Djúpivogur
A A

2017

19. október 2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 19.10.2017

38. fundur 2014-2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 19. október 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir.
Andrés stjórnaði fundi og Sóley ritaði fundargerð.
Oddviti óskaði eftir að liður 3n) yrði tekinn á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni – Fjárhagsáætlun 2018
Unnið hefur verið að fjárhagsáætlun 2018 undanfarið í samráði við KPMG og starfshóp um fjárhagsleg málefni. Gerð fjárhagsáætlunar tekin til frekari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 19. september 2017. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 20. september 2017. Lögð fram til kynningar.
c) Fundur um húsnæðisáætlun Austurlands, dags. 3. október 2017. Lögð fram til kynningar.
d) Landbúnaðarnefnd, dags. 10. október 2017. Liður 1, yfirlýsing v. Blábjarga staðfestur.
e) Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd, dags. 10. október 2017. Lögð fram til kynningar
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 11. október 2017. Lögð fram til kynningar.
g) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 16. október 2017. Lögð fram til kynningar.
h) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd 17. október 2017. Liður 2, Umsókn Bílaklúbbs Djúpavogs um fyrir lóð undir mótókrossbraut staðfestur. Liður 3, skipulagslýsing fyrir Hamarssel staðfestur. Liður 7, umhverfisstofnun-tilnefning eftirlitsaðila vegna vegagerðarframkvæmda við botn Berufjarðar staðfestur. Að öðru leiti lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Þórir Stefánsson, ábending vegna malbikunarframkvæmda, dags. 14. september 2017. Lagt fram til kynningar.
b) Matvælastofnun, athugasemdir vegna umgengni, dags. 17. september 2017. Lagt fram til kynningar. Sóley og Júlía viku af fundi. Ekki hefur borist svar frá Fiskeldi Austfjarða vegna athugasemda, sveitarstjóra falið að ítreka erindið.
c) Eldvarnabandalagið, eldvarnir, dags. 28. september 2017. Lagt fram til kynningar.
d) ÚÍA, fjárstuðningur, dags. 2. október 2017. Samþykkt að veita umbeðinn stuðning.
e) NAUST, stefna varðandi plastnotkun, dags. 4. október 2017. Lagt fram til kynningar.
f) Alda Snæbjörnsdóttir, þakkarbréf, dags. 6. október 2017. Lagt fram til kynningar.
g) Kvenfélagið Vaka, uppsetning leiktækis, dags. 7. október 2017. Sveitarstjórn þakkar kvenfélaginu Vöku kærlega fyrir framtakið. Sveitarstjórn samþykkir að Djúpavogshreppur taki að sér uppsetningu og viðhald leiktækis.
h) Umhverfisstofnun, ársfundur náttúruverndarnefnda, dags. 9. október. lagt fram til kynningar.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, aðalfundarboð, dags. 11. október 2017. Samþykkt að fulltrúi Djúpavogshrepps á fundinum verði Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir til vara.
j) Björn Ingimarsson, fulltrúi í starfshóp, dags. 12. október 2017. Andrés Skúlason tilnefndur af sveitarstjórn sem fulltrúi sveitarfélagsins í starfshóp um samstarfsverkefni.
k) Ferðamálastofa, opinber upplýsingaveita, dags. 12. október 2017. Lagt fram til kynningar.
l) Minjastofnun, vegna Stórsteina, dags. 13. október 2017. Lagt fram til kynningar.
m) Minjastofnun, auglýsing, dags. 16. október 2017. Lagt fram til kynningar
n) Umhverfisstofnun, fyrirspurn vegna umhverfisáhrifa við Glímeyri, dags. 18. október 2017. Sóley og Júlía viku af fundi. Lagt fram til kynningar.

4. Bygginga- og skipulagsmál

a) Hamarssel - Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir framlagða skipulagslýsingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar smáhýsa sem ætluð eru til útleigu til ferðamanna í landi Hamarssels í Djúpavogshreppi dags. 13. október 2017. Lýsingin verður kynnt með dreifibréfi sem sent verður til eigenda/ábúenda nærliggjandi jarða næstu daga. Auk þess verður tilkynning hengd upp í Samkaupum og Við Voginn. Ábendingafrestur er veittur til og með 7. nóvember 2017. Sveitarstjórn telur að deiliskipulagið falli vel að markmiðum og sé í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020. Sveitarstjóra verður falið að senda lýsinguna til umsagnar eftirfarandi stofnana: Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar. Óskað verður eftir athugasemdum ofangreindra aðila ef einhverjar eru fyrir 21. nóvember 2017.
b) Varða 9, Emil Karlsson umsókn um byggingarleyfi 4.okt.2017-Sveitarstjórn samþykkir byggingarleyfisumsókn með fyrirvara um samþykki byggingarfulltrúa.
c) Blábjörg, Stefán Gunnarsson umsókn um byggingarleyfi 10.okt.2017.Sveitarstjórn samþykkir byggingarleyfisumsókn.

5. Fiskeldi Austfjarða – Beiðni um umsögn vegna allt að 21.000 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði

Sóley og Júlía viku af fundi. Farið yfir beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn á allt að 21.000 tonna framleiðslu Fiskeldis Austfjarða á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, dags. 28. september 2017. Sveitarstjórn treystir sem áður að viðkomandi stofnanir leggi faglegt mat á þá þætti máls sem liggja til grundvallar fiskeldi í Berufirði og sveitarstjórn hefur ekki forsendur til að meta. Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að vinna að uppbyggingu fiskeldis í Berufirði sé unnin í sátt við umhverfi og samfélag sbr. smábátasjómenn, landeigendur og fleiri hagsmunaaðila og að gætt sé að hagsmunum þeirra sem fyrir eru með starfsemi í firðinum. Sóley og Júlía komu aftur til fundar.

6. Ljósleiðaravæðing í Djúpavogshreppi

Djúpavogshreppi hefur verið úthlutað 10.900.000 kr. byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar í sveitarfélaginu 2018. Markmið byggðastyrksins er að bæta samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum þeirra í samkeppnispott fjarskiptasjóðs. Áfram er unnið að fyrirhugaðri ljósleiðaravæðingu 2017 í samstarfi við Orkufjarskipti og verkfræðistofuna Mannvit og er vonast til að framkvæmdir hefjist fyrir árslok.

7. Starfsmannamál

Gerð var grein fyrir stöðu mála varðandi ráðningu menningar- og atvinnumálafulltrúa. Umsóknarfrestur var til 10. október og bárust 7 umsóknir um starfið. Verið er að vinna úr umsóknum í samráði við F.M.

8. Skýrsla oddvita

a) Oddviti gerði grein fyrir fundi sem haldinn var á Egilsstöðum 11. október á Egilsstöðum vegna Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
b) Oddviti gerði grein fyrir stöðu jarðhitaleitar á Búlandsnesi.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:40.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.

30.10.2017