Djúpivogur
A A

2015

20. nóvember 2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 20.11.2015

17. fundur 2014 – 2018

Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 20. nóvember 2015 kl. 15:00.
Fundarstaður: Geysir.

Mætt voru: Andrés Skúlason sem stjórnaði fundi, Sóley Dögg Birgisdóttir, Rán Freysdóttir, Kári Snær Valtingojer og Þorbjörg Sandholt. Einnig sagt fundinn Gauti Jóhannesson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð .

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2016. Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2016.
b) Gjaldskrár 2016 til fyrri umræðu. Gjaldskrá grunn-, leik- og tónskóla vísað til fræðslu- og tómstundanefndar. Eftir umfjöllun var endanlegum frágangi allra gjaldskráa vísað til síðari umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2016. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um áformaðar framkvæmdir 2016. Vísað til síðari umræðu.
d) Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2016. Ekki liggur fyrir endanleg samantekt en hún verður tekin fyrir og afgreidd fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2016.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2015. Sveitarstjóri kynnti skjal unnið af KPMG í samráði við starfshóp um fjárhagsleg málefni og með hliðsjón af fyrirliggjandi uppl. í bókhaldi sveitarfélagsins.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2016. Fyrri umræða. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð sem nemur 6,3 millj. Áformaður er vinnufundur með forstöðumönnum stofnana og starfshópi um fjárhagsleg málefni milli umræðna í sveitarstjórn. Leitað verður leiða til frekari hagræðingar og farið yfir tekjuspá og útgjöld 2016. Að lokinni umfjöllun var samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu 10. desember kl. 15:00.

2. Fundargerðir

a) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 9. október 2015. Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 13. október 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. október 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Félagsmálanefnd, dags. 21. október 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 21. október 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 23. október 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 27. október 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dags. 28. október 2015. Lögð fram til kynningar.
i) Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2015. Lögð fram til kynningar.
j) Ferða- og menningarmálanefnd, dags. 2.nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
k) Stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 5. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
l) Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
m) Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 6. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
n) Stjórn Cruise Iceland, dags. 6. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
o) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 9. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.
p) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 16. nóvember 2015. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 7. október 2015. Hafnað
b) Jafnréttisstofa, beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar, dags. 12. október 2015. Þegar hefur verið brugðist við erindinu.
c) Mannvirkjastofnun, Brunavarnir á Austurlandi, dags. 21. október 2015. Lagt fram til kynningar.
d) Skógræktarfélag Íslands, styrkbeiðni, dags. 22. október 2015. Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
e) Snorraverkefnið, styrkbeiðni, dags. 30. október 2015. Hafnað
f) Þorrablótsnefnd, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2015. Samþykkt.
g) Björgunarsveitin Bára, styrkbeiðni, dags. 4. nóvember 2015. Samþykkt að styrkja Björgunarsveitina Báru um kr. 500.000 vegna bifreiðar- og búnaðarkaupa.

4. Ljósleiðari
Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtengojer gerðu grein fyrir starfi starfshóps um ljósleiðaravæðingu. Samþykkt að fela starfshópnum að kanna kostnað við vinnu vegna skýrslu og framkvæmdaáætlunar um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í Djúpavogshreppi til kynningar fyrir sveitarstjórn.

5. Samþykktir um gæludýrahald
Nýjar sameiginlegar samþykktir Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps, Fjarðabyggðar, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps um katta-, gæludýra og hundahald lagðar fram til kynningar.

6. Fiskeldi í Berufirði
Farið yfir stöðu mála varðandi fiskeldi í Berufirði í ljósi breytts eignarhalds á Fiskeldi Austfjarða og áforma um aukið laxeldi í firðinum.

7. Framkvæmdir við botn Berufjarðar
Oddviti gerði grein fyrir stöðu mála varðandi vegagerð við botn Berufjarðar og kynnti nýjustu gögn þar um.

8. Skýrsla sveitarstjóra

a) Málefni Kvennasmiðjunnar ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna málshöfðunar gegn Djúpavogshreppi, Gauta Jóhannessyni og Sóley Dögg Birgisdóttur. Aðalmeðferð fór fram fyrir Héraðsdómi Austurlands 19. nóvember og dóms er að vænta innan fárra vikna.
b) Málefni eldri borgara. Gerð var grein fyrir minnisblaði vegna 1. fundar fundar nýstofnað öldungaráðs.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl. 19:30
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Gauti Jóhannesson, fundarritari.

16.01.2017