Djúpivogur
A A

2017

17. janúar 2017

 

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 12.01.2017

30. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. janúar 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Júlía Hrönn Rafnsdóttir og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að liðum 3m) og 3n) væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni - Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 33.500.000 kr. til 17 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gauta Jóhannessyni kt. 070364-2559, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Djúpavogshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2. Fundargerðir

a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
b) Félagsmálanefnd, dags. 14. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Austurbrúar, dags. 20. desember 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Hafnarnefnd, dags. 29. desember 2016. Liður 1, gjaldskrá 2017 staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
f) Stjórn SSA, dags. 3. janúar 2017. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 9. desember 2016. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi. Samþykkt að styrkja sveitina um 250 þús. kr. til viðbótar við fyrri styrk vegna búnaðarkaupa.
b) Vegagerðin, vegna niðurfellingar Starmýrarvegar nr. 9695-01, af vegaskrá, dags. 12. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna breyttra landnota á Bragðavöllum, dags. 28. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breyting á legu Hringvegar nærri bæjarstæði Teigarhorns og fyrir Eyfreyjunesvík, dags. 28. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Breyting á deiliskipulagi á jörðinni Starmýri II, dags. 28. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
f) Hafrannsóknastofnun, Umsögn um breytingar á aðalskipulagi Djúpavogshrepps, færsla hringvegar við Teigarhorn og breytingar á landnotkun á Bragðavöllum, dags. 29. desember 2016. Lagt fram til kynningar.
g) Skógræktin, umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, í landi Teigarhorns og Eyfreyjuness, dags. 3. janúar 2017. Lagt fram til kynningar.
h) Skúli H. Benediktsson, Ábending varðandi færslu hringvegar við Teigarhorn, dags. 4. janúar 2017. Lagt fram til kynningar.
i) Byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, byggingarleyfi – Blábjörg, dags. 4. janúar 2017. Staðfest með fyrirvara um staðfestingu frá Ríkiseignum.
j) Minjavörður Austurlands, Teigarhorn, Djúpavogshreppur – tillaga að aðalskipulagsbreytingu, dags. 6. janúar 2017. Lagt fram til kynningar.
k) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum, dags. 9. janúar 2017. Lagt fram til kynningar.
l) Vegagerðin, umsögn vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020, dags. 9. janúar 2017. Lagt fram til kynningar.
m) Skipulagsstofnun, Lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi í landi Starmýrar II, Djúpavogshreppi, dags. 5. janúar 2017. Lagt fram til kynningar.
n) Skipulagsstofnun, Lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Blábjarga, Djúpavogshreppi, dags. 5. janúar 2017. Lagt fram til kynningar.

4. Samþykkt um fiðurfé

Sveitarstjóri kynnti drög að samþykkt um fiðurfé fyrir Djúpavogshrepp utan skipulagðra landbúnaðarsvæða til umræðu. Sveitarstjóra falið að fullvinna samþykktina í samráði við formann skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar með það fyrir augum að taka hana til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

5. Reglur um sérstakan húsnæðisstyrk

Sveitarstjóri kynnti uppfærðar reglur um sérstakan húsnæðisstyrk. Samþykkt samhljóða.

6. Samstarfssamningur um endurheimt votlendis.

Sveitarstjóri kynnti samning milli sveitarfélagsins og Landgræðslu ríkisins um endurheimt votlendis í Blánni.

7. Byggingartengd málefni

Í ljósi aukins umfangs vegna byggingar- og skipulagsframkvæmda í sveitarfélaginu er sveitarstjórn sammála um að taka fyrirkomulag vegna starfa byggingarfulltrúa til endurskoðunar. Sveitarstjóra falið að segja upp samningi við núverandi byggingarfulltrúa.

8. Allt að 5.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði á vegum Laxa fiskeldis – Ákvörðun um matsáætlun

Ákvörðun um matsáætlun frá Skipulagsstofnun kynnt.

9. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarsstjóri kynnti umsögn Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða. Sveitarstjórn tekur undir athugasemdir Fjarðabyggðar og felur sveitarstjóra að koma áherslum sveitarstjórnar á framfæri.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi jarðhitaleit á Búlandsnesi.
c) Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála vegna innleiðingar Wise lausna í bókhaldskerfi sveitarfélagsins.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við lögfræðisvið Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi nýja reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting).
e) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umsókn Djúpavogshrepps um styrk til ljósleiðaravæðingar í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt 2017.
f) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum sem fyrirhugaðir eru vegna sameiningarviðræðna við Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp. Stefnt er að sameiginlegum fundi sveitarstjórnarfólks 16. og 17. febrúar og fyrstu íbúafundum helgina 25. og 26. febrúar.
g) Sveitarstjóri upplýsti um fyrirhugaða stofnun ungmennaráðs í sveitarfélaginu sbr. fyrri ákvörðun sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir að fyrsti fundur ráðsins verði haldinn fljótlega.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 18:00.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

16.01.2017