Djúpivogur
A A

2016

11. febrúar 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 11.02.2016

20. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 11. febrúar 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Júlía Hrönn Rafnsdóttir og Sóley Dögg Birgisdóttir. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson sveitarsstjóri, sem ritaði fundargerð. Andrés stjórnaði fundi.

Fundarstjóri óskaði eftir að liður 1 j), fundargerð starfshóps um húsnæðismál Djúpavogssskóla og 1 l) yrði tekinn á dagskrá, fundargerð fræðslu- og tómstundanefndar. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 15. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn SSA, dags. 12. janúar 2016. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 15. janúar 2016. Lögð fram til kynningar.
d) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 18. janúar 2016. Lögð fram til kynningar.
e) Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogssskóla, dags. 19. janúar 2016. Lögð fram til kynningar.
f) Skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefnd, dags. 22. janúar 2016. Lögð fram til kynningar.
g) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 25. janúar 2016. Lögð fram til kynningar.
h) Félagsmálanefnd, dags. 27. janúar 2016. Lögð fram til kynningar.
i) Fundur bæjar- og sveitarstjóra á Austurlandi, dags. 2. febrúar 2016. Lögð fram til kynningar.
j) Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogsskóla, dags. 4. febrúar 2016. Lögð fram til kynningar
k) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 8. febrúar 2016.
Lögð fram ályktun frá nefndinni þess efnis að opnunartími verði lengdur og að tveir starfsmenn deili með sér fullu starfi í upplýsingamiðstöð 15. maí til 15. september. Staðfest og sveitarstjóra falið að sjá um framkvæmd breytingarinnar. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
l) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 10. febrúar 2016. Liður 4, Óskalistinn fái fulltrúa í starfshóp um húsnæðismál Djúpavogssskóla sem í sitja Sóley Dögg Birgisdóttir, Gauti Jóhannesson, Egill Egilsson, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir og Þorbjörg Sandholt , staðfestur. Að öðru leyti lögð fram til kynningar.

2. Erindi og bréf

a) Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum, styrkumsókn, ódagsett.
Ferða- og menningarmálafulltrúa falið að vinna að því að koma sýningunni á laggirnar með svipuðum hætti og á síðasta ári.
b) Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samþykkt dags. 11. janúar 2016. Lagt fram til kynningar.
c) Guðmundur Valur Gunnarsson, upprekstur í Búlandsdal, dags. 3. febrúar 2015. Vísað til landbúnaðarnefndar.
d) Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs, gjaldskrá heimaþjónustu og grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, dags. 4. febrúar 2016. Lagt fram til kynningar.
e) Umboðsmaður barna, hagsmunir barna og niðurskurður hjá sveitarfélögum, dags. 4. febrúar 2016. Lagt fram til kynningar.

3. Málefni dagforeldra
Sveitarstjóri kynnti tillögur að reglum um daggæslu barna og niðurgreiðslu á daggæslu barna í heimahúsum í Djúpavogshreppi sem unnar voru í samráði við Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og formann fræðslu- og tómstundanefndar. Hvort tveggja samþykkt. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir og auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að gerast dagforeldrar í Djúpavogshreppi.

4. Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands 2016
Styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Austurlands var úthlutað í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, miðvikudaginn 3. febrúar. Styrkir sem úthlutað var til verkefna í Djúpavogshreppi eru eftirfarandi:
Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur 900.000
Djúpavogshreppur: „Tankurinn“ – sýningarrými 500.000
Efling og kynning Cittaslow á Djúpavogi 300.000
Havarí ehf. - Vöruþróun og markaðssetning 1.200.000
Lífsmynd/Djúpavogshreppur - Hans Jónatan (kvikmynd) 1.000.000
Erla Dóra Vogler – Tónlistarskemmtun með Dægurlagadraumum 300.000
Erla Dóra Vogler – Vínarglamúrgala – tónleikar 200.000
Sveitarstjórn óskar styrkhöfum til hamingju og fagnar þeirri grósku sem úthlutanirnar bera vitni um í lista-, menningar og atvinnulífi í sveitarfélaginu.

5. Sjálfsmat Djúpavogssskóla skólaárið 2015-2016
Lagt fram til kynningar.

6. Húsnæðismál Djúpavogsskóla
Sóley Dögg Birgisdóttir gerði grein fyrir starfi starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla. Starfshópnum falið að koma með tillögu að heildarlausn í húsnæðismálum Djúpavogssskóla fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

7. Ljósleiðaravæðing Djúpavogshrepps
Sveitarstjóri kynnti minnisblað vegna mögulegs útboðs á ljósleiðaravæðingu í Berufirði sem unnið var í samráði við Mannvit. Sveitarstjóra falið að leita tilboða í vinnu við útboð á ljósleiðaralögn í Berufirði og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirhuguðum fundi með erlendum fjölmiðlamönnum í tenglsum við beint flug til Egilsstaða í sumar. Gert er ráð fyrir 8 blaða- og fjölmiðlamönnum frá Englandi í heimsókn á Djúpavog í næstu viku. Megintilgangur heimsóknarinnar er að kynna sér Cittaslow á Djúpavogi og móttöku ferðamanna í Djúpavogshreppi.
b) Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningu Sævars Þórs Halldórssonar í starf staðarhaldara/landvarðar á Teigarhorni.
c) Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir við nýjar flotbryggjur í Djúpavogshöfn. Gert er ráð fyrir að niðurrif á gömlu bryggjunni hefjist fljótlega og nýjum flotbryggjum verði komið fyrir í framhaldinu.
d) Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með bæjarstjóra Hornafjarðar varðandi samning um sorphirðu og urðun úrgangs. Stefnt er að endurskoðun á samningnum og verða drög lögð fyrir sveitarstjórn fljótlega til skoðunar.

