjórn SV-Aust, dags. 24. maí 2018. Lögð fram til kynningar
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 28. maí 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sv-Aust., dags. 13. júní 2018. Lögð fram til kynningar
d) Fundur um innleiðingu og eftirfylgni persónuverndarlaga, dags. 19. júní 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Sv-Aust., dags. 26. júní 2018. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. júní 2018. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Kvennasmiðjunnar, dags. 3. júlí 2018. Lögð fram til kynningar. Fylgiskjal: Ársreikningur 2017
h) Stjórnarfundur SvAust., dags. 5. júlí 2018. Lögð fram til kynningar.
i) Hluthafafundur SvAust., dags. 5. júlí 2018. Lögð fram til kynningar.

5. Erindi og bréf

a) Þórir Stefánsson, tjaldstæðið á Djúpavogi, dags. 1. júní 2018. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi. Af gögnum málsins og að höfðu samráði m.a. við lögmann sveitarfélagsins er það niðurstaða sveitarstjórnar að ekki séu efni til að verða við erindinu og er því hafnað.
b) Bílaleiga Akureyrar, langtímaleiga á bifreið, dags. 4. júní 2018. Lagt fram tilboð frá Bílaleigu Akureyrar vegna langtímaleigu á bifreið f. sveitarfélagið. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við bílaleiguna og að samningur verði gerður frá og með 1. september.
c) Skipulagsstofnun, deiliskipulag Teigarhorn, dags. 13. júní 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Skipulagsstofnun, álit um mat á umhverfisáhrifum vegna fiskeldis, dags. 14. júní 2018. Lagt fram til kynningar.
e) Minjastofnun Íslands, ný lega vatnslagnar á íþróttasvæði, dags. 15. júní 2018. Lagt fram til kynningar.
f) Skipulagsstofnun, breyting á aðalskipulagi á Bragðavöllum, dags. 20. júní 2018. Lagt fram til kynningar.
g) Skipulagsstofnun, deiliskipulag á Bragðavöllum, dags, 22. júní 2018. Lagt fram til kynningar.
h) Skúli Benediktsson, umsókn um byggingarlóð, dags. 26. júní 2018. Sótt er um lóðina Hlíð 5. Sveitarstjórn samþykkir úthlutun með fyrirvara um grenndarkynningu og þeim fyrirvara á breytingu á deiliskipulagi á Hlíð 5 sem á eftir að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. Fylgiskjal: Hlíð 5, breyting á deiliskipulagi.
i) SSA, tillögur að ályktunum, dags. 4. júlí 2018. Lagt fram til kynningar.
j) KPMG, fræðslufundur fyrir sveitarstjórnarfólk, ódags. Sveitarstjórn sammála um að þiggja boð um fund í haust.

6. Skipulags- og byggingamál

a) Áningarstaður ferðamanna við Fossárvík – aukið öryggi ferðamanna
Við Sveinstekksfoss í Fossárdal hefur orðið til sjálfsprottinn áningarstaður ferðamanna við Sveinstekksfoss. Aðstæður á svæðinu er víða varasamar. Landeigendur hafa því brugðið á það ráð að sækja um styrk til deiliskipulagsgerðar og uppbyggingar á svæðinu. Hafa styrk-úthlutanir fengist tvívegis og hafa framkvæmdastyrkir verið skilyrtir því að staðfest deili-skipulag liggi fyrir. Þrátt fyrir þessi skilyrði og ítrekaðar leiðbeiningar sveitarfélagsins um nauðsyn deiliskipulags, hafa landeigendur þegar ráðist í framkvæmdir á svæðinu. Er það gert án þess að nokkur gögn varðandi deiliskipulag hafi verið send né aflað hafi verið lögbundinna leyfa frá sveitarfélaginu. Fulltrúi sveitarfélagsins hefur rætt við fulltrúa landeigenda og leggur sveitarfélagið ríka áherslu á að verkefninu sé komið í formlegt ferli áður en lengra verður haldið.

Sveitarstjórn er mikið í mun að öryggi gesta sem sækja sveitarfélagið heim sé tryggt eins og kostur er. Sveitarstjórn ítrekar hins vegar að uppbygging þarf og á að vera í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Sömuleiðis hvetur sveitarstjórn alla þá sem hyggja á framkvæmdir að leita upplýsinga og leiðbeininga hjá sveitarfélaginu til að tryggja sem best farsæla framvindu verkefna.

b) Stekkás – stofnun lóðar
Sveitarstjórn samþykkir beiðni um stofnun 2.000 m2 lóðar úr landi Stekkáss eins og hún er kynnt í bréfi dags. 18. september 2017 og fylgigögnum. Samþykktin er þó háð eftirfarandi fyrirvörum: 1) Skriflegt samþykki allra eigenda landeignarinnar þarf að liggja fyrir áður lóð er stofnuð og 2) eigendur landeignarinnar þurfa að samþykkja með skriflegum hætti að ráðast í gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir land Stekkáss strax og endurskoðun aðalskipulags Djúpavogshrepps er lokið og að sú lóð sem hér um ræðir verði felld inn í þá skipulagsvinnu. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

c) Hlíð 5 – óveruleg breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi við lóðina Hlíð 5 dags. 4. júlí 2018 með fyrirvara um endanlega niðurstöðu grenndarkynningar. Umsögn Minjastofnunar barst 11. júlí. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, þegar og ef að því kemur, að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7. Innleiðing persónuverndarlöggjafar 2018

Sveitarstjóri kynnti drög að samningi við Fljótsdalshérað um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starfa persónuverndarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður geri sambærilegan samning. Sveitarstjórn samþykkir aðild sveitarfélagsins að samningnum og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Fylgiskjöl:
Samningur um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starf persónuverndarfulltrúa
Verkefnistjórn persónuverndarmála, fjárhagsáætlun

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir nýjum flokkunartunnum sem komið hefur verið fyrir við lögreglustöðina. Hönnun og smíði var í höndum Þórs Vigfússonar og færir sveitarstjórn honum bestu þakkir fyrir.
b) Veggirðingar á Berufjarðarströnd. Sveitarstjóri gerði grein fyrir úttekt á girðingum í samráði við Vegagerðina. Gengið verður eftir því af hendi sveitarfélagsins að greiðslur berist bændum með skilvísum hætti.
c) Myndlistarsýning í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðina. Sveitarstjóri gerði grein fyrir opnun sýningarinnar Rúllandi snjóbolti /11, Djúpivogur sem haldin er í samstarfi við Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðin. Sýningin verður opnuð 14. júlí og verður opin til og með 19. ágúst.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir 1.500.000.- kr. styrk sem fékkst úr styrkvegasjóði. Fyrirhugað er að nota styrkinn til endurbóta og viðhalds á vegslóðum í sveitarfélaginu.
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum um að tónskólinn verði í vetur, vegna skorts á öðru húsnæði, starfræktur í Löngubúð þar sem Ríkarðssafnið er nú til húsa. Haft verður samráð við stjórn Ríkarðshúss og rekstaraðila í Löngubúð vegna þessa fyrirkomulags ef af verður.
f) Lokun skrifstofu. Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 23. júlí og opnar aftur 20. ágúst.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 17:40

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.

Fundarritari Þorbjörg Sandholt.