Djúpavogshreppur
A A

12. apríl 2018

12. apríl 2018

12. apríl 2018

skrifaði 12.04.2018 - 16:04

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.04.2018

44. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri fór fram á að liðum 2g) og 3j) yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
Ársreikningur Djúpavogshrepps 2017 – fyrri umræða. Sigurjón Ö. Arnarson frá KPMG mætti á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningnum. Eftir ítarlega umfjöllun var ákveðið að vísa honum til síðari umræðu.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 26. febrúar 2018. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 5. mars 2018. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 16. mars 2018. Lögð fram til kynningar.
d) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 19. mars 2018. Lögð fram til kynningar.
e) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. mars 2018. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 23. mars. 2018. Lögð fram til kynningar.
g) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 9. apríl 2018. Lögð fram til kynningar.
h) Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar og bænda, dags. 11. apríl 2018.

3. Erindi og bréf

a) Ungmennaráð Djúpavogshrepps, ýmis málefni, dags. 8. mars 2018. Sveitarstjóra falið að boða ungmennaráð til fundar með honum og oddvita við fyrsta tækifæri.
b) Minjastofnun, v. deiliskipulags, dags. 9. mars 2018. Lagt fram til kynningar.
c) Minjastofnun, v. Teigarhorn, dags. 9. mars 2018. Lagt fram til kynningar.
d) Myndlistarsjóður, v. styrkbeiðni, dags. 15. mars 2018. Lagt fram til kynningar.
e) Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, v. deiliskipulags, dags. 18. mars 2018. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að bregðast við athugasemdum í samráði við skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins.
f) Atvinnuvegaráðuneytið, v. deiliskipulags, dags. 26. mars 2018. Lagt fram til kynningar.
g) Skipulagsstofnun, v. Hamarssels, dags. 27. mars 2018. Lagt fram til kynningar.
h) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, v. varna gegn olíumengun, dags. 28. mars 2018. Lagt fram til kynningar.
i) Íris Birgisdóttir og Kolbeinn Einarsson, v. deiliskipulags, dags. 5. apríl 2018. Sveitarstjóra og formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar falið að bregðast við athugasemdum í samráði við skipulagsskrifstofu sveitarfélagsins.
j) Minjastofnun, v. Hammersminni, dags. 11. apríl 2018. Lagt fram til kynningar.

4. Kjörskrá
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir að fela oddvita að semja kjörskrá. Jafnframt er oddvita veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 í samræmi við 4. grein laga um kosningar til sveitarstjórna.

5. Samþykkt vegna gatnagerðargjalda, byggingarleyfisgjalda og framkvæmdaleyfa
Sveitarstjóri kynnti nýja samþykkt vegna gatnagerðargjalda, byggingarleyfisgjalda og framkvæmdaleyfa. Eftir nokkrar umræður var samþykktin staðfest af sveitarstjórn.

6. Niðurstöður skoðanakönnunar vegna sameiningar sveitarfélaga á Austurlandi
Farið var yfir niðurstöður skoðanakönnunar.

7. Stefnumörkun í fiskeldi
Sveitarstjóri kynnti drög að stefnumörkun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga varðandi fiskeldi.
Eftir nokkrar umræður var sveitarstjóra falið að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri.

8. Skipulagstengd málefni

a) Teigarhorn - deiliskipulag
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagt deiliskipulag fyrir Teigarhorn - fólkvang og náttúruvætti dags. 15. nóv. 2017. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Frestur til athugasemda var til og með 3. apríl 2018. Sveitarstjóra falið að senda þeim senda þeim stofnunum sem sendu inn umsagnir og þeim aðilum sem sendu inn athugasemdir en ein athugasemd barst á auglýsingatíma og önnur eftir að auglýsingatíma lauk, afgreiðslu og niðurstöðu sveitarstjórnar og auglýsa niðurstöðu hennar, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Aðalskráning fornleifa innan þéttbýlis á Djúpavogi
Farið var yfir fornleifaskráningu á Búlandsnesi unna af Fornleifastofnun Íslands. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með vinnu Fornleifastofnunar sem á eftir að nýtast vel í framtíðinni.

9. Framkvæmdir við grunnskólann
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögum að viðbyggingu við grunnskólann unnin af Mannviti.
Sveitarstjórn líst vel á framkomnar hugmyndir og er sammála um að vinna þær áfram.

10. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir verkfundi sem haldinn var mánudaginn 9. apríl vegna Faktorshússins.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda vegna vallarhúss á Neistavelli. Búið er að lagfæra akbraut að húsinu og gert ráð fyrir að flytja það þegar undirstöður eru tilbúnar.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi mögulegt samkomulag viðbragðsaðila, sveitarfélagsins og stjórnar Ríkarðshúss vegna makaskipta á húseignum. Stjórn Ríkarðshúss hefur tekið vel í hugmyndina og hafa afkomendur Ríkarðs í stjórn komið austur til að fara yfir málið. Stefnt er að því að aðilar málsins fundi fljótlega.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir framgangi undirbúnings fráveitu. Verið er að skoða aðstæður við mögulegar útrásir fráveitunnar með aðstoð m.a. kafara.
e) Sveitarstjóri gerð grein fyrir undirbúningi vegna íbúafundar sem fyrirhugaður er laugardaginn 14. apríl á Hótel Framtíð

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:40.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.