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:10.

Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

 

12.02.2016

21. janúar 2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 15.12.2016

29. fundur 2010-2014

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Sóley Dögg Birgisdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sat fundinn Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.
Fundarstjóri fór fram á að lið 3l) væri bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

 

 1. 1.             Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)        Gjaldskrár 2017. 

Vegna fasteignagjaldaálagningar 2017 gilda eftirtaldar ákvarðanir:

 1. Fasteignaskattur A                                       0,625%           
 2. Fasteignaskattur B                                       1,32%
 3. Fasteignaskattur C                                       1,65%
 4. Holræsagjald A                                            0,30%
 5. Holræsagjald B                                            0,30%
 6. Holræsagj. dreifbýli                                      8.320 kr.
 7. Vatnsgjald A                                                0,35%
 8. Vatnsgjald B                                                0,35%
 9. Aukavatnsskattur                                         37,50 kr./ m³.
 10. Sorphirðugjald                                             17.472 kr. pr. íbúð
 11. Sorpeyðingargjald                                        15.600 kr. pr. íbúð
 12. Sorpgjöld, frístundahús                                 12.480 kr.
 13. Lóðaleiga                                                     1 % (af fasteignamati lóðar)
 14. Fjöldi gjalddaga                                            6 

Fyrirliggjandi tillögur bornar upp og samþykktar samhljóða.

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem undirritað var á fundinum og birt verður á heimasíðu sveitarfélagsins.
 

b)        Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2017. Reglurnar staðfestar og undirritaðar. Þær verða sendar til kynningar samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda og munu auk þess verða aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

c)        Erindi um samningbundnar greiðslur, styrki o.fl. til afgreiðslu. Fyrirliggjandi skjal borið upp, lið fyrir lið og samþykkt samhljóða og undirritað af sveitarstjórn. Skjalið verður aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

d)      Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020, síðari umræða,fyrirliggjandi gögn kynnt.
 
Helstu niðurstöðutölur eru (þús. kr.):           

*     Skatttekjur A-hluta ................................................           232.905

*     Fjármagnsgjöld A-hluta.........................................             27.331             

*     Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, neikvæð..................             51.002        

*     Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð ....................              53.960

*     Samantekinn rekstur A- og B- hluti, jákvæð .........               1.011

*     Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) .......                   30.080

*     Afskriftir A og B hluti ....................................                     23.292

*     Eignir .............................................................                  783.486

*     Langtímaskuldir og skuldbindingar....................                   339.160

*     Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir.......                  127.655

*     Skuldir og skuldbindingar samtals....................                   466.815
*     Eigið fé í árslok 2017 .....................................                     316.671

*     Veltufé til rekstrar áætlað ................................                  313

*     Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. (nettó) ........                 23.900

 

e)Áætluð rekstarniðurstaða A – og B hluta er skv. framanrituðu jákvæð um rúmlega 1 millj.  
Sveitarstjórn er sammála um að áfram verði lögð megináhersla á að standa vörð um  grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Unnið verður áfram að uppbyggingu við Faktorshús og gömlu kirkju sem og verkefnum á Teigarhorni. Þá verður unnið að gerð deiliskipulags fyrir miðsvæði þéttbýlisins á Djúpavogi á árinu 2017 ásamt framkvæmdum við fráveitu og hönnun viðbyggingar/endurbóta grunnskólans. Kannaðir verði áfram möguleikar á nýtingu á jarðhita á svæðinu. Sveitarstjórn leggur áfram ríka áherslu á að unnið verði að öllum framkvæmdum í sveitarfélaginu í sátt við umhverfið og að nú sem fyrr verði lagður metnaður í að hafa þéttbýlið og sveitarfélagið allt sem snyrtilegast.
Áætlunin borin undir atkvæði. samþ. samhlj. Að því búnu var áætlunin undirrituð af sveitarstjórn og sveitarstjóra.

2. Fundargerðir

a)   Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 11. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.

b)   Félagsmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.

c)   Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.

d)   Stjórn Samtaka íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.

e)   Stjórn SSA, dags. 29. nóvember 2016. Lögð fram til kynnningar.

f)    Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 6. desember 2016.

g)   Fundur bæjar- og sveitarstjóra, dags. 6. desember 2016. Lögð fram til kynningar.

h)   Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.

i)    Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.

j)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 7. desember 2016. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

 

12.02.2